Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Síða 36
36
yrkjukona félagsins til 1946, nema árin 1942—43, er ungfrú
Svava Skaptadóttir gegndi því starfi. Garðyrkjukonur félags-
ins unnu því ómetanlegt starf til fegrunar og prýði í stöð-
inni, og áttu sinn drjúga þátt í að vekja traust manna á rækt-
un ýmissa matjurta, en auk þess höfðu þær á hendi kennslu á
námsskeiðum félagsins.
2. Matjurtir og fóðurrófur. Kartiifluræktin var á byrjunar-
stigi víða um land, er Rf. hóf starf sitt. Kartöflutilraunir
voru því merkilegur þáttur í tilraunastarfsemi félagsins alla
tíð. Var þar unnið að samanburði á kartöfluafbrigðum, bæði
ræktunarhæfni þeirra og gæðum, en slíkt var þá óþekkt að
mestu hér á landi. Ekki var mönnum heldur kunnugt um
meðferð útsæðis, sáðdýpt, sáðtíma né annað, sem máli skipt-
ir. Fór þar hver eftir sínu liöfði að kalla mátti. Á árunum
1904—13 voru reynd í tilraunastöðinni 35 afbrigði kartaflna,
og skýrir Jakob H. Lindal frá niðurstöðum þeirra tilrauna í
Ársritinu 1913. Tilraunir þessar héldu áfram næstu árin,
en frá 1919—26 fóru þær mjög út um þúfur, en þá voru þær
teknar upp að nýju, og haldið síðan sleitulaust áfram. Niður-
stöður þeirra tilrauna voru, að hér væru Gullauga og Skán
álitlegustu afbrigðin. Með úrvali var framleiddur nýr stofn
af rauðum, íslenzkum kartöflum. Gengur hann undir nafn-
inu Olafsrauður, og hefur reynzt prýðilega. Þá hafa og verið
gerðar tilraunir með eyðingu illgresis, sáðdýpt, þéttleika,
meðferð útsæðis, sáðtíma, útsæðisstærð og annað það, sem
við kemur kartöfluræktinni. Má í heild segja, að skapaður
sé þar viðunanlegur þekkingargrundvöllur fyrir ræktun
kartaflna hér á Norðurlandi.
Tilsvarandi tilraunir, þótt ekki séu þær jafn víðtækar,
voru gerðar með ræktun gulrófna. Reyndust íslenzkar gul-
rófur beztar allra afbrigða. En síðan kálflugan tók að herja á
garðlöndin dró mjög úr ræktun gulrófna.
Fóðurrófur hafa verið ræktaðar með góðum árangri.
Þá hafa ýntsar káltegundir, gulrætur, rauðrófur og fjöl-