Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Síða 41
41
getum vér eigi dulizt þess, að Rf. hefur lagt fram einn
drýgsta skerfinn, sem unninn hefur verið að því að skapa
vísindalegan reynslugrundvöll undir ræktunarlramkvæmdir
hér á landi. Og þótt margt hafi gengið seinna en vænst var,
og margt sé enn óráðið í þeim efnum, verður ekki sagt, að
Ræktunarfélagið hafi í þessu efni brugðist því hlutverki, sem
forystumenn ætluðu því í upphafi.
d. FRÆÐSLUSTARFSEMI.
Annar mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins hefur frá
upphafi verið fræðslustarfsemin. Hefur hún verið þríþætt:
Leiðbeiningastarfsemi, námsskeið og fyrirlestrahald og út-
gáfa Ársritsins.
1. Námsskeiðin. Jafnskjótt og störf hófust í tilraunastöð-
inni, hófst þar einnig kennsla. Fyrstu árin var kennslan bæði
í almennri jarðrækt, gárðyrkju og skógrækt. Var hún að
nokkru í tengslum við Bændaskólann á Hólum, enda hæg
heimatökin, þar sem sami var forystumaðurinn á báðum
stöðum. Námsskeið þessi sóttu þá bæði piltar og stúlkur.
Stóðu þau um mánaðartíma að vorinu, en piltar voru þá oft
við jarðyrkjustörf í Gróðrarstöðinni allt sumarið.
Frá og með árinu 1913 tók garðræktin að verða aðalvið-
fangsefni námsskeiðanna, og jafnframt taka stúlkur að verða
í meiri hluta nemendanna. 1917 var sá háttur upp tekinn, að
hafa vornámsskeið í li^ mánuð, frá 14. maí til júníloka, en
einnig sumarnámsskeið, frá 14. maí til septemberloka.
Kennslan á námsskeiðum þessum var aðallega verkleg, en
nokkur munnleg kennsla var þar einnig ætíð, einkum í fyr-
irlestrum. Auk garðyrkjunámsskeiðanna voru oft piltar, 1—3
á ári, við nám í jarðyrkjustörfum, einkum á árunum 1930—
1940. Fyrstu 25 árin sóttu 124 piltar og 181 stúlka námsskeið-
in, en síðan 1927 sóttu þau 15 piltar, er flestir stunduðu jarð-
yrkjunám, og 106 stúlkur. Alls hafa þannig 476 nemendur