Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Qupperneq 48
48
Loks samþykkti aðalfundur 1923 að leggja niður verzlun
með verkfæri, og eftir það má heita, að verzlun félagsins
leggist með öllu niður, enda voru þá aðrir komnir til sög-
unnar, sent séð gátu bændum fyrir þessum vörum.
f. KÚABÚIÐ.
F.ftir því sem framkvæmdir jukust í tilraunastöð félagsins,
varð ljóst, að nauðsynlegt mundi að hafa búrekstur nokkurn
í sambandi við hana. Var það hvort tveggja, að nauðsynlegt
var að liafa búfjáráburð á staðnum, og eins hitt, að ætla mátti
að búrekstur gæti gefið félaginu nokkrar tekjur.
Sigurður Sigurðsson hafði byrjað búrekstur á litlu nýbýli
skammt frá aðaltilraunastöðinni, hét það Galtalækur. Býli
þetta keypti félagið 1917, sem fyrr segir. Rak það síðan kúa-
bú þar alla þá stund, sem það rak stöðina. Eftir að Olafur
Jónsson tók við framkvæmdarstjórn lagði hann mikla stund
á aukningu kúabúsins. Fór það sívaxandi undir stjórn hans,
og var bæði aukið að gripaeign, húsakosti og tækjum til hey-
vinnu og heyverkunar. Að vísu var það ekki rekið sent til-
rauna- eða fyrirmyndarbú, en var það þó á ýmsum sviðum
bæði í meðferð heyja, áburðar og mjólkurframleiðslu. Gekk
búrekstur þessi svo vel, að það skilaði félaginu oftast góðum
arði. Þannig studdi kúabúið tilraunastarfsemina svo að um
munaði. Þegar félagið seldi eignir sínar á leigu var gripa-
eign kúabúsins: 19 kýr, 4 kvígur og eitt naut.
g. FJÁRHAGUR FÉLAGSINS.
Ræktunarfélag Norðurlands hóf starfsemi sína með tvær
hendur tómar. Árstillög þess voru svo lág, að þótt félagar
þess væru þegar í stað margir, gátu þau aldrei numið veru-
legri upphæð. Það var því auðsætt, að ætti félagið að fram-
kvæma nokkuð verulegt hlyti það að fá ríflegan styrk til