Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Qupperneq 73
73
Alaska-ösp hafa mælzt upp undir metri á lengd, og á Sitka-
greni allt upp í 70 cm. Þessi tré eiga mikla framtíð hér.
Öspin (selja) er talin lélegur smíðaviður, en hún er þó
nothæf í sumt snríði, t. d. pakk-kassa; en hún er sanrt gagnlegt
efni í ýmislegan iðnað, t. d. eldspýtur, og þar sem sellur
hennar eru langar, er hún, eins og greni, góð í pappírsgerð.
Sitka-grenið er bæði góður smíðaviður og ágætt efni til iðn-
aðar.
Skortur á efni stendur helzt í vegi fyrir því, að fallvötn
lands vors verði virkjuð og hér komið upp stóriðju. Skógar
ættaðir frá Alaska eiga í fjarlægri framtíð eftir að bæta nokk-
uð úr þessu. En það er mikið velferðarmál, að hið mikla og
auðvirkjanlega vatnsafl í fallvötnum landsins, sem nú fer
stöðugt að forgörðum, geti orðið beizlað og gert að arðbær-
um auði í þjóðarbúinu.
Síðan þessi reynsla fékkst, hafa menn farið að einblína á
það, að hægt er hér á landi á tiltölulega skömmum tíma að
koma upp víðlendum, hávöxnum skógum af Sitka-greni og
Alaska-ösp, og að slík skógrækt hér myndi áreiðanlega verða
meiri gróðavegur en flest önnur starfsemi, sem menn hafa
nú með höndum. En óbeini gróðinn af slíkum skógum
mundi þó stórum yfirgnæfa það, svo sem hagnaðurinn af því,
að vatnsaflið geti orðið notfært, hagnaðurinn af efna- og
trjávöruiðnaði, aukinni utanríkisverzlun og siglingum, sem
stóriðjan mundi hafa í för með sér, aukinni ræktun landsins
og búskap og garðyrkju, til að fullnægja þörfum iðnaðar- og
verzlunarborganna, o. s. frv.
Þessi auðhyggja, þótt ágæt sé, getur hæglega blindað sjónir
manna og afvegaleitt þá frá því, sem er mikilvægast af öllu:
að hindra það, að gróðurmoldin fjúki og skolizt burt af land-
inu, svo og það að græða aftur allt ógróið land. Heitið
„nytjaskógur“, sem nú er farið að nota, getur og hæglega villt
mönnum sýn í þessum efnum, og komið fávísum mönnum
til að halda, að einungis barrskógar séu nytsamir eða arð-