Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Qupperneq 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Qupperneq 53
PISTILL Vísindaferö til Kaupmanna- hafnar Velkommen i Piie'r.uöet Hópurinn viö Pilehuset tekst að fást við viðbrögð og varnir þannig að hægt sé að ræða við hann á hans forsendum. Að- eins þannig geta lifandi samskipti átt sér stað. Hjúkrunin í Pilehuset byggir á einstaklings- hæfðri hjúkrun. Hver íbúi hefur sinn hjúkrunar- fræðing/umönnunaraðila. Þetta er m.a gert tii að draga úr fjölda þeirra starfsmanna sem koma að umönnun hvers íbúa. Þaríir íbúanna eiga að vera uppfylltar með virðingu fyrir hverjum og einum. Hver íbúi á sína einstöku sögu og hver íbúi hefur sín einstöku einkenni heilabilunar. Allir eiga að fá tækifæri til að tjá sig á sinn hátt, virðing fyrir einstaklingnum er mikilvæg. Ibúar fá stuðning við að vera þeir sjálfir. Sjálfsákvörð- unarréttur einstaklingsins er virtur og mikil sam- skipti eru við aðstandendur. Leitast er við að efla öryggistilfinningu íbúanna. Þjálfun á sér fyrst og fremst stað í daglegri virkni. Virkni er sama sem líf. Markmiðið er að haida þeirri getu sem til staðar er og reyna að styrkja það sem fyrir er. Efla sjálfstraust og bæta líðan. Ibúar taka þátt í að kaupa inn, elda, rækta garðinn og þvo þvotta. Söngur og tónlist er mik- ið notuð á heimilunum. Hjúkrunarheimilin (á reglulega leikskólabörn úr nágrenninu í heim- sókn, en gamla fólkið nýtur þess að fá börnin í heimsókn. Lotte Hjúkrunarheimilið Lotte er í 105 ára gömlu húsi við Fredriks- berg í Kaupmannahöfn. Þar búa 22 íbúar á einbýli og eru 11 þeirra heilabilaðir. Hjúkrunarformið er einstaklingshæfð hjúkrun. Þar er fyllt út æviágrip hvers íbúa, gleði/sorgir, á- hugamál o.s.frv. Morgunmatur, hlaðborð, er milli kl. 8 og 11. íbúar mega sofa eins lengi og þeir vilja. Enginn fer í rúmið fyrr en kl. 21:30 og að sögn forstöðukonu þurfa íbúar engin svefnlyf að meðaltali eftir 3ja mánaða dvöl á heimilinu. Menn fá sér e.t.v. einn öl í staðinn. Þegar Tyre, forstöðukona, byrjaði spurði hún starfsfólk hvort það vildi búa á Lotte við þær reglur og vinnulag sem þar var. Síðan bað hún starfsfólkið að setja á blað hverju það vildi breyta. A Lotte eru 18,7 stöðugildi. Þar ganga allir í öll verk, ef t.d. starfsmenn forfallast. Hug- myndafræðin er að lífið á deild- inni/heimilinu sé eins heimilislegt og hugsast getur. ,,Ef ég Iendi í eldhúsinu (en Tyre segist ekki kunna að elda) þá er kannski bara ein- hver dósamatur not- aður,” segir Tyre. Heimilið sem Tyre stýrir er með lægstu veik- indaprósentu starfsfólks í Danmörku eða 0,87%. Hún sparar 500.000 danskar krónur á ári á því. Lftil sem engin hjúkrun- arskráning á sér stað og þess vegna er mikið eftirlit frá rík- inu í staðinn. A Lotte eru þrjár reglur. Regla 1: Ef íbúi verður veikur fer starfsmaður alltaf með hon- um á sjúkrahús. Regla 2: Dauðvona sjúklingar eru aldrei einir. Starfsmenn eða ættingjar eru hjá þeim. Regla 3: Holde af=þykja vænt um Holde om= halda utan um Holde ud= umbera Á þriggja mánaða fresti er gæðaeftirlit hjúkrunar metið með DMC (Dementia Care Mapping)- spurningalista, ekki ósvipað okkar RAI-mæli- kvörðum. Ef einstaklingur er truflandi er því sinnt sérstaklega. Starfs- menn eiga að byggja upp, hafa skilning þol og getu til að um- bera, ekki fordæma. Tímarit hjjkrunarfræðinga 2. tbl. 80. árg. 2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.