Morgunblaðið - 12.02.2005, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
STJÓRNMÁLAMENN og
fræðimenn hafa fjallað ítarlega um
stjórnmál ársins 2004 eins og venja
er um áramót. Sitt sýnist hverjum.
Fulltrúar ríkisstjórnarinnar mæra
stjórnina og segja aldrei hafa verið
eins mikinn hagvöxt og kaupmátt-
araukningu eins og í valdatíð nú-
verandi stjórnarflokka. En stjórn-
arandstaðan segir blikur á lofti í
efnahagsmálum, verðbólgan hafi
verið 3,9% sl.12 mánuði og stefni í
4–5% og mikill halli
sé á viðskiptum við
útlönd. Vöru-
skiptajöfnuður hafi
stórversnað á sl. ári.
Þá bendir stjórn-
arandstaðan á, að
misskipting hafi stór-
aukist í þjóðfélaginu,
þeir ríku hafi mun
meira en áður og
þeir fátæku minna.
Minni hagvöxtur
á áratugnum en
áður
Enda þótt ágætur
hagvöxtur sé nú um
stundir m.a. vegna
virkjunar- og stór-
iðjuframkvæmda sem
fjármagnaðar eru
með erlendu lánsfé
að miklu leyti er hag-
vöxtur á undanfar-
andi áratug minni en
á næstu áratugum
þar á undan. Hag-
vöxtur á mann nam
aðeins tæplega 2% til jafnaðar á
ári á áratugnum 1991–2002 en á
þessu tímabili fór Sjálfstæðisflokk-
urinn með stjórnarforustu. Hag-
vöxtur var mikið meiri á áratugn-
um 1971–1980 og á
viðreisnaráratugnum. Hagvöxtur
nam rúmlega 5% á mann til jafn-
aðar á ári á áratugnum 1971–1980
og rúmlega 3% á viðreisn-
aráratugnum1960–1970. Hið sama
kemur í ljós þegar aukning kaup-
máttar ráðstöfunartekna er athug-
uð. Hún nemur 1,8% á mann til
jafnaðar á ári á áratug Sjálfstæð-
isflokksins 1991–2002 en nam 5,7%
á mann til jafnaðar á ári 1971–
1980, 5,2% á ári á mann á viðreisn-
aráratugnum 1960–1970 og 2,2% til
jafnaðar á ári á mann á áratugnum
1981–1990. Upphrópanir stjórn-
arliða um betri árangur í efnahags-
málum en nokkru sinni fyrr stand-
ast því ekki. Og þegar Ísland er
borið saman við önnur lönd kemur
í ljós, að árangur Íslands 1991–
2002 er fremur slakur í sam-
anburði við önnur OECD-lönd.
Aukin misskipting
og valdníðsla
Það sem einkennir stjórnarfor-
ustu Sjálfstæðisflokksins og sam-
stjórnina með Framsókn er þó
fyrst og fremst aukin misskipting í
þjóðfélaginu, valdníðsla og vald-
hroki. Það mál, sem bar hæst á
sviði stjórnmála sl. ár var fjöl-
miðlamálið. Það var dæmigert mál
fyrir valdníðslu og valdhroka
stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnin
lagði fram frumvarp, sem stefnt
var gegn einu fyrirtæki, þ.e. Norð-
urljósum, vegna þess að rík-
isstjórninni mislíkaði við ráðamenn
þess fyrirtækis. Ef frumvarpið
hefði náð fram að ganga hefði
frelsi fjölmiðla í landinu verið skert
verulega. Forseti Íslands neitaði að
staðfesta lögin og vísaði þeim í
dóm þjóðarinnar samkvæmt ótví-
ræðri heimild í stjórnarskrá lands-
ins. Þetta var mikið áfall fyrir for-
ingja stjórnarflokkanna, sem hafa
vanist því að geta ráðið því sem
þeir vilja ráða. Þeir gátu ekki sætt
sig við að verða undir. Svo mikil
var óánægja þeirra, að þeir réðust
með offorsi á forseta Íslands. Þeir
héldu því jafnvel fram, að forsetinn
hefði ekki málskotsrétt og annar
þeirra lét svo ummælt, að stjórn-
arskráin væri nú ekkert heilög!
