Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Blaðsíða 24
24
stjórn félagsins í 9 ár. Þegar liann tók við formennsku var
hagur félagsins mjög þröngur, og í stjórnartíð hans var gerð
hin mikilvæga breyting, að félagið hætti að vera búnaðar-
samband, og dró þannig saman seglin. Hins vegar er það full-
víst að félagið naut í hvívetna góðs af vinsældum lians, lip-
urmennsku, áhuga og þekkingu á íslenzkum landbúnaði og
persónulegum kynnum af bændum um allt félagssvæðið.
Eftir Sigurð tók Jakob Karlsson, kaupmaður og bóndi, við
formennskunni og hafði hana á hendi í 9 ár, þar til hann
sagði af sér sakir vanheilsu. A þeim árum gætti félagsins lítið
út á við. En Jakob var um mörg ár einn helzti ræktunarfröm-
uður á Norðurlandi, hafði margháttuð kynni af búnaðarmál-
um, og einn þeirra manna, sem hvarvetna naut trausts og
fylgis. Var félaginu því góður styrkur að starfi hans. Þessir
þrír menn hafa ásamt framkvæmdastjórunum mótað starf-
semi félagsins, þótt þeir vitanlega hafi til þess notið stuðn-
ings annarra stjórnarnefndarmanna.
Núverandi formaður er Steindór Steindórsson, yfirkenn-
ari.
Hér fer á eftir skrá um formenn og stjórnarnefndarmenn
Ræktunarfélagsins.
Formenn:
Páll Briem, amtmaður, 1903—1904.
Stefán Stefánsson, skólameistari, 1904—1921.
Sigurður E. Hlíðar, yfirdýralæknir, 1921 — 1943.
Jakob Karlsson, kaupmaður, 1943—1952.
Steindór Steindórsson, yfirkennari, 1952.
Stjórnarnefndarmenn:
Sigurður Sigurðsson, búnaðarmálastjóri, 1903—1920.
Aðalsteinn Halldórsson, tóvélastjóri, 1904—1907.
Jón Norðmann, kaupmaður 1907—1908.
Kristján Sigurðsson, kaupmaður, 1908—1909.
Sigurður Hjiirleifsson Kvaran, læknir, 1909—1912.