Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Síða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Síða 11
GREIN Fátækt og heilsufar ára aldri í þróunarlöndunum eru tengd vannær- ingu. Fátækt fólk á oft í vandræðum með að fá nóg að borða til að varðveita heilsu sína. Skortur á hreinu vatni og hreinlæti. Fátækt fólk býr við heilsuspillandi aðstæður sem hafa áhrif á líf þess og heilsufar. Meira en milljarður manna í heiminum hefur ekki aðgang að hreinu drykkj- arvatni og meira en 2,4 milljarðar búa ekki við fullnægjandi hreinlætisaðstæður. Ofullnægjandi hreinlætisaðstæður leiða af sér smitsjúkdóma sem viðhalda fátæktargildrunni. Um 2 milljarðar barna deyja á ári hverju, eða 6.000 á degi hverj- um, úr slíkum smitsjúkdómum. Skortur á hreinu vatni veldur því sums staðar að konur þurfa að sækja vatn um langan veg og geta því ekki menntað sig vegna tímaskorts. Mennt- unarskortur, lítil framleiðsla og kostnaður við heilbrigðisþjónustuna viðhalda vítahring sjúk- dóma og fátæktar hjá milljörðum manna. Lélegur aðgangur að heilbrigðisþjónustu. Góð heilbrigðisþjónusta byggist ekki eingöngu á góðu aðgengi að þjónustunni heldur einnig á því að hvaða marki þjónustan sinnir þörfum þeirra sem hún á að sinna. Lélegur aðgangur að heilbrigðis- þjónustunni getur haft í för með sér barnsfæð- ingar sem ekki var gert ráð fyrir, óöruggar fóstur- eyðingar og smitun kynsjúkdóma, m.a. eyðni. Ó- fullnægjandi ungbarnaeftirlit og mæðravernd gera móður og barn berskjaldaðri fyrir ýmsum kvillum, svo sem vannæringu, vandamálum í fæðingunni, fæðingu fyrir tímann, fósturláti, smiti og dauða. Skortur á læknisþjónustu á öll- um stigum heilbrigðisþjónustunnar Ieiðir til út- breiðslu sjúkdóma, svo sem eyðni, berkla, malar- íu og annarra sjúkdóma. Eyðni, malaría og berklar hafa verið kallaðir sjúkdómar fátæktarinnar og herja á hina fátækustu í heiminum. Eyðni hefur gengið sem faraldur um stóran hluta heimsins á undanförnum áratug. A hverjum degi smitast 14.000 manns og um 3 milljónir látast á ári hverju, þar af er meira en helmingur undir 25 ára aldri. Fátækt er aðalástæða smitsins þar sem sumar stúlkur fá greitt fyrir kynmök til að hafa fyrir skólagjöldum eða til að hjálpa fjölskyldunni fjárhagslega. I sumum löndum á eyðimerkur- svæðum Afríku er um 35% mannfjöldans smitaður og flest dauðsföll eru af völdum eyðni. Eyðnifaraldurinn eykst einnig óðfluga í Mið-Asíu og Austur-Evrópu. Þar sem eyðnifaraldur- inn eykst eru vandamenn, sem þurfa að ala önn fyrir sjúkling- um og jafnvel börnum þeirra, í enn meiri hættu að falla í fá- tæktargildruna. Rannsóknir í Búrkína Faso í Rúanda og Ug- anda hafa bent til að eyðnifaraldurinn muni fjölga þeim sem búa við sára fátækt úr 45% árið 2000 í 51% árið 2015. Malaria f Afríku er litið á malaríu sem sjúkdóm fátæktarinnar og eina af aðalástæðum fátæktar. Malaría veldur miklum þjáningum og dauðsföllum og börn, sem lifa af sjúkdóminn, þjást af heilaskaða sem útilokar þau frá frekari skólagöngu og leiðir þar af leiðandi til fátæktar. Þar sem lyf verka æ verr gegn malaríu og moskítóflugurnar verða sífellt ónæmari fyrir skor- dýraeitri er líklegt að malaría verði jafnvel enn alvarlegri ógn við mannkynið í framtíðinni og Ieiði til aukinnar fátæktar. Berklar Á ári hverju smitast 100 milljónir manna af berklum og af þeim þróa 8 milljónir virka berkla. Á ári hverju látast tvær milljónir manna af völdum berkla, margir þeirra á besta starfs- aldri. Berklavandamálið í heiminum f dag er flókið vegna tíðra fólksflutninga og lélegra berklavarna og -meðferðar. Berklar eru sjúkdómur fátæktarinnar sem hneppir fátækasta fólk heimsins í fátæktar- og sjúkdómagildru. Geðheilsa og fátækt Rannsóknir hafa sýnt mikla fylgni milli geðsjúkdóma og fá- tæktar. Lélegri geðheilsu fylgir lítil menntun, lágar tekjur, skortur efnislegra gæða, atvinnuleysi og lélegur húsakostur. Eiturlyfjaneytendur, götubörn, flóttamenn og eyðnismitaðir eru í áhættuhópi þeirra sem þjást af völdum fátæktar og geð- röskunar. Geðrænir örðugleikar eru dæmi um tengsl sjúkdóma og fátæktar. Fátækt getur haft í för með sér lélega geðheilsu og léleg geðheilsa hefur efnahagsleg áhrif: Kostnaður samfélagsins við lélega geðheilsu * Otímabær dauði, margir fyrirfara sér. * Fólk, sem glírnir við geðsjúkdóma, á oft erfitt með að vera á vinnumarkaði. * Aðrir þurfa að sjá um þá sem eiga við geðröskun að glíma og kostar það tíma og peninga. * Bein og óbein fjárhagsleg byrði fyrir aðstandendur. * Atvinnuleysi, glæpir, stimplun og firring ungs fólks þar sem ekki var tekist á við geðræn vandamál þeirra á unga aldri svo það gæti nýtt sér menntun sína til fullnustu. * Kostnaður vegna slysa sem fólk með geðröskun hefur valdið. Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.