Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Blaðsíða 76
76
arvinunum eru fréttnæmar. Ekkert er sem þetta til þess fall-
ið að vekja menn til varnar og mikilla dáða.
En þessir óvinir, — þótt þeim skuli hér engin b(it mælt, —
moka ekki gróðurmoldinni burt af landinu. Þeir herja ein-
mitt til þess að leggja undir sig land og lífsmöguleika, en
ekki gróðurlausa grjótauðn og skafið berg. En náttúrueyði-
leggingin vinnur að því að skola og feykja gróðurmoldinni
og þar með lífsmöguleikunum burt af landinu og skilja eftir
skafið berg. Þessi algerasta eyðilegging allrar eyðileggingar
er svo lúmsk, yfirlætislaus og hægfara, að eftir henni er lítið
eða alls ekkert tekið á hverri líðandi stund, en hún er sí og
æ að verki, og ann sér aldrei hvíldar dag og nótt, ár og öld, og
um aldir. Og afköst liennar getið þið séð í ásjónu lands vors.
Enn hefur náttúrueyðingin ekki vakið syni og dætur lands
vors til varnar. Andstiiðulaust hefur hún fengið að vinna
verk sitt í ellefu aldir, án þess að heitið geti, að nokkur hafi
hreyft liönd eða fót til varnar gegn henni.
Landar góðir! Er nú ekki fullsofið? Er nú ekki mál að hefj-
ast handa gegn þessum háskalegasta óvini allra óvina, sem sí
og æ vinnur látlaust og þrotlaust að því að afmá allt líf og
alla lífsmöguleika lands vors og ganga frá því sem gróður-
lausri grjótauðn og ímynd dauðans?
Einn og einn megnar hver okkar harla lítið gegn þessu
ofurvaldi eyðileggingarinnar; en styrktir böndum samtak-
anna erum vér þó afl.
Styrkustu samtök frjálsra manna eru bönd hersins. Eitt
sinn var sjálft þjóðfélag vort her alfrjálsra manna. Þá vann
þjóð vor þau andlegu afrek, sem vér höfum lifað á um aldir
og veita oss enn rétt til að vera til sem þjóð. Vilji þjóð vor
ekki fljóta sofandi að feigðarósi tortímingarinnar, þá er hið
bezta ekki of gott til baráttunnar gegn óvininum, og hin
styrkustu og helgustu bönd ekki of sterk. Vér skulum skipu-
leggja baráttuna sem her og herferð gegn eyðileggingunni.
Það mun vel gefast.