Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Side 14

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Side 14
[ 1 sem búnaðarfélagsmenn óska þess, og kæmu þær þá algerlega í þeirra stað. Með þessu ákvæði, er fyrsta sporið stigið í þá átt að skipuleggja búnaðarsamtökin í Norðlendingafjórð- ungi. Á þessum sama fundi voru samþ. lög 12 félagsdeilda. Á þessum árum var komin upp hreyfing víða um land um að sameina hreppabúnaðarfélög í stærri heildir. Er ekki ósennilegt, að stofnun Rf. Nl. hafi ýtt undir þá hreyfingu. Austfirðingar urðu fyrstir 1904, og sniðu þeir samband sitt og starfshætti í ýmsu eftir Rf., m. a. með því að koma á fót tilraunastöð. Búnaðarsamband Vestfjarða var stofnað 1907 og Suðurlands 1908. En ekki var tekin upp tilraunastarfsemi í þeim. Enda þótt lagabreytingin 1905 hnigi í þá átt að gera Rf. að búnaðarsambandi fyrir Norðurland, var þó auðsætt, að meira yrði að gera, til þess að því marki yrði náð. Var stjórn- inni því falið á aðalfundi 1909, að gera tillögur til lagabreyt- inga í þá átt. Voru tillögur stjórnarinnar samþykktar á aðal- fundi 1910, en ekki skyldu hin breyttu liig taka gildi fyrr en sýslunefndir og búnaðarfélög á félagssvæðinu hefðu tjáð sig fús að taka þeim skilyrðum, er þar yrðu sett. Nýmælin í lögum þessum voru í 7., 13. og 14. gr. þeirra, og eru þessi helzt: Elreppabúnaðarfélögin á félagssvæðinu verða öll meðlimir Rf. og geta sent fulltrúa á fundi félagsins og fengið jarðabætur sínar mældar endurgjaldslaust árlega af búfróðum manni, sem jafnframt leiðbeini mönnum í búnaði. Þau skuli nú greiða til Rf. 1.00 kr. fyrir hvern félagsmann, nema þeir séu allir félagar Ræktunarfélagsins, en þá telzt búnaðarfélagið deild þess. í 13. gr. er gert ráð fyrir að sýslurnar komi upp sýnireit- um, og skuli þá Rf. hafa eftirlit með fyrirkomulagi þeirra og styrkja þá með að minnsta kosti 1 /4 kostnaðar. Og loks er í 14. gr. ákveðið að félagið ráði búfróða menn til að ferð- ast um félagssvæðið, helzt einn í hverri sýslu. Skulu þeir mæla jarðabætur, semja lögboðnar skýrslur um þær, hafa

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.