Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Síða 49

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Síða 49
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM kjördæma landsins. Til að undirbúa þennan verkefnaflutning verði þegar hafist handa við stofnun skrifstofa heilbrigðismála í kjördæmunum og stöður héraðslækna efldar. Þá var talið rétt að leita nauðsyn- legra lagabreytinga um að a.m.k. tveir fulltrúar af fimm í stjóm Fjórð- ungssjúkrahússins í Neskaupstað verði kjömir á aðalfundi SSA. Síðan voru ítrekaðar fyrri álykt- anir aðalfunda SSA um að tryggt verði að allir landsmenn búi við sambærilega heilbrigðisþjónustu. Þar hafði verið lýst hvernig því markmiði megi ná á Austurlandi, m.a. með því að efla sjálfsforræði heimamanna við stjómun og mótun heilbrigðisþjónustunnar í fjórðungn- um. Samgöngumál í samgöngumálum voru gerðar ályktanir um hagkvæmniathugun á vegi yfir Öxi, um uppbyggingu þjóðvegarins frá Lagarfljóti að Jök- ulsá á Dal og um lagningu bundins slitlags á nýbyggðan veg út Vopna- fjarðarströnd að Hellisheiði. Því var beint til Vegagerðar rflds- ins að hún beiti sér fyrir því að gefnar verði út skýrar reglur sem geri sveitarstjórnum kleift að stemma stigu við hraðakstri á þjóð- vegum í þéttbýli. Skorað var á hagsmunaaðila í verslun og samgöngum að komið verði á samræmdu skipulagi vöru- flutninga milli staða á Austurlandi. Félagslega húsnæöiskerf- ió í ályktun um félagslega húsnæð- iskerfið er stjóm SSA falið að gera úttekt á stöðu austfirskra sveitarfé- laga í félagslega húsnæðiskerfinu. Jafnframt er þess óskað að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga beiti sér fyrir endurskoðun á félags- lega húsnæðiskerfmu með áherslu á þrjú atriði, að skilvirkni félagslega húsnæðiskerfisins verði bætt, að sjálfstæði sveitarfélaganna innan kerfisins verið aukið og að Sam- band íslenskra sveitarfélaga fái Albert Eymundsson formaður. a.m.k. þrjá menn í stjóm Húsnæðis- stofnunar ríkisins. Fræðslustarfsemi Bruna- málastofnunar í ályktun um fræðslustarfsemi Brunamálastofnunar ríkisins var skorað á félagsmálaráðherra að standa vörð um og efla þá fræðslu sem Brunamálastofnun ríkisins hef- ur staðið fyrir til að viðhalda og auka þekkingu slökkviliðsmanna á landsbyggðinni. Á aðalfundinum vom afgreiddar samþykktir SSA og fundarsköp. Stjórn SSA í stjóm SSA til eins árs vom kjör- in Aðalbjörn Björnsson, oddviti Vopnafjarðarhrepps, Einar Rafn Haraldsson, bæjarfulltrúi í Egils- staðabæ, Sigurður Jónsson, bæjar- fulltrúi á Seyðisftrði, Þorvaldur Að- alsteinsson, oddviti Reyðarfjarðar- hrepps, Magnús Jóhannsson, bæjar- fulltrúi í Neskaupstað, Lars Gunn- arsson, oddviti Búðahrepps, Ólafur Ragnarsson, sveitarstjóri Djúpa- vogshrepps, Albert Eymundsson, formaður bæjarráðs Hornafjarðar, og Ólafur Sigurðsson, hreppsnefnd- armaður í Hofshreppi. Albert Eymundsson var kosinn formaður SSA. Einnig voru kjörnir tveir endur- skoðendur SSA, fimm manna stjóm Safnastofnunar Austurlands (SAL), fimm manna orku- og stóriðjunefnd SSA, átta fulltrúar í samgöngu- nefnd, fjórir á ársfund Landsvirkj- unar, tveir í stjórn Gjaldheimtu Austurlands, einn í stjórn Ferða- málasamtaka Austurlands og einn í rekstrarstjórn Heilbrigðiseftirlits Austurlandssvæðis. I hófi sem haldið var í lok aðal- fundarins voru heiðurgestir hjónin Guðríður Guðmundsdóttir, fyrrv. oddviti Skeggjastaðahrepps og skólastjórí, og séra Sigmar I. Torfa- son, fyrrv. oddviti og prófastur. ATVINNUMÁL Elsa Guðmundsdóttir at- vinnuráðgjafí Vestfjarða Elsa Guð- mundsdóttir hef- Hj ur verið ráðin at- Íífc v>nnuráðgjafi H Vesifjarða og hóf hún störf hinn J 17. júlf sl. Elsa er fædd í Kópavogi 25. september 1956. For- eldrar hennar eru Jóhanna M. Guð- jónsdóttir frá Vestmannaeyjum og Guðmundur Pétursson vélstjóri frá Skjaldabjarnarvík á Ströndum en hann lést árið 1959. Elsa bjó um tíma á Norðurlönd- um og síðar í New York þar sem hún tók próf í hagfræði frá Hunter College í City University of New York. í New York starfaði hún sem tölvu- og rekstrarráðgjafi þar til hún fluttist aftur til íslands árið 1991. Elsa starfaði sem framkvæmdastjóri Kramhússins í Reykjavfk áður en hún tók til starfa sem verkefnisstjóri Snerpu sem er átaksverkefni í at- vinnumálum kvenna á Vestfjörðum. Verkefnið var til tveggja ára og lauk því hinn 15. júlí í ár. 1 75

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.