Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Side 55
ÓLAFUR JÓNSSON:
Búnaðarfræðsla.
Bókvitið verður ekki látið í askana! Ekki mun vitað hvar
eða hvenær þetta slagorð hefur orðið til, en það hefur reynzt
furðu lífseigt og enn þann dag í dag eru til menn, sem halda
að þetta sé djúpvitur speki. Það hvarflar ekki að þeim, að
hér er aðeins um slagorð að ræða, og eins og öll önnur slag-
orð er það harla haldlítið þegar á reynir og það er krufið til
mergjar og ætti fyrir löngu að hafa gengið sér til húðar. Eðli-
leg afleiðing af slagorðinu er sú spurning: Hvað er það, sem
látið verður í askana? „Reynsla og verkkunnátta,“ segja spek-
ingarnir, sem trúa á slagorðið.
Hér er nú mjótt á munum. Reppst er við að bókfæra alla
reynslu og sama má segja um verkkunnáttuna, því að þannig
verður þetta bezt varðveitt og auðveldast að dreifa því sem
víðast. Bókfræði, reynsla og verkkunnátta er því eitt og hið
sama, aðeins mismunandi form, og er auðvelt að breyta
reynslu og verkleikni í bókvit og bókviti í reynslu og verk-
leikni, ef rétt er á haldið. Bókvit er því í raun og veru jafn-
góður askamatur eins og annað vit.
Vera má að trúin á slagorðið hafi átt einhvern þátt í því
vanmati, sem lengi var hér á búnaðarfræðslu og mjög miklu
reyki á tilhiigun hennar, einkum skiptingunni milli bók-
náms og verknáms.
Nú er það eðlilegt, að búnaðarfræðslan taki breytingum
með breyttum tímum og þörfum. Þessu valda ekki aðeins
breytingar í búnaðarháttum, heldur einnig ýmiss konar
þjóðfélagslegar breytingar og breyttur hugsunarháttur —
tízka. Með hliðsjón af þessu öllu er nauðsynlegt að gagnrýna