Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Page 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Page 22
Valgerður Katrín Jónsdóttir 20 Guörún Marteinsson Frjór og skemmtilegur frumkvööull Guðrún Marteinsson tekur við nafnbótinni heiðursfélagi Félags islenskra hjúkrunar- fræðinga. Guðrún Marteinsson var kjörin heiðursfélagi Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga á fulltrúaþingi sl. vor. Ritstjóri Tímarits hjúkrunarfrœðinga sótti Guörúnu heim m.a. af því tilefni þó ýmsir hefðu áður bent á mikilvægi þess að eiga við hana viðtal. Guðrún býður upp á kaffi og kökur, m.a. eina sem hún segist hafa bakað sjálf, uppskriftin sé frá Astralíu og hún gefi hana alls ekki frá sér! Þeir sem þekkja hana vel, svo sem Elísabet Ingólfsdóttir, fyrrum hjúkrunar- forstjóri gamla Borgarspítalans, segir hana þó aldrei baka en ósjaldan hringi hún til hennar og bjóði í nýbakaðar kök- ur. „Það er auövelt að hlæja með Guðrúnu," segir vinkona hennar Elísabet en vinskapur þeirra hefur staðið í hálfa öld og aldrei slitnað þó Guörún hafi farið til náms og starfa í Bandaríkjunum og vlðar. Guðrún er fædd í Boston og bjó í Bandaríkjunum ásamt for- eldrum sínum þar til hún var 11 ára, þá fluttust þau til Islands þar sem faðir hennar, Guðmundur Marteinsson, sem var lærður rafmagnsverkfræðingur, fékk vinnu hér á landi. „Hann var líka mikill skógræktarmaður, ferðaðist um allt land og kenndi unglingum að gróðursetja, hann var einstakur maður, hann ræktaði lfka heilmikið í Heiðmörkinni og þar er nú steinn til minningar um hann og tvo vini hans aðra sem einnig voru miklir skógræktarmenn, þá Hákon Bjarnason og Einar Sæmundsen. Elísabet segir um vinkonu sína að faðir hennar hafi verið glaðsinna og mikið ljúfmenni og Guð- rún því ekki átt langt að sækja glaðlyndi og góða kímnigáfu. Það var mikið músíklíf á bernsku- heimili hennar, faðir hennar var mikill söngmað- ur, var m.a. í Stúdentakórnum og formaður hans um árabil. Foreldrar hennar hafi bæði verið mik- ið ágætisfólk, gestrisin og höfðingleg. Guðrún sé einnig mikill höfðingi heim að sækja og hún hafi mikið yndi af að hafa fólk í kringum sig, sé mik- ill gestgjafi. „Guðrún er mjög gestrisin og velvilj- uð kona sem hefur mikla ánægju af því að greiða götu fólks,“ segir Elísabet. Guðrún lauk námi frá Hjúkrunarskóla Islands 1952. Þegar Guðrún átti eftir 6 mánuði af skól- anum eignaðist hún einkadótturina, Katrínu. I þá daga fengu stúlkur, sem áttu börn í skólan- um, ekki að halda áfram námi. „En ég var sú fyrsta sem fékk undanþágu frá því, suðaði svo mikið í Guði!“ Arið 1952 fór Guðrún í framhaldsnám til Banda- ríkjanna og vann um tíma við barnahjúkrun við Union Memorial sjúkrahúsið í Baltimore. „Eg var einn vetur í norðurhluta New York eftir veru mína í Baltimore og þar giftist ég manninum mínurn, Joseph W. O'Leary, en hann var vegaverkfræðing- ur hjá Arizona Highway. Við áttum saman 12 ynd- isleg ár. Einn daginn, þegar ég kom heim úr vinn- unni, voru lyrir utan heimili mitt tveir strákar sem biður eftir mér á bíl. Þeir sögðu mér að einn sjúk- lingurinn minn, pabbi þeirra, sem hafði skömmu áður dáið í höndunum á mér, hefði gelið mér bíl- inn! Við ákváðum þá hjónin að kaupa okkur lítið hús og tengdum það aftan í bílinn og svo fórum við í 6 mánaða ferðalag um Bandaríkin og enduðum í Arizona en þar bjuggum við í 6 ár. Þar fékk ég vinnu við Veterans Administration sjúkrahúsið í Tucson í Arizona og var þar næstu fimm árin eða frá 1961-1966. Dóttir mín varð eftir á íslandi hjá mömmu og pabba, við hittumst alltaf með reglu- legu millibili næstu árin. Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.