Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2007, Page 60

Frjáls verslun - 01.08.2007, Page 60
60 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 7 Og starfsemi Glitnis í Noregi verður frá áramótum - þegar Albatrosinn er lentur - undir einni stjórn með einum yfirmanni í landinu. Það er Morten Björnsen. Og Albatrosinum er ekki ætlað að synda hingað og þangað í reiðileysi um höfnina í Ósló. Frá næsta hausti - það er haustinu 2008 - kjagar hann á land á Tjuvholmen, nýju hverfi skrifstofa og lúxusíbúða við vestanverða höfnina. Eitt fyrirtæki á einum stað í einu húsi undir einni stjórn með einn forstjóra. Þetta var kjarninn í boðskapnum til fjárfesta á markaðsdeginum á Hotel Continental í Ósló. Þetta nýja hverfi er landfræðilegt framhald af Akersbryggju, þar sem svo ágætir menn sem Kjell Inge Rökke hafa skrifstofur. Þarna á vesturbryggjunum við höfnina í Ósló er fjármálahverfi alls Noregs í mótun. Erfið ákvörðun Og flutningur til Tjuvholmen verður ekki átakalaus. BN-bank, sem er stærsti bitinn á borði Glitnismanna í Noregi, á í raun og veru heima í Þrándheimi. Bæjarstjórn þar hefur barist fyrir því að bankinn haldi áfram að eiga heima þar. Bjarni Ármannsson varð einu sinni að fara til Þrándheims gagngert til að sannfæra heimamenn um að hann ætlaði ekki að flytja „einu fjármála- stofnun bæjarins“ burt og til Óslóar. Morten Björnsen segir að það verði heldur ekki gert. Deild fasteignalána í Glitnir Bank verði áfram með höfuðstöðvar í Þrándheimi – en yfirstjórnin fer til Óslóar. Það fer í reynd eins og Þrándheimsbúar óttuðust þegar erlendir fjárfestar tóku að ásælast gömlu bankana sem voru í bænum. Fokusbanken lenti á hendi Dana og BN-bank verður nú borinn úr bænum á skildi íslensku víkinganna! Upp um minnst fjögur sæti Og hver er metnaður Lárusar og Mortens fyrir hönd Glitnis í Noregi? Bankinn á að komast í röð fimm stærstu í landinu á næstu þremur árum eða þar bil. Núna er Glitnir 8 til 9 stærsta fjármálafyrirtæki í Noregi. Ætlunin er að klifra upp um fjögur sæti og koma næst á eftir Den norske Bank, Nordea, Fokus- bank og Handelsbanken. Núna eru staðbundnar samsteyptur sparisjóða næstar á eftir stóru bönkunum en Glitnir ætlar að skjóta þeim öllum ref fyrir rass. Glitnismenn eiga brekku eftir áður en komið er í hóp fimm stærstu – og hún er brött. Eitt stærsta verkefnið er að kynna vörumerkið Glitnir fyrir Norðmönnum. Fáir vita hvað Glitnir er. Það stafar af því að eins og nú er háttað er Glitnir tæpast viðskiptabanki í Noregi og alls ekki almennur viðskiptabanki. Eiginlegar bankaafgreiðslur eru bara tvær og þær eru ekki áberandi og kúnnarnir eru ekki heldur áberandi. Þeir sem skipta við Glitni eru fjárfestar, kaupendur hlutabréfa, útgerðar- menn sem þurfa lán, kaupendur fasteigna og fiskeldismenn. Hinn venjulegi borgari hefur ekki viðskipti sín hjá Glitni, nema þeir sem fengið hafa húsnæðislán hjá BN-bank. Hlaupaskórnir Glitnir Þegar Morgen Björnsen hefur lokið kynningu sinni spyrjum við hann einmitt um þetta með kynninguna á vörumerkinu Glitni. Er það vandamál? Áberandi var hversu margir mættu á markaðsdag Glitnis. Það var húsfyllir.Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Björn Richard Johansen kynningastjóri Glitnis að baki Lárusi Welding. G L I T N I R Í N O R E G I
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.