Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Side 3
3
nýframkvæmdir, og jafnframt skipulagsbnndin leiðbein-
inga-starfsemi. En til þess að um slíkt væri að ræða vantaði
fyrst af öllu fjárhagsgrundvöll.
Lítill vafi er á, að meðal forystumanna bænda og annarra
áhugamanna var vaknaður áhugi, ekki einungis um að efla
framkvæmdir einstaklinganna í jarðrækt, búfjárrækt og
húsabótum, heldur einnig um að afla fræðilegs grundvallar,
sem treysta mætti á í framtíðinni. En menn voru sundraðir,
þá skorti þekkingu á hvað gera skyldi, og því varð ekkert um
framkvæmdir. Það sem vantaði var, að einhver tendraði
þann neista, sem kveikt gæti áhugabál meðal almennings.
Og þessi íkveikja varð heima á Hólum í marzmánuði 1903.
í.
I. STOFNUN RÆKTUNARFÉLAGS
NORÐURLANDS
f ' , •
Árið 1902 var gerð skipulagsbreyting á Hólaskóla, og jafn-
framt ráðinn þangað nýr skólastjóri, Sigurður Sigurðsson
frá Draflastöðum í Fnjóskadal. Hann var þá rúmlega þrítug-
ur að aldri, og hafði hlotið meiri búfræðimenntun en títt
var þá uin Islendinga, og umfram allt hafði hann í vöggu-
gjöf hlotið meiri eldhuga og dugnað en flestum mönnum er
gefinn. Hann hafði um þessar mundir enn starfað lítt að op-
inberum málum, en hins vegar hafði hann á ferðalagi um
Norður- og Austurland kynnzt fjölda bænda og séð af eigin
raun, hvernig háttaði í búnaði og félagsmálum landbúnað-
arins. Með komu Sigurðar að Hólum hófst nýr þáttur í sögu
skólans. Meðal nýjunga þeirra, er þá var efnt til voru bænda-
námsskeið, var hið fyrsta þeirra háð þegar veturinn 1903.
Var það fjölsótt af bændum og bændaefnum, og stóð dagana
14.—28. marz. Það, sem einkum mun hafa vakað fyrir Sig-
urði með námsskeiðum þessum, var að vekja bændur til
l*