Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Side 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Side 41
Litið um öxl Minningar frá hjúkrunarnematímanum / marshefti timaritsins okkar skrifaði ég smápistil um nemaárin. Enn vil ég líta um öxl og bœta þar nokkru við. Liður í námi okkar var sem fyrr segir að fara í 1/2 árs dvöl á sjúkrahús úti á landsbyggðinni og valdi ég Sjúkrahús Vestmannaeyja. Ég hafði lokið mínum nema- tíma við Kleppsspitalann að hausti til og fór þaðan beint til Vestmannaeyja. Er skemmst frá þvi að segja aö fram undan var bæði lærdómstími og afar litrikur tími. Ég haföi aldrei til Eyja komið fyrr og fannst forvitnilegt að fá tækifæri til að kynnast eyjaskeggjum og lífsháttum þeirra. Þetta var því mjög spennandi fyrir mig, bæði inn- an sjúkrahúsveggjanna og utan og ógleymanlegur tími. Á þessum tíma var aöeins einn hjúkrunarfræöingur starfandi við sjúkrahúsið ásamt þremur hjúkrunarnem- um sem skipt var út með vissu millibili. Einn læknir var þar í starfi auk annars starfsliðs. Áður en dvöl minni lauk höföu tveir erlendir hjúkrunarfræðingar bæst í hópinn. Hjúkrunarnemarnir Ragnhildur Jórun Þórðardóttir, Guðrún Guðnadóttir og Emilia Guðjónsdóttir. Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum. Á sjúkrahúsinu höfðum við einnig sængurkonur sem Ijósmóðir annaðist aö hluta meö okkur. Minnisstætt er mér þeg- ar ein konan fékk fæð- ingarkrampa, læknirinn kom á vettvang og við tókum hana, bæöi stóra og þunga, upp á börur og þurftum aö bera hana milli hæða því engin var lyftan. Fékk hún viðeigandi meöferð á skurð- stofugangi svo að allt fór vel, bæöi hjá henni og mannvæniegum syni sem hún fæddi svo síðar. Þetta væri nú ekki í frásögur færandi ef ekki væri smá viðauki við frásögnina. En rúmum 20 árum síöar var ég dag nokkurn við vinnu mína og við hlið mér stóð ungur læknanemi sem ég tók tali. Eftir greið svör hans viö spurningum mínum um ætt hans og uppruna uppdagaði ég að þarna var kominn sveininn ungi sem áður er nefndur. Skemmtileg tilviljun og óvænt ánægja að fá þarna framhald á atburðarásinni frá löngu liðnum tíma. Áður en ég kveð minningarnar frá Vestmannaeyjum verð ég að bæta því við að okkur á sjúkrahúsinu „fæddust" þríburar og þar sem okkur nemunum var ekkert óviðkomandi á þessum vettvangi héldum viö þeim undir skírn og þótti ekkert sjálf- sagðara. Voru þetta 3 stúlkur, og sú sem ég hélt á var látin heita Guö- rún og var það hugmynd margra að hún héti í höfuðið á mér, en auö- vitað var þaö eins og hver önnur skemmtileg tilviljun. Oft hef ég síðan hugsað til hennar nöfnu minnar og gaman væri að fá tækifæri til að hitta hana eins og unga læknanemann sem áður er getið. Já, margs er aö minnast frá þessum skemmtilegu og viöburöaríku tím- um. Við nemarnir vorum lítill, samheldinn hópur sem brallaöi margt. Við klifum Heimaklett og príluðum um stokka og steina, fórum í eyjasigl- ingu eða bara sátum og saumuðum út í frístundunum. Mig minnir að bíósýningar hafi aðeins verið á sunnudögum og svo fór- um við auövitaö á einn og einn dansleik í Höllinni. Okkur nemunum var við þessar aðstæöur bókstaflega ekkert óviökomandi. Við önnuðumst sjúklingana á tveim hæðum, aðstoðuðum á skurðstofu og skiptistofu sem oft var þétt setin af fólki sem þurfti margs konar aðstoð. Við skoðuðum alls konar sýni á svokallaðri rannsóknar- stofu sem annars var ómönnuö. Við gengum allar vakt- ir, einar um nætur og þjónuðum bæði „landinu og mið- unum" því sjómenn komu oft og einatt inn í ýmiss kon- ar ástandi, bæöi veikir og slasaðir, fyrir utan bæjarbúa sem aö sjálfsögðu sóttu þjónustu til okkar. Gefur auga leið aö okkur nemunum var oft fullmikill vandi á hönd- um við slikar aðstæður en markmiðiö var að gera sitt besta og ekki vantaöi áhugann og vinnugleðina. Jólin og áramótin liðu eins og Ijúfur draumur með tilheyrandi hátíöa- blæ og stórfenglegum álfabrennum. Síöan hófst vertíöin með öllu sínu lífi og fjöri og bærinn breytti um svip. Það var áhugavert fyrir land- krabba eins og mig aö kynnast slíku. En mitt í þessu öllu var komið að kveðjustund og heim skyldi halda til höfuðstöðvanna á ný. Og þó aö gaman væri aö stækka sjóndeildar- hringinn og flakka milli stofnana var einnig ágætt að koma aftur heim, reynslunni ríkari og hittast á ný inni á heimavist skólans í nýju og vist- legu skólahúsi þar sem aðstæöur voru betri en við höfðum áður notiö og fram undan var lokasprettur námsins og útskrift í augsýn. Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.