Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Síða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Síða 31
Fréttamolar... og ónæði með athæfi sínu. En þegar kemur að útleigu gilda reglur urn hvað má leigja sem íbúð- arhúsnæði. Berist kvörtun er það okkar heilbrigðisfulltrúa að skera úr um hvort húsnæðið telst heilsuspillandi eða ekki og grípa til viðeigandi aðgerða. Oftast er um að ræða að við gerum skýrslu sem leigutaki getur nýtt sér til að knýja leigusala til úrbóta. Einnig getur umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur sett leigubann á húsnæðið og má þá ekki leigja húsnæðið út fyrr en lagfæringar hafa farið fram og leigubanninu verið aflétt. I flestum málum, þar sem talið er að einstaklingurinn þurfi aðstoð samfélagsins vegna veikinda eða annarra erfiðleika, er viðeigandi aðilum gert við- vart. Reynt er að gera þetta í samvinnu við við- komandi ef því verður við komið. Elelstu sam- starfsaðilar okkar í þessum málum, fyrir utan þau úrræði sem við höfum innan Umhverfis- og heilbrigðisstofu, er Félagsþjónustan í Reykjavík, yfirlæknir heilsugæslunnar í Reykjavík, forvarna- deild slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Lög- reglan í Reykjavík. Nefna má að árin 2000-2003 fórum við í 60-90 ferðir árlega vegna Iélegs íbúð- arhúsnæðis og þurftum í nokkur skipti að dæma húsnæði óíbúðarhæft. Heilablóðfall Háþrýstingur ...hvað er til ráða Hjartavernd hefur látið gefa út bækling um há- þrýsting og heilablóðfall en háþrýstingur er einn aöaláhættuþáttur hjarta-og æðasjúkdóma. Há- þrýstingur og heilablóðfall tengjast náið. Há- þrýstingur eykur verulega hættuna á að fá heila- blóðfall og er oft einkennalítill. Mæling á blóð- þrýstingi er mikilvæg og nauðsynlegt er að taka því alvarlega ef hann mælist of hár. í bæklingnum er m.a. sagt frá niðurstöðum úr rannsókn Landspítala- háskólasjúkrahúss á tíðni heilablóðfalls. Sagt er frá flokkun heilablóð- falls, byrjunareinkennum, meöferð, afleiöingum og áhættuþáttum. Há- þrýstingur er skilgreindur og greint er frá þróun a meðferð hérlendis út frá niðurstööum úr hóprannsókn Hjartaverndar. Þá er sagt frá lyfja- meðferð við háþrýstingi. Nýtt uppsláttarrit um MS-sjúkdóminn Dictionary of Multiple Sclerosis nefnist rit sem er nýkomið út. Ritinu er ætlað að veita rannsakend- um og hjúkrunarfræöingum, sem og sjúklingum og aðstandendum þeirra greinargóðar upplýsing- ar um helstu hugtök sem snerta sjúkdóminn. í rit- inu er 600 hugtök skilgreind og vitnað í 844 um- sagnir um sjúkdóminn. Ritið er 272 blaðsíður, gefið út af Serano Symposia International Foundation og dreift af Taylor and Francis Med- ical Books. í þessu eftirliti sjáum við eymd sem okkur grun- aði ekki að væri fyrir hendi þegar við störfuðum sem hjúkrunarfræðingar á bráðadeildum sjúkra- húsanna. Vissulega sáum við oft sjúklinga sem báru með sér að búa við erfiðar aðstæður. Hins vegar var sjúklingurinn ekki lengur f sínu dag- lega umhverfi þegar hann var kominn inn fyrir 1 veggi sjúkrahússins. Hann var baðaður, settur í hrein föt, gefið að borða o.s.frv. Hvað gerðist eft- ir að hann var talinn Iæknaður og útskrifaður vissum við ekki um. I ljósi ofangreinds teljum við fullvíst að fátækt sé til á Islandi, hverju sem um er að kenna. Það er ljóst að við sem hjúkrunarfræðingar þurfum að vera mjög vakandi fyrir því til hvaða aðstæðna sjúklingar eru útskrifaðir af spítalanum. Einnig verðum við alltaf að hafa í huga þá skyldu hjúkr- unarfræðinga samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002 að tilkynna barnaverndaryfirvöldum ef við teljum að barni sé hætt að einhverju leyti. Handbók frá ICN fyrir þá sem vilja stunda sjálfstæö- an atvinnurekstur Alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga, ICN, hafa gefið út handbók fyrir hjúkrunarfræðinga sem hafa hug á að stunda sjálfstæðan atvinnurekst- ur. Þörfin fyrir dýra heilbrigðisþjónustu hefur aukist á undanförnum árum og segir Judith Oulton, framkvæmdastjóri ICN, að mikilvægt sé fyrir hjúkrunarfræöinga að takast á viö ný tækifæri og halda áfram að búa til ný hlutverk og störf fyrir hjúkrunarfræðinga innan heilbrigðis- þjónustunnar þar sem lögð er áhersla á gæðaumönnun. Sjá www.icn.ch. Utskrifaöar úr hjúkrunarfræðideild Háskóla Islands og heiti lokaritgerðar. BS-útskrift febrúar 2004 Ásdís Margrét Finnbogadóttir: Von sjúklinga með krabbamein. Forpróf- un á spurningalista. Henný Hraunfjörð (Henný Hugadóttir): Kynfræðsla unglingspilta. Inga Steinþóra Guðbjartsdóttir: Nýting hjúkrunarfræðinga á rann- sóknaniðurstöðum í starfi. Fræðileg úttekt. María Rebekka Þórisdóttir: Kynfræðsla unglingspilta. Sigrún Stefánsdóttir: Heilsa í háloftunum. Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.