Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Qupperneq 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Qupperneq 58
við meðrannsakendur þar sem þeir skýra frá reynslu sinni. Samræðurn- ar eru síðan greindar eftir ákveðnu ferli sem lýst er í aðferðafræði Vancouverskólans. unum sem dvalið höfðu skemur en tvo sólarhringa á viðkomandi stofnun (allir utan einn dvöldu þar skemur en 30 klst). Meðrannsakendur voru 12 konur, allar í stöðum deildarstjóra, sem eru almennt álitnar hafa staðið sig vel í störfum sínum. All- ar hafa þær verið lengur en 3 ár í deiidarstjórastöðu. Við úrvinnslu niðurstaðna varð mjög fljótt áberandi hve með- rannsakendur áttu margt sameiginlegt og komu þar fram fjöl- margir þættir sem þeir lýsa sem styrkleikaþáttum sínum. Fjögur aðalþemu voru greind út frá niðurstöðum. Þau eru: • Þættir í persónugerð, m.a. gott innsæi á eigin getu og virk nýt- ing þeirra atriða í Ieiðtogahlutverkinu. • Færni í samskiptum, en hún felur m.a. í sér hæfileikann til að greina og senda boð á virkan hátt. Einnig sérstök færni í því að vera virkur hlustandi. • Aðgreining einka- og fagsjálfs sem meðal annars kemur fram í mikilli hollustu gagnvart stofnun, starfi og starfsstétt. • Ymsir þættir sem tengjast starfsumhverfinu, m.a. sérstök færni í því að taka upp nýjungar og vinna að breytingum og sérstök hæfni til að virkja einstaklinga og hópinn í heild í þeim tilgangi. Hverju aðalþema fylgja síðan fjögur undirþemu sem tekin eru til nákvæmrar umfjöllunar í skýrslunni. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa góða heildarmynd af því hvað einkennir góðan leiðtoga og er vonast til þess að þær hafi mikið notagildi fyrir hjúkrunarstéttina og einnig aðrar starfsstéttir inn- an og utan heilbrigðisþjónustunnar. Erlín Óskarsdóttir. Niöurstööur: Yfirskrift rannsóknarinnar var ,,að ná aftur bata“ (getting back to normal). Niðurstöðun- um var skipt í fjóra meginflokka. I fyrsta lagi hversu ,,einir“ margir þátttakendur töldu sjálfa sig í þessari stöðu og kom það mér á óvart. Þeir vildu bjarga sér sjálfir og vera óháðir öðrum eftir bestu getu. I öðru Iagi var það „öryggisleysistilfinning““en þátttakendur urðu hennar varir þegar þeir vissu ekki við hverju var að búast og voru stöðugt hrædd- ir um að skemma árangur skurðaðgerðarinnar. Þetta leiddi rannsakanda að því að skoða upplýs- ingar og fræðslu sem þessir sjúklingar höfðu feng- ið. I þriðja lagi voru það „samskiptin eða skortur á samskiptum" við heilbrigðisstarfsfólk. Þátttakend- urnir gátu ekki myndað nauðsynleg tengsl við starfsfólkið vegna þess hversu stutt þeir dvöldu á stofnuninni en það leiddi aftur til þess að þeir leit- uðu síður til stofnunarinnar eftir leiðbeiningum heldur leituðu þeir frekar tii eigin heimilislækna. í fjórða og síðasta lagi var það „afturbatinn - að verða sjálfum sér líkur“ sem stundum tók lengri tíma en búist hafði verið við. Niðurstöðurnar voru að mörgu leyti samhljóða erlendum rannsóknum nema hvað varðar það hvers konar upplýsinga sjúk- lingar óska eftir við útskrift og það er í sjálfu sér verðugt rannsóknarefni í nánustu framtíð. Aö ná aftur bata eftir skuröaögerö eftir skamma dvöl á sjúkrastofnun Nú á dögum er markmiðið að skurðsjúklingar snúi til síns heima eins fljótt og auðið er frek- ar en að dvelja á sjúkrastofnunum. Þar með eru þeir heima í sínu eigin umhverfi þegar þeir eru að jafna sig eftir skurðaðgerðir. Tilgangur þessarar rannsóknar var því að afla þekkingar á hvern- ig skurðsjúklingar, sem dvelja skemur er tvo sólarhringa á sjúkra- stofnun, takast á við afturbatann heima án aðstoðar heilbrigðis- starfsfólks svo hægt sé að bæta þjónustu við þessa sjúklinga. Aöferð: Gerð var túlkandi fyrirbærafræðileg rannsókn. Úrtakið var tilgangsúrtak og viðtöi tekin við 14 skurðsjúklinga frá þremur stofn- Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.