Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Page 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Page 40
sjónarhorni hjúkrunar sem starfsmiðaðrar fræðigreinar er þróun þekkingar og sérhæfing á tilteknu sérsviði hjúkrunar grundvallarat- riði. Því má leiða líkur að því að til að styrkja hjúkrun sem starfsmiðaða fræðigrein beri að leggja alla áherslu á að hlúa að vexti og viðgangi sérfræðinga í hjúkrun, „nurse practitioners" hlutverkið styrki hins vegar lijúkrunarfræðinga í að vinna á forsendum lækn- isfræðinnar. Flestir „nurse practitioners“ ávísa og stjórna Iyfjagjöf- um, skima eftir sjúkdómum, ákvarða læknisfræðilegar rannsóknir og vinna þannig störf sem lengstum hafa eingöngu verið á höndum lækna. Þannig stuðli „nurse practitioners“ að góðri heilbrigðisþjón- ustu fyrst og fremst á forsendum læknisfræðinnar. Samanburður á hagkvæmni og ánægju með störf lækna og „nurse practitioners" hefur verið talinn mikilvægur. Þessi samanburöur er bandarískum „nurse practitioners“ yfirleitt hagstæður. Hagkvæm heilbrigðisþjónusta er að sjálfsögu mikilvæg en engu að síður vakna upp ýmsar spurningar. Forsenda þessa samanburðar er að „nurse practitioners" veiti þjónustu sem kemur í staðinn fyrir læknisþjón- ustu. I þessu sambandi þarf að skoða aðstæður á Islandi. Er nauð- synlegt að mennta hjúkrunarfræðinga til að koma í stað lækna eða sem staðgengla þeirra? Er læknaskortur vandamál á Islandi? Er skortur á hjúkrunarfræöingum og hjúkrunarþjónustu á Isiandi? Þörf fólks fyrir hjúl<run er augljóslega fyrir hendi og skortur á hjúkrunar- fræðingum til starfa er mikill og vaxandi, ekki aðeins á íslandi held- ur víða í hinum vestræna heimi. Sú spurning er líka áleitin hvers vegna hjúkrunarfræðingar sækjast eftir að vinna sem eins konar „næstum“ læknar í stað þess að styrkja þekkingargrunn sinn í hjúkr- unarfræði og ella sig á einhverju hinna ljöimörgu starfssviða hjúkr- unar. Noldcuð ljóst er að ein af skýringunum er sú að „nurse practi- tioners" eru sjálfstæðari í störfum en ýmsir hjúkrunarfræðingar. Hins vegar er ljóst að svigrúm „nurse practitioners" til sjálfstæðrar starfsemi er ekki meira en annarra hjúkrunarfræðinga með fram- haldsnám í hjúkrunarfræði. Með framhaldsnámi kemur sérhæfð þekking og færni sem skapar möguleika til sjálfstæðis í starfi. Niðurstaða: Þörf á eða löngun til að taka upp störf „nurse practit- ioners“ í íslenska heilbrigðiskerfinu hefur verið til umræðu á íslandi um nokkurn tíma. Ég dreg þá ályktun að þörfin sé ekki veruleg og að önnur haldbær rök fyrir að taka upp slík störf séu lítil. Eg tel einnig óvarlegt að yfirfæra reynslu annarra þjóða án miklu ýtarlegri ígrundunar en fram til þessa hefur farið l'ram. Heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna er í slíkri úlfakreppu að ástæða er til að fara að með mikilli gát þegar það kerfi á í hlut. Ekki er einungis ástæða til að skoða þarfir fyrir þjónustuna heldur er líka mikilvægt að huga að þeim hagsmunum og hagsmunaaðilum sem í hlut eiga. Einnig skal nefna að nú hefur orðið til nám og starf sem felur í sér blöndu af „nurse practitioner" og „clinical nurse specialist" sem ástæða er til að skoða. Samfélagslegar skyldur hjúkrunarfræðinga við að endurbæta og efla frekar hjúkrunarþjónustu í landinu og á alþjóðavísu eru mikl- ar og ber að fagna öllum aðgerðum þar að lútandi. Mér er hugleiknast hvernig efla má heilbrigðisþjón- ustuna með því að renna tryggari stoðum undir hjúkrunina á hennar eigin forsendum. Benda má á að ýmsar ógnir sem steðja að heilsufari Islendinga og fjallað er um í nýrri skýrslu Fagráðs landlæknis- embættisins um heilsueflingu (2003) verða ekki leystar með sjúkdómsmiðuðum meðferðarúrræðum. Hins vegar hefur heildræn sýn hjúkrunar á mann- eskjuna sem sálfélagslega ekki síður en líkamlega veru, sem hefur áhrif á og er undir áhrifum af um- hverfi sínu, veigamiklu hlutverki að gegna við þess- ar aðstæður. Sjálfstæði hjúkrunar og sjálfstæði hjúkrunarfræðinga við störf hefur vaxið á undan- förnum árum. Hjúkrunarfræðingar skipuleggja og veita í vaxandi mæli sjálfstæða meðferð. Starfsemi göngudeilda á Landspítala-háskólasjúkrahúsi er eitt af mörgum dæmum um það. A undanförnum árum hafa íslenskir hjúkrunarfræð- ingar tekið mörg mikilvæg skref til að efla hjúkrun- arþjónustu í Iandinu. Eitt af því er fjölgun sérfræð- inga í hjúkrun. Þessir hjúkrunarfræðingar hafa sótt sér framhaldsmenntun erlendis, og á síðustu árum einnig hérlendis, fengið viðurkenningu heilbrigðis- yfirvalda á sérfræðingsstarfsheitinu auk þess sem til hafa orðið stöður fyrir sérfræðinga í hjúkrun á nokkrum heilbrigðisstofnunum. Hjúkrunarfræðing- ar með meistaragráðu og sérhæfingu á tilteknu sér- sviði hjúkrunar vinna á forsendum hjúkrunar sem starfsmiðaðrar fræðigreinar við að sinna flóknum og yfirgripsmiklum heilsufarsvanda skjólstæðinga sinna í bland við einfaldari viðfangsefni. Vísbend- ingar eru um að störf þessara hjúkrunarfræðinga skili veigamiklum árangri, en það þarfnast að sjálf- sögðu rannsókna í tímans rás. Ég legg til að íslenskir hjúkrunarfræðingar samein- ist um að efla sérfræðinga í hjúkrun á forsendum hjúkrunarinnar sjálfrar. Þannig tel ég að starfsmið- uð fræðigrein hjúkrunar eflist best og fullnægi sam- félagslegum skyldum sínum á áhrifaríkastan hátt. Heimildir Fagráö Landlæknisembaettisins um heilsueflingu: Þorgerður Ragnars- dóttir, Álfheiöur Steinþórsdóttir, Erla Kolbrún Svavarsdóttir, Jó- hann Ágúst Sigurðsson, Laufey Steingrimsdóttir, Pétur Pétursson, Sigríöur A. Pálmadóttir, Svandis Siguröardóttir og Þorsteinn Njálsson (2003). Áherslur til heilsueflingar. Reykjavik: Landlæknis- embættiö. Hanna, D.L. (2000). The primary care nurse practitioner. í A.B. Hamric, J.A. Spross og C.M. Hanson (ritstj.), Advanced nursing practice (2. útg.) (bls. 407-425). W.B. Saunders Comp.: Philadelphia, Pennsyl- vania, USA. Timarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.