Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 61

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 61
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 227 Ingóljur Davíðsson: Slæðingar nema land Þegar landnámsmenn komu til íslands fyrir nær 11 öldum, var landið eflaust miklu betur gróið en nú. Gróðurinn hafði dafnað í friði í þúsundir ára og hefur verið samfelldari, og gróðurbreiður náð lengra inn til heiða og hálendisdala. En tegundirnar hafa þá verið mun færri. Hafa sennilega allt að 100 tegundir jurta numið hér land, síðan landið fannst og byggðist. Þær hafa aðallega ílenzt á ræktuðu landi við bólstaði manna; t. d. arfi, njóli, varpasveifgras o. s. frv. En mýrar, holt, hlíðar og hálendi hafa lítt eða ekki auðg- ast að tegundum. Þar ríkir enn „upprunalegur" gróður landsins. Margar tegundir þar hafa sennilega lifað af síðustu ísöld. Jurtir slæðast stöðugt til landsins, þ. e. berast með grasfræi, hænsnafóðri o. fl. vörum og farangri. Sumar gerast öruggir borgar- ar í gróðurríki landsins en aðrar deyja út aftur. í sáðsléttum og í grennd hænsnabúa sjást árlega ýms krossblóm, t. d. akurkál, must- arður, desurt o. fl.; enn fremur hélunjóli, bókhveiti, bygg, hafrar, akurarfi, freyjubrá, tvítönn og margt fleira. Lifir flest af því að- eins eitt sumar, en sumt þó lengur, t. d. akurarfi, tvítönn og freyjubrá. Þegar Flóra íslands kom út í fyrsta sinn, árið 1901, eru þar tald- ir fram um 40 slæðingar. í annarri útgáfu Flóru, árið 1924, hafa 13 slæðingar bætzt við. Teljast þá sumir „aldamótaslæðinganna" orðnir ílendir. Þegar Flóra íslands var gefin út í þriðja sinn, árið 1948, höfðu enn bætzt við um 60 slæðingar, og á hinum rúma ára- tug síðan hefur mörgum nýjum slæðingum verið lýst (sbr. Náttúru- fræðinginn þau ár). Landið er einnig hvergi nærri fullkannað gróðurfarslega. Finnast enn tegundir, sem ætla má að verið hafi lengi í landinu t. d. starir, sem flestir taka lítið eftir. Má líklega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.