Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Side 40
40
manna. Ókunnugt var með öllu um áburðarþörf jarðvegsins,
og þekking manna á notkun áburðarins af mjög skornum
skammti. Meðal fyrstu verkefna félagsins var því að kanna
áburðarþorfina, og voru margar tilraunir gerðar í þá átt.
Þótt þær væru einfaldar og lítt skipulagðar í fyrstu, sýndu
þær ljóslega, að áburðarskorturinn var hvarvetna nrikill.
A seinni árum hafa áburðartilraunir Rf. verið svo marg-
þættar, að enginn kostur er að lýsa þeim hér, en þær hafa
fallið í þrjá meginþætti. 1) Samanburð áburðartegunda, þar
sem reyndur hefur verið búfjáráburður, síldar- og fiskimjöl,
fjöldamargar tegundir erlends áburðar og jafrivel mór og
mýratorf. 2) Tilraunir með áburðarmagn, hafa þær bæði
verið gerðar í tilraunastöðinni og víðar. 3) Rannsóknir á
mismunandi áburðaraðferðum og áburðartíma. Einkum
hafa allar þessar tilraunir verið víðtækar síðan 1930 og eru
þær, ásamt grasræktartilraununum, höfuðviðfangsefni til-
raunastöðvarinnar frá þeim tíma og þar til félagið liætti að
reka stöðina. Hafa niðurstöður þeirra gefið margan og mik-
ilsverðan fróðleik.
6. Verkfæratilraunir. Framan af árum lét Rf. gera marg-
háttaðar verkfæratilraunir í stöð sinni. Var þess hin mesta
þörf, því að þekking manna á þeim hlutum var þá nær engin.
Vann félagið mikilvægt brautryðjendastarf í þeim efnum,
framan af ævi sinni, og átti drjúgan þátt í að skapa nýja verk-
menning í íslenzkum landbúnaði, með því að reyna og kynna
ný verkfæri og gangast fyrir endurbótum á öðrum. Ræktun-
arfélagið gekkst ásamt fleirum fyrir stofnun hlutafélagsins
„Arðs“, sem stofnað var 1919, og fékk hingað til Norður-
lands fyrstu dráttarvélina, er hingað kom. Þótt sú tilraun
misheppnaðist að verulegu leyti, var sýnt með henni, hvað
koma skyldi síðar.
Ef vér nú, að liðinni hálfri öld, rennum augum yfir til-
raunastarfsemi Ræktunarfélags Norðurlands, og jafnframt
þær stórfelldu breytingar, sem orðið hafa í íslenzkri jarðrækt,