Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Side 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Side 49
GREIN Sálfélagslegir áhættuþættir önnun 44%, ræstitæknar 8% og aðrir 12%. Um 55% höfðu unnið 5 ár eða skemur í öldrunar- þjónstu en 27% höfðu unnið 10 ár eða lengur. Karlar voru aðeins 4,5% starfsmanna og voru felldir úr rannsóknarhópnum, sömuleiðis þau 4% sem svöruðu á ensku. Af konunum voru ófag- lærðar konur í umönnun fjölmennastar eða 45% hópsins. Meðalaldur var hæstur meðal hjúkrunarfræðinga en lægstur meðal ófaglærðra í umönnun. Yngsta konan var 14 ára en elsta konan 79 ára. Sautján voru yngri en 18 ára, sex eldri en sjötugar. Helstu niðurstöður voru þær að ýmiss konar sál- félagslegt álag tengdist einkennum frá stoðkerfi og líkamlegt álag að nokkru leyti: Að finnast vinnan andlega erfið, að vera oft úrvinda eftir vaktina, óánægja með yfirmenn, óánægja með upplýsingaflæðið á vinnustaðnum, ónóg áhrif á ákvarðanir sem varða vinnuna, óánægja með valdaskipulagið á vinnustaðnum, tímapressa, skortur á samstöðu á vinnustaðnum, óánægja með vinnuna, áreitni, ofbeldi og hótanir í vinn- unni tengdist allt óþægindum í háisi eða hnakka, öxlum eða mjóbaki. Að vinna með handleggi fyr- ir ofan höfuð og að vinna á hækjum sér tengdist óþægindum í hnakka og hálsi en ýmsar óþægi- legar vinnustellingar tengdust ekki marktækt einkennum frá stoðkerfi, t.d. mjóbaki. vinnustellingar, hæð á borðum, stólum og rúmum, og hins vegar sálfélagslegt álag af ýmsu tagi, s.s. streitu. Grein um niðurstöður rannsóknarinnar birtust í haust í Amer- ican Journal of Industrial Medicine (c) (2003), Wiley-Liss. Inc. (Holmfridur K. Gunnarsdottir, Gudbjoerg L. Rafnsdottir, Berglind Helgadottir og Kristinn Tomasson, 2003). Þeim sem vilja lesa greinina f heild er bent á að leita til bókasafns Vinnueftirlitsins, library@ver.is, þar sem blaðið er að finna en ritstjórnin leyfir ekki endurbirtingu á íslensku. Þakkir Meðhöfundum mínum, Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur, Berg- lindi Helgadóttur og Kristni Tómassyni, þakka ég ánægjulegt samstarf. Heimildaskrá Hólmfriður K. Gunnarsdóttir, Kristinn Tómasson og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir (2004). Vinnuálag og liðan mismunandi starfshópa kvenna i öldrunarþjónustu. Laeknablaðið 90, 217-222. Berglind Helgadóttir, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Kolbrún Ósk Hrafnsdóttir, Kristinn Tómasson, Svava Jónsdóttir og Þórunn Sveinsdóttir (2001). Könnun á heilsufari, líðan og vinnuumhverfi starfsfólks í öldrunarþjónustu. (Skýrsla). Reykjavík: Vinnueftirlitið. Berglind Helgadóttir, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, Hólmfriður K. Gunnarsdóttir, Kolbrún Ósk Hrafnsdóttir, Kristinn Tómasson, Svava Jónsdóttir og Þórunn Sveinsdóttir (2000). Könnun á heilsufari, liðan og vinnuumhverfi starfsfólks á leikskólum i Reykjavik. (Skýrsla). Reykjavik: Vinnueftirlitið. Holmfridur K. Gunnarsdottir, Gudbjoerg L. Rafnsdottir, Berglind Helgadottir og Kristinn Tomasson. Psychosocial Risk Factors for Musculoskeletal Symptoms among Women Working in Geriatric Care (2003). Am. J. Ind. Med. 44, 679-684. Þetta voru athyglisverðar niðurstöður að því leyti að fram kom að bæði sálfélagslegar aðstæður og líkamlegt álag tengjast einkennum frá stoðkerfi. Flestir rannsakendur hafa einblínt annaðhvort á sálfélagslegu hliðina eða líkamlega álagið þegar fjallað er um stoðkerfisvandamál. Hérlendis gafst okkur líka einstakt tækifæri til að rannsaka þetta á landsvísu en víða hafa rannsóknir á heilsufari og líðan hjúkrunarfólks í öldrunar- þjónustu takmarkast við starfsfólk á tilteknum stofnunum eða landsvæðum. I túlkun niðurstaðnanna gerðum við grein fyrir að líklegt er að samspil líkamlegra og andlegra þátta sé mjög flókið, en ályktanir okkar voru fyrst og fremst þær að taka bæri tillit bæði til lík- amlegs og andlegs álags í forvarnastarfi. Alltof oft er, að okkar mati, einblínt á annan hvorn þáttinn, þ.e. líkamlegt álag annars vegar, s.s. að lyfta þungu eða bera þungar byrðar, óþægilegar Hjúkrun - á þínum forsendum! Liðsinni óskar eftir reynslumiklum og sveigjan- legum hjúkrunarfræðingum til afleysinga í sumar. Möguleiki er á fastráðningu eftir sumarið. í boði eru góð laun og fjölbreyttur starfsvettvangur með góðum og samhentum hópi hjúkrunar- fræðinga. Upplýsingar gefur Anna Sigrún Baldursdóttir, framkvæmdastjóri. Sími: 533 6300 • anna@lidsinni.is • www.lidsinni.is Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 80. árg. 2004 47

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.