Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Page 1
ÁRSRIT
Kcektunarfélags Norðurlands
RITSTJÓRI: ÓLAFUR JÓNSSON
49.-50. ÁRGANGUR
2. IIEFTI
1952-1953
Ræktunarfélag Norðurlands
1903-1953.
INNGANGUR
Þegar vér nú að 20. öldinni riisklega hálfnaðri skyggn-
umst unr öxl til fyrstu ára aldarinnar, eru breytingarnar,
sem hvarvetna blasa við í þjóðlífi voru, svo miklar og marg-
ar, að nærri liggur að oss sundli, og oss, sem erum á
miðjum aldri, þykir næsturn því ótrúlegt, að vér skulum
hafa lifað allt þetta breytinga tímabil.
Enda þótt aldamót í sjálfu sér séu ekki neinn viðburður
í sögu þjóða og einstaklinga fremur en önnur áramót, þá
tnun þó oftast fara svo, að við aldamót fari nokkrar hrær-
ingar um hugi manna, og þeim finnist það skylda sín að
gera eitthvað, er marki þau tímamót öðrum fremur. Svo
var það og í kringum aldamótin síðustu hér á landi. Þær
hræringar settu svip sinn á þjóðlífið á flestum sviðum, þótt
ef til vill gætti þá mest hinna pólitísku umbrota eins og
oft hefir verið síðan. En það voru ekki síður umbrot á