Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Side 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Side 42
Valgerður Katrín Jónsdóttir Að rannsaka heilbrigði aldraðra Umfangsmesta faraldursfræðilega hóprannsókn, sem fram- kvæmd hefur verið á íslandi, er öldrunarrannsókn Hjarta- verndar. Oldrunarrannsókn Hjartaverndar er samstarfsverkefni Hjarta- verndar og Oldrunarstofnunar bandaríska heilbrigðisráðuneyt- isins og hafa fleiri stofnanir bæst við eftir að rannsóknin hófst, svo sem Augnstofnun, Heyrnarstofnun og Hjarta- og lungna- stofnun bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. Rannsóknin er framhald af hóprannsókn Hjartaverndar sem staðið hefur í 35 ár. Formanni Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Elsu B. Frið- finnsdóttur, og ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga, Valgerði Katrínu Jónsdóttur, var boðið að skoða húsakynni Hjartavernd- ar og kynna sér rannsóknina. Á fundi með dr. Vilmundi Guðna- syni, forstöðulækni Hjartaverndar, og Ástrósu Sverrisdóttur, fræðslufulltrúa, kom fram að hóprannsóknin hófst árið 1967 en tilgangur hennar var að finna áhættuþætti hjarta- og æðasjúk- dóma hérlendis svo unnt væri að beita árangursríkum forvörn- um á þessu sviði. Nýjasti áfangi hóprannsóknarinnar er öldrun- arrannsókn Hjartaverndar. í Kópavoginum. Vilmundur segir rannsóknina vera stærstu og ýtarlegustu faraldursfræðirann- sókn sem gerð er í heiminum um þessar mund- ir. Nú starfa um 110 starfsmenn við Hjartavernd með einum eða öðrum hætti. Eru það hjúkrunar- fræðingar, læknar, sjúkraliðar, viðskiptafræðing- ar, geislafræðingar, sálfræðingar og fleiri. Sjötta áfanga hóprannsóknarinnar lauk árið 1997 og höfðu þá um 30.000 íslendingar verið skoðaðir undanfarin 30 ár. Vilmundur sýndi húsakynnin og segir mynd- greiningardeild af fullkomnustu gerð hafa verið setta upp til að vinna úr gögnum rannsóknarinn- ar, rannsóknarstofan hefur verið stækkuð og komið upp aðstöðu til að framkvæma sérhæfðar mælingar. Oll gögn eru geymd á rafrænu formi og keypt var ofurtölva til að vinna úr gögnum rannsóknarinnar og er hún og úrvinnsluaðstaðan meðal þess öflugasta í Evrópu á þessu sviði. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna heilbrigði aldraðra og er ætlunin að skoða 8-10 þúsund einstaklinga á 4-5 árum. Þátttakendur hafa allir tekið þátt í fyrri áföngum hóprann- sóknarinnar a.m.k. einu sinni og margir allt að sex sinnum. Nú þegar hafa 2000 manns verið rannsakaðir. Gert er ráð fyr- ir að rannsóknin taki alls 7 ár. Þátttakendur koma þrisvar í rannsókn í Hjartavernd. Þeir sem ekki geta komið geta fengið starfsfólk heim og fer hluti rannsóknarinnar fram þar. Það var vegna þessarar rannsóknar sem Hjartavernd flutti úr Lágmúl- anum, þar sem stofnunin hafði verið til húsa, í Holtasmára 1 Rannsóknin er sem fyrr segir styrkt af banda- rísku heilbrigðisstofnuninniog nýtur einnig stuðnings íslenskra heilbrigðisyfirvalda. Stjórnin er í höndum íslenskra og bandarískra vísinda- manna en forsvarsmaður rannsóknarinnar hér- lendis er Vilmundur Guðnason. Fyrstu þátttakendur í öldrunarrannsókninni fengu sent boðsbréf í maí 2002 en til rannsókn- arinnar er boðið þátttakendum sem eru fæddir á Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.