Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 48
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM 28. aðalfundur SSA 28. aðalfundur Sambands sveitar- félaga í Austurlandskjördæmi (SSA) var haldinn í Félagslundi á Reyðarfirði 26. og 27. ágúst 1994. Formaður SSA, Albert Eymunds- son, formaður bæjarráðs Florna- fjarðar, setti fundinn en fundarstjór- ar voru Þorvaldur Aðalsteinsson, oddviti Reyðarfjarðarhrepps, og Guðmundur Þorsteinsson, skóla- stjóri og hreppsnefndarmaður í Búðahreppi. Fundarritarar voru bæj- arfulltrúarnir Hrönn Pálsdóttir á Homafirði og Jóhann P. Hansson á Seyðisfirði. Ráðinn fundarritari var Gunnar Jónsson, skrifstofustjóri hjá Reyðarfjarðarhreppi. Formaður SSA flutti í upphafi fundar skýrslu stjórnar og Björn Hafþór Guðmundsson fram- kvæmdastjóri kynnti reikninga SSA fyrir 1993 og tillögu að fjárhags- áætlun fyrir árið 1995. Þá vom á fundinum kosnar kjör- bréfanefnd, nefndanefnd, fjárhags- nefnd, samgöngunefnd, heilbrigðis- nefnd, atvinnu- og orkumálanefnd, sem jafnframt var allsherjamefnd. Ávörp gesta Við setningu fundarins fluttu ávörp Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveit- arfélaga, sem einkum ræddi flutning grunnskólans frá ríki til sveitarfé- laga, og Hjalti Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri EYÞINGS, sem flutti kveðju samtakanna og ræddi virkj- anamál á Norðausturlandi. Þá flutti ávarp Guðmundur Ami Stefánsson, þáv. félagsmálaráð- herra, ræddi helstu samskiptamál ríkis og sveitarfélaga og svaraði fyr- irspumum fundarmanna. Heilbrígöisþjónusta á Austuríandi Stefán Þórarinsson, héraðslæknir Austurlands, flutti framsöguerindi um heilbrigðisþjónustu í fjórðungn- um, þróun í öldrunarþjónustu og framtíðarskipulag heilbrigðisþjón- ustunnar. Kristinn Ivarsson, sjúkra- húsforstjóri Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað (FSN), fjallaði um starfsemi FSN, og Sigfús Jónsson, þáv. aðstoðarmaður heilbrigðisráð- herra, kynnti m.a. tillögur nefndar um framtíðarskipulag heilbrigðis- mála þar sem m.a. er rætt um að skilja að hefðbundna heilsugæslu og hjúkrun og að færa heilsugæslu til sveitarfélaganna. Eflíng byggóar á Austur- landi Hreinn Sigmarsson stjórnmála- fræðinemi hafði framsögu um ann- að meginefni fundarins, eflingu byggðar á Austurlandi. Ræddi hann aðallega menntastefnu, s.s. staðarval framhaldsskóla, um erfiðleika skólafólks í Reykjavík varðandi þjónustu ef það á lögheimili annars staðar og lagði til að SSA réði starfsmann til þess að markaðssetja Austurland sem vænlegt iðnaðar- svæði fyrir stór erlend fyrirtæki sem og fyrir innlenda fjárfesta. Hagkvæmni Orkubús Austurlands Þriðja meginumræðuefni fundar- ins var lokaskýrsla um hagkvæmni Orkubús Austurlands. Framsögu- rnenn um það efni voru Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyðis- firði og formaður orku- og stóriðju- nefndar SSA, og Gunnar Ingi Gunn- arsson, verkfræðingur hjá Rafteikn- ingu hf. Skýrðu þeir niðurstöður skýrslunnar og þann grunn sem hún byggir á. Niðurstöður hennar eru að Orkubú Austurlands sé hagkvæmur kostur, enda mikið virkjanlegt vatnsafl í fjórðungnum. Miklar umræður urðu um öll þessi mál. Ályktun um orkufrekan iónað Aðalfundurinn beindi þeim til- mælum til þingmanna Austurlands að þeir beiti sér fyrir sérmerktum fjárveitingum til kynningar á Aust- urlandi sem vænlegu svæði fyrir orkufrekan iðnað. Ráðinn verði sér- stakur fulltrúi sem starfaði á Austur- landi til þess að vinna að framgangi þessara mála í samráði og samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Austur- lands og Markaðsskrifstofu iðnaðar- ráðuneytis og Landsvirkjunar. Þá var orku- og stóriðjunefnd sambandsins falin frekari umfjöllun um Orkubú Austurlands, er taki sér- staklega til möguleika nýrrar virkj- unar í fjórðungnum og frekari raf- orkunýtingar. Einnig var orku- og stóriðjunefnd SSA falið að vinna að því í sam- vinnu við RARIK að ná fram lækk- un kostnaðar við rafhitun. Fagnað var þeirri kynningu og umfjöllun sem iðnaðarráðuneytið hefur efnt til viðvíkjandi virkjun Jökulsár á Dal og Jökulsár á Fjöll- um og ráðuneytið hvatt til frekari kynningar þessara áforma og hug- mynda um sæstreng til Evrópu. Ennfremur hvatt til samráðs sveitar- stjórna og annarra er málið varðar þar sem áhrifa þessara áforma mun gæta. Loks taldi fundurinn nauðsyn- legt að unnið verði umhverfismat á þeim virkjunarkostum, sem nú hafa verið ræddir, þannig að matið liggi fyrir samhliða kynningunni. Heilbrigöismál út til landshlutanna Fundurinn skoraði á Alþingi og heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið að færa aukin verkefni og ábyrgð á sviði heilbrigðismála út til 1 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.