Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Side 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Side 10
mörkum í fátækum löndum og notar viðmiðunina einn doliar á dag sem fátæktarmark. Fátæktarmörk byggjast þó ekki alfar- ið á tekjum. Þannig getur fjölskylda talist fátæk þó hún hafi nægar tekjur ef aðgangur að heilbrigðisþjónustu, menntun og vatni er af skornum skammti. Fátækt má greina í ýmsa flokka. Algjör fátækt er þegar fólk býr við algeran skort á því sem nauðsynlegt er til að viðhalda lífi og heilsu, svo sem góðu fæði, hreinu vatni, húsaskjóli, atvinnu °g öryggi. Þessi gerð fátæktar er mest til umfjöllunar á alþjóð- legum vettvangi. Hlutfallsleg fátækt er þegar skortur er á möguleikum og sjálfsvirðingu sem er talin eðlileg í því samfé- Iagi sem viðkomandi býr í. Þannig getur fólk t.d. haft vel til hnífs og skeiðar en lítinn sem engan aðgang að menntun eða heilsugæslu. Slíkt ójafnrétti innan tiltekins lands getur skap- að óstöðugleika og skipt samfélaginu í hópa. í þriðja lagi get- ur fátækt gengið að erfðum þegar börn erfa stöðu fátækra for- eldra og fátæktarhringnum er því viðhaldið. í fjórða lagi getur fátækt komið fyrirvaralaust í kjölfar jarðskjálfta, styrjalda, flóttamannaflutninga, þurrka, fellibylja og fleira þess háttar. Hópar fátækra Ymsir hópar eru viðkvæmari fyrir fátækt en aðrir. Þannig eru konur líklegri til að tilheyra hópum hinna fátæku, frumbyggj- ar í ýmsum löndum, svo sem indíánar í Bandaríkjunum, minnihlutahópar, flóttamenn og hælisleitendur, geðfatlaðir og fatlaðir, HlV-smitaðir og eldri borgarar og ungt fólk. í flestum löndum eru konur meirihluti hinna fátæku. Þannig eru 70% af 1,2 milljörðum fátæklinga í heiminum konur. í mörgum lönd- um hefur fjöldi fátækra kvenna aukist undanfarna tvo áratugi. Helmingi meiri líkur eru til að konur séu ólæsar en karlar og mun líklegra að þær þjáist af kvillum sem tengja má fátækt, svo sem járnskorti. Ýmsir þættir stuðla að ójöfnuði kynjanna á þessu sviði. Þó konur taki í auknum mæli þátt í atvinnulífinu eiga þær erfiðara með að finna vinnu og hafa 30-40% lægri laun en karlar. Þó þeim heimilum hafi fjölgað gífurlega þar sem konur búa einar með börnum sínum hafa samfélagslegir þættir breyst lítið og konur bera enn mesta ábyrgð á heimilis- störfunum. Á ári hverju fara um 100 milljónir ungs fólks út á vinnumark- aðinn og kemur sú tala til með að hækka á næstu áratugum þar sem meira en einn milljarður af fólksfjölda jarðarinnar er á aldrinum 15 til 25 ára. Því miður er atvinnuleysishlutfall hátt hjá þessum hópi eða 41% af 180 milljónum atvinnulausra um heim allan. I sumum Iöndum er vinna, sem tengist hern- aði, það eina sem ungir karlmenn fá að starfa við og kynlífs- iðnaður það eina sem ungum konum stendur til boða. Aldraðir er annar hópur sem er viðkvæmur fyrir fátækt. Marg- ir hafa ekki efni á að fara á eftirlaun. Um 40% þeirra sem eru 64 ára og eldri í Afríku og 25% í Asíu eru enn á vinnumarkaði, flestir starfa við landbúnað. Ým- islegt fleira, svo sem niðurskurður í heilbrigðis- kerfinu og félagslegri þjónustu í sumum Iöndum og eyðnifaraldurinn hefur dregið úr þeim úrræð- um sem eldra fólki standa til boða. Eyðnifarald- urinn hefur haft mikil áhrif í mörgum vanþróuð- um löndum og knúið eldra fólk til að sjá um veik munaðarlaus börn og barnabörn. Fátækt og heilsufar er tengt á fernan hátt. Lélegt heilsufar leiðir til fátæktar, fátækt leiðir til lélegrar heilsu. Góð heilsa tengist hins vegar háum tekjum og háar tekjur eru tengdar góðri heilsu. Léleg heilsa dregur úr framleiðslu og hæfileikanum til að vinna fyrir sér og fátækt eyk- ur líkurnar á að fá sjúkdóma sem draga úr tekju- möguleikum. Þegar fátækur einstaklingur verður veikur eða slasast líður öll fjölskyldan vegna tekjumissis og aukins kostnaðar við heilbrigðis- þjónustuna og sogast inn í áframhaldandi hringrás fátæktarinnar. A sama hátt eykur góð heilsa líkur á framleiðslu einstaklingsins og eflir ónæmiskerfið gegn sjúkdómum og skapar þannig aðstæður sem koma í veg fyrir fátækt eða hjálp- ar fólki að komast út úr fátæktinni. Mun Iíklegra er að þeir deyi sem búa við fátækt eða lágar tekjúr og búi við slæma heilsu. Þannig er fimm sinnum líklegra að þeir sem búa við sára fátækt nái ekki 5 ára aldri og tveimur og hálfu sinni Iíklegra að þeir deyi á aldursbilinu 15-59 ára heldur en þeir sem hærri tekjur hafa. Eyðni, malaría, berklar, vannæring og ýmsir sjúkdómar á meðgöngu hrjá hina fátæku og leiða í mörgum tilfellum til enn meiri fátæktar. Helstu vandamál sem tengjast fátækt Fátækt tengist aðstæðum sem mergsjúga fólk, gera það viðkvæmt fyrir sjúkdómum og hafa í för með sér litla framleiðni. Meðal helstu heilbrigð- isaðstæðna eru: Vannæring. Fólk, sem fær ekki nóg að borða og þá næringu sem það þarf til að varðveita heilsu sína, verður viðkvæmara fyrir veikindum og fá- tækt. Margar helstu iðnþjóðir heims glíma við offituvandamál þegna sinna en vannæring er að- alvandamál þegna þróunarlandanna. Um 49% af 10,7 milljónum árlegra dauðsfalla barna undir 5 Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.