Með öðrum orðum: Þegar stjórn-
arherrarnir höfðu orðið undir létu
þeir sér sæma að ráðast á forset-
ann og að óvirða sjálfa stjórn-
arskrána. Stjórnarherrarnir máttu
ekki hugsa til þess að
þjóðin fengi að greiða
atkvæði um fjölmiðla-
lögin eins hún átti rétt
á samkvæmt stjórn-
arskránni. Þeir drógu
því fjölmiðlalögin til
baka og komu í veg
fyrir þjóðaratkvæða-
greiðslu. Þeir vissu að
þeir yrðu undir í al-
mennri atkvæða-
greiðslu þjóðarinnar
um málið. – Fleiri
dæmi um valdníðslu
ríkisstjórnarinnar má
nefna: Dómsmálaráð-
herra braut jafnrétt-
islög við skipan dómara
í Hæstarétt og sýndi
algeran valdhroka,
þegar hann var gagn-
rýndur fyrir þá emb-
ættisveitingu. Og dæm-
in eru fleiri.
Fátækt hefur aukist
Meira var leitað til
Mæðrastyrksnefndar
og Fjölskylduhjálpar Íslands fyrir
síðustu jól en áður. Það leiðir í ljós
að fátækt hefur aukist. Það er ljót-
ur blettur á þjóðfélaginu, að stór
hópur fólks eigi ekki til hnífs og
skeiðar. Ástæðan er m.a. sú, að
tryggingabótum þeirra hópa, er
standa höllustum fæti, hefur verið
haldið niðri af ríkisstjórninni.
Morgunblaðið gerir þessi mál að
umtalsefni í forustugrein á gaml-
ársdag og telur nauðsynlegt að
gera ráðstafanir til þess að draga
úr fátækt. Hér skal tekið undir
þessi ummæli Morgunblaðsins.
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar
hafa undanfarið verið að birta háar
tölur um það hve kaupmáttur ráð-
stöfunartekna muni aukast mikið á
næstu árum eða fram til 2007. Það
er nýtt í stjórnmálum að stjórn-
arherrar miklist af óorðnum hlut-
um, sem óvíst er að verði að veru-
leika. En stjórnarherrarnir sleppa
því að geta um það, að kaupmáttur
lífeyris aldraðra og öryrkja eykst
sáralítið á þessu tímabili. Samtök
eldri borgara hafa sagt, að á tíma-
bilinu 1995–2007 aukist kaup-
máttur ellilauna eftir skatta aðeins
um 9,3% hjá dæmigerðum ellilíf-
eyrisþega (með 45.860 kr. úr lífeyr-
issjóði). Hvernig geta stjórnarherr-
arnir horft framan í þjóðina með
þá tölu á bakinu? Útkoman er þó
enn lakari ef litið er eingöngu á
liðinn tíma, sem er það eina rétta.
Ef litið er á tímabilið 1988–2004
kemur í ljós, að kaupmáttur ellilíf-
eyris eftir skatta hefur minnkað
um 6,85% (sami ellilífeyrisþegi og
áður). Þetta er afrek liðins tíma.
Og ef miðað er við árið 1990 kemur
í ljós, að frá því ári hefur kaup-
máttur ellilífeyris eftir skatta auk-
ist um 2,4%! Já aukningin nemur
2,4% á því tímabili, sem Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur farið með
stjórnarforustu. Þetta er skamm-
arleg útkoma.
Ríkisstjórnin:
Misskipting,
valdníðsla og
valdhroki
Björgvin Guðmundsson
fjallar um ríkisstjórnina
og misgjörðir hennar
Björgvin
Guðmundsson
’Það er nýtt ístjórnmálum að
stjórnarherrar
miklist af óorðn-
um hlutum, sem
óvíst er að verði
að veruleika. ‘
Höfundur er viðskiptafræðingur.
OG FJARSKIPTI hf. sem á
símafélagið Og Vodafone, sjón-
varpsstöðvarnar Stöð 2, Stöð 2+,
Stöð 2 bíó, Sýn, Sýn2, og Popptíví,
hljóðvarpsstöðvarnar Bylgjuna,
Létt, og Talstöðina,
frídagblaðið Frétta-
blaðið, áskriftarblaðið
DV, frítímaritið Birtu,
Ísafoldarprentsmiðju
að hálfu, dreififyr-
irtækin Pósthúsið,
Póstdreifingu og
Vörubíl, birtir í dag
11. febrúar auglýs-
ingar í dagblöðunum
undir fyrirsögninni „Á
Grunnnetið að tryggja
samkeppni eða einok-
un?“
Með auglýsingum
þessum reyna Og
fjarskipti að koma því inn hjá al-
menningi, að félagið sé fylgjandi
samkeppni á fjarskiptamarkaði.
Öll fjarskiptafyrirtæki eigi að hafa
jafnan aðgang að einhverju sem
Og fjarskipti kalla grunnnet. Af
auglýsingunni verður ekki ráðið
hvað Og fjarskipti eiga við með
orðinu grunnnet.
Ég leyfi mér að fullyrða að Og
fjarskipti vilja ekki samkeppni í
fjarskiptum. Félagið og eigendur
þess vilja aðeins tvíkeppni, duo-
poly. Duopoly útilokar óvænt og
óþægileg útspil samkeppnisaðila
varðandi verð og þjónustu. Þetta
sést meðal annars á því að Og
fjarskipti og Landssími Íslands hf.
eiga ásamt ríkinu í sérstöku hluta-
félagi, Farice-sæstreng, sem teng-
ir m.a. netnotendur á Íslandi við
Netið um heim allan.
Spyrja má er þessi
sæstrengur hluti af
grunnnetinu? Saman
hafa Síminn og Og
Vodafone okrað á ís-
lenskum netverjum í
gegnum árin fyrir
internetþjónustu m.a.
með því að selja er-
lent niðurhal, sem fer
um Farice-strenginn
eftir máli. IP-
fjarskipti ehf. hófu að
bjóða internetþjón-
ustu með frjálsu er-
lendu niðurhali undir
vörumerkinu HIVE í lok síðasta
árs. Þetta útspil IP-fjarskipta
hreyfði við duopol-kompaníunum.
Bæði breyttu þau verðlagningu á
internetþjónustu sinni samtímis.
Verðbreyting þeirra var nánast
hin sama, enda eiga félögin sam-
eiginlegra hagsmuna að gæta
ásamt ríkinu af því að rekstur Fa-
rice gangi upp. Fjarskiptafélögin
tvö geta svo með atbeina fjölmiðla
sinna haldið úti linnulausum
áróðri um að þau bjóði lægst og
best verð á internetþjónustu, sem
er rangt.
Vilji Og fjarskipti samkeppni og
frelsi á fjarskiptamarkaði ætti fé-
lagið að byrja á því að taka til í
eigin ranni. Selja hlut sinni í Fa-
rice og losa sig við alla fjölmiðlana
sem það hefur raðað í kringum
sig. Þá fyrst geta stjórnendur Og
fjarskipta orðið trúverðugir tals-
menn frelsis og samkeppni. Átti
eigendur og stjórnendur Og fjar-
skipta sig ekki á stöðunni sjálfir
ættu samkeppnisyfirvöld kannski
að hjálpa þeim, losa þá útúr Fa-
rice og banna kaup Og fjarskipta
á 365 ljósvaka- og prentmiðlum.
Eins ættu samkeppnisyfirvöld að
banna kaup Símans á Skjá einum.
Láti samkeppnisyfirvöld kaup
fjarskiptafyrirtækjanna Lands-
síma Íslands hf. og Og fjarskipta
hf. á framangreindum fjölmiðlum
ganga í gegn hafa þau skapað
duopoly í fjarskiptum og fjöl-
miðlum hér á landi. Sá sem verður
í viðskiptum hjá Landssíma Ís-
lands hf., fær aðgang að þeirri
fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu
sem Síminn kýs að bjóða uppá og
sá sem verður í viðskiptum hjá Og
fjarskiptum fær þá fjarskipta- og
sjónvarpsþjónustu sem Og fjar-
skipti kjósa að bjóða upp á. Upp-
lýsingahraðbrautinni hefur þá ver-
ið lokað og skapast hefur ástand á
fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði
hér á landi sem er einsdæmi í
Evrópu í það minnsta.
Frelsið er
yndislegt, ég
geri það …
Sigurður G. Guðjónsson
fjallar um fjarskiptamarkað
’Ég leyfi mér aðfullyrða að Og fjarskipti
vilja ekki samkeppni
í fjarskiptum. Félagið
og eigendur þess vilja
aðeins tvíkeppni,
duopoly. Duopoly
útilokar óvænt og
óþægileg útspil
samkeppnisaðila
varðandi verð og
þjónustu.‘
Sigurður G.
Guðjónsson
Höfundur er stjórnarformaður
IP-fjarskipta ehf.
Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég
er ein af þeim sem heyrðu
ekki bankið þegar vágest-
urinn kom í heimsókn.“
Vilhjálmur Eyþórsson:
„Forystumennirnir eru und-
antekningarlítið menntamenn
og af góðu fólki komnir eins
og allir þeir, sem gerast
fjöldamorðingjar af hugsjón.
Afleiðingar þessarar auglýs-
ingar gætu því komið á
óvart.“
Jakob Björnsson: „Mann-
kynið þarf fremur á leiðsögn
að halda í þeirri list að þola
góða daga en á helvít-
isprédikunum á valdi óttans
eins og á galdrabrennuöld-
inni.“
Jakob Björnsson: „Það á að
fella niður með öllu aðkomu
forsetans að löggjafarstarfi.“
Ólafur F. Magnússon:
„Ljóst er að án þeirrar hörðu
rimmu og víðtæku umræðu í
þjóðfélaginu sem varð kring-
um undirskriftasöfnun Um-
hverfisvina hefði Eyjabökk-
um verið sökkt.“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir:
„Viljum við að áherslan sé á
„gömlu og góðu“ kennsluað-
ferðirnar? Eða viljum við að
námið reyni á og þjálfi sjálf-
stæð vinnubrögð og sjálf-
stæða hugsun?“
Bergþór Gunnlaugsson:
„Ég hvet alla sjómenn og út-
gerðarmenn til að lesa sjó-
mannalögin, vinnulöggjöfina
og kjarasamningana.“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
ÉG reyni alla jafna að lesa um
hvað er fjallað í Staksteinum í
Morgunblaðinu, enda pistlarnir oft
á tíðum beittir og skemmtilegir.
Mér líkaði hins vegar ekki lesn-
ingin síðastliðinn
fimmtudag þar sem
spurt var í fyrirsögn-
inni: Sjálfstæð-
ismenn? Fjallað var
um skoðun ungra
sjálfstæðismanna á
þeim þætti útvarps-
laga, sem banna Skjá
einum að sýna frá
leikjum í ensku
knattspyrnunni nema
því fylgi íslenskur
texti eða íslenskt tal.
Í skrifum Staksteina
kemur fram gagnrýni
á unga sjálfstæð-
ismenn og þá ákvörð-
un SUS að hvetja
þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins til breyt-
inga á þessum þætti
laganna. Ef gripið er
niður í greinina þá
stendur þar í síðari
hluta hennar: „og
reyndar er einnig at-
hyglisvert að SUS
skuli af öllum málum
velja þetta til að láta
að sér kveða.“ Þessi
pilla kom mér kannski mest á
óvart í greininni, því ekki þarf að
fylgjast lengi með pólitískri um-
ræðu á Íslandi, til þess að átta sig
á því að SUS lætur að sér kveða í
flestum, ef ekki öllum málum, sem
tilheyra þjóðfélagsumræðunni.
Hins vegar get ég tekið undir með
greinarhöfundi að þetta mál er
ekki til þess fallið að þjóðin fari á
hliðina vegna þess, en engu að síð-
ur er um ákveðna mismunun að
ræða í lögunum. Eins og bent hef-
ur verið á þá eru ýmsir viðburðir
og dagskrárliðir í sjónvarpi sem
hvorki eru textaðir né með ís-
lensku tali. Nægir þar að nefna
tónlistarmyndbönd sem eru í
gangi heilu eða hálfu
sólarhringana, auk
þess sem aðgangur
Íslendinga að erlend-
um sjónvarpsstöðvum
er til staðar. Ástæða
þess að SUS mótmæl-
ir þessum lagabókstaf
er fyrst og fremst sú
að valdboðun sem
þessi er ungum sjálf-
stæðismönnum ekki
að skapi. Það segir
hins vegar ekkert um
skoðanir þeirra á því
hvort sjónvarpsstöðv-
arnar eigi að vera
með Íslendinga í því
að lýsa leikjunum eða
ekki. Þá ákvörðun
eiga stöðvarnar að
geta tekið sjálfar.
Áhyggjur Staksteina
af því að ungir sjálf-
stæðismenn séu að
„fjarlægjast uppruna
flokksins“ eru því
óþarfar og lýsingar á
knattspyrnuleikjum
eru hvorki upphaf eða
endir þess að „treysta
stöðu íslenskrar tungu“. Að halda
slíku fram er í besta falli ágætur
útúrsnúningur, enda er ekkert
sem bendir til þess að þorri sjálf-
stæðismanna sé þeirrar skoðunar
að breytingar á þessu lagaákvæði
séu til þess fallnar að veikja stöðu
íslenskrar tungu.
Staksteinar
og staða
íslenskrar tungu
Kristján Jónsson
svarar Staksteinum
Kristján
Jónsson
’ÁhyggjurStaksteina af
því að ungir
sjálfstæðismenn
séu að „fjar-
lægjast uppruna
flokksins“ eru
því óþarfar …‘
Höfundur situr í stjórn SUS.