Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Side 53
þarf enginn, hvorki einstaklingur né félagsskapur, að sýna
merki hrörnunar og afturfarar.
I cindverðu var það markmið félagsins, að leiða vísindin
inn í íslenzkan landbúnað. Enginn efast nú um, að þar var
rétt stefnt. Engin starfsstétt þjóðfélagsins kemst lengur af án
þekkingar á viðfangsefnum sínum og verkefnum. Og e. t. v.
er engri stétt meiri þörf þekkingar hverju sinni en bændun-
um. En tíminn stendur ekki kyrr. Hvert árið færir nýja
þekkingu, opnar nýjar leiðir, og það, sem vér vitum bezt nú,
er ef til vill orðið úrelt, og annað betra komið í staðinn eftir
furðu skamman tíma. Starf bcmdans er að gera sér jörðina
undirgefna, ekki sem þræl, heldur sem starfsfélaga. En til
þess þarf þekkingu á lögmálum hennar. Bóndinn verður að
geta hagnýtt sér þau gæði, sem landið á til, en hann verður
samