Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Page 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Page 32
Minnisblað til hjúkrunarfræðinga Veist þú hver er trúnaðarmaður á þínu sviði, deild eða vinnustað? Veist þú hver slóðin er á vefsvæði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, netfangið og síminn á skrifstofu félagsins á Suðurlandsbraut 22? Veist þú hver veikindaréttur þinn er? Styrktarsjóður BHM er ígildi sjúkrasjóðs fyrir starfsmenn hjá ríki og sambærilegum stofnunum, svo sem sjálfseignarstofnunum. Hefur þú kynnt þér reglugerð og hugsan- lega styrki úr styrktarsjóði BHM? Sjúkrasjóður BHM er fyrir starfsmenn sem starfa á almennum markaði. Hefur þú kynnt þér reglugerð og hugsanlega styrki úr sjúkrasjóði BHM? Hefur þú sótt um orlofsstyrk hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga? Veist þú hvernig hægt er að ávinna sér námsleyfi samkvæmt kjarasamningum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga? Hefur þú sótt um dvöl í orlofshúsum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga? Hvað átt þú rétt á löngu sumar- og vetrarleyfi á þessu ári eða næsta? Hefur þú kynnt þér siðareglur hjúkrunarfræðinga? Hefur þú fengið yfirlit yfir skil á greiðslum þínum í lífeyrissjóð? Nýtir þú rétt þinn til hámarksiðgjaldagreiðslna í lífeyrissjóð? Hefur þú gengið frá skriflegum ráðningarsamningi? Hefur þú kynnt þér ný lög um fæðingarorlof? Færðu frítökurétt? Fékkst þú greitt úr vísindasjóði á árinu? Hefur þú sótt um framlag úr starfsmenntunarsjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga? Hefur þú kynnt þér starfið í þeirri fagdeild/svæðisdeild sem þú tilheyrir? Veist þú að B-hluti vísindasjóðs styrkir hjúkrunarfræðinga sem vinna að rannsóknar- verkefnum? Veist þú að hægt er að kaupa á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga minn- ingarkort úr minningarsjóðum félagsins? Minningarsjóðirnir styrkja m.a. hjúkrunar- fræðinga í framhaldsnámi.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.