Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2007, Page 50

Frjáls verslun - 01.08.2007, Page 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 7 að einhvern tíma komi upp sú staða að hægt verði að draga úr fjárframlögum til samkeppniseftirlitsins en sú stund er a.m.k. ekki runnin upp. Þvert á móti er það mín skoðun að efla þurfi þessa starfsemi enn frekar með auknum fjármunum.“ Sektargreiðslur nema hærri upphæð en kost- naður við eftirlitið – Nú er Samkeppniseftirlitið alfarið rekið með fjárframlögum sem ákveðin eru í fjárlögum á Alþingi. Kæmi það til álita, að þínu mati, að stofn- unin fengi t.d. hluta þess fjármagns sem innheimtist vegna brota á samkeppnis- lögum? „Það er alltaf álitaefni hvað er við hæfi í þessum efnum. Við búum við annað skipu- lag en margar aðrar stofnanir. Nægir þar að nefna Fjármálaeftirlitið, sem ég þekki best til, en í því tilviki eru það hinir eftirlitsskyldu aðilar sem greiða fyrir eftirlitið. Menn geta líka spurt hvort það sé við hæfi eða ekki. Ég tel svo vera. Svo hafa sumir talið að það væri ekki við hæfi að Samkeppniseftirlitið sé að einhverju leyti rekið á grundvelli sekta sem aflað er með eftirlitinu. Í raun er það þannig að ef litið er aftur til ársins 1993, þegar samkeppnis- lögin voru tekin upp, þá nema sektargreiðslur töluvert hærri upphæð en sem nemur þeim fjármunum sem varið hefur verið til samkeppniseftirlitsins á sama tíma,“ segir Páll Gunnar. Þess má geta að fjárlagaheimildir fyrir Samkeppniseftirlitið á þessu starfsári nema röskum 212 milljónum króna. Það er töluverð aukning frá því sem áður var en forstjórinn segir að mat þeirra, sem starfa hjá stofnuninni, sé að meiri fjármuna sé þörf og eftir þeim hafi verið kallað. Í dag starfa um 20 manns hjá Samkeppnis- eftirlitinu, flestir sérfræðingar á sviði lögfræði og viðskipta- og hagfræði, en einnig er töluvert um að stofnunin leiti utanað- komandi sérfræðiráðgjafar. Liður í því er að efla tengslin við háskóla og fræðasamfélagið. Páll Gunnar segir að mikilvægt sé að leita út fyrir veggi stofnunarinnar í þessu skyni. Oft þurfi starfsmenn að setja sig inn í hin flóknustu mál, sem geta lotið að fræðilegum eða tæknilegum atriðum, og því sé mikilvægt að vera í góðu sambandi við utanaðkomandi ráðgjafa. Aðspurður segir Páll Gunnar að þótt stofnunin hafi eflst sé því ekki að leyna að hjá svona lítilli stofnun geti almenn verk- efni raskast þegar mjög stór mál koma upp. „Það hefur t.d. mikil áhrif á starfsemina ef upp koma sam- runamál sem þarfnast mikillar skoðunar. Þau eru þess eðlis að það þarf að afgreiða þau á tiltölulega skömmum tíma. Til þess höfum við lögbundna fresti og ef við höldum þá ekki tapast möguleikar okkar á aðgerðum. Við höfum einn mánuð til að ákveða hvort rannsaka eigi mál frekar og ef niðurstaðan er að halda rannsókn áfram höfum við þrjá mánuði til viðbótar til að ljúka þeirri vinnu. Alls eru þetta fjórir mánuðir en það er mjög skammur tími þegar um mjög flókin mál er að ræða. Við höfum öðru hverju lent í því að þurfa að ýta verkefnum til hliðar um tíma vegna slíkra mála. Samt reynum við í okkar verkskipulagi að takmarka hættuna á því að staða sem þessi komi upp.“ Ólögmætt samráð er meðal alvarlegustu efna- hagsbrota sem hægt er að fremja – Hvað með valdheimildir Samkeppniseftirlitsins, eru þær fullnægjandi og nógu skýrar að þínu mati? „Samkeppnislögin eru býsna skýr hvað þetta varðar. Mark- miðin eru skýr sem og þær heimildir sem við höfum. Okkur er bæði ætlað að hafa eftirlit með samkeppnismarkaðnum eins og hann er á hverjum tíma sem og að vera ráðgefandi gagnvart stjórnvöldum og veita þeim aðhald. Hvað varðar samkeppnis- markaðinn þá er hlutverk okkar aðallega þríþætt. Við höfum eftirlit með banni við ólögmætu samráði, sem er hvað þekkt- asti brotaflokkurinn og sá allra alvarlegasti. Í öðru lagi eftirlit með misnotkun á markaðsráðandi stöðu og í þriðja lagi er það samrunaeftirlitið sem er stór þáttur í okkar starfi,“ segir Páll Gunnar, en að hans sögn eru íslensku samkeppnislögin mjög lík því sem tíðkast í nágrannalöndunum enda byggja þau að miklu leyti á Evrópurétti. „Hitt er það að samkeppnislögin þurfa að vera í stöðugri endurskoðun og við sem hér störfum höfum oft og iðulega vakið athygli á ýmsu sem orðið gæti til að styrkja lögin. Það er t.d. ýmislegt í samrunaákvæðum laganna sem þörf er á að fara yfir. Einnig þarf að efla rannsóknarheimildir Samkeppniseftirlitsins. Við höfum einnig vakið athygli á því að til þess að við getum beitt okkur fyrir skipulagsbreytingum í fyrirtækjum þá þarf að staðreyna brot. Við höfum ekki heimildir til að beita okkur fyrir skipulagsbreytingum hjá markaðsráðandi fyrirtækjum sem eru orðin svo stór að þau eru farin að hamla samkeppni þótt brot hafi ekki sannast. Bretar eru með slík heimildarákvæði í sínum S A M K E P P N I S M Á L „Stjórnendur fyrirtækja og aðrir einstaklingar sem taka þátt í brotum á samkeppnislögum eiga nú yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi.“ Forstjóri Samkeppniseftirlitsins: 1. Sektargreiðslur nema hærri upphæð en kostnaður við eftirlitið. 2. Ólögmætt samráð er meðal alvarlegustu efnahags- brota sem hægt er að fremja. Viðurlögin geta verið allt að 6 ára fangelsi. 3. Húsleitarúrræði eru frekar sjaldgæf. 4. Samruna- og sameiningarmál geta verið ákaflega flókin. 5. Nauðsynlegt er að veita stjórnvöldum aðhald. 6. Ábendingum frá almenningi hefur fjölgað verulega.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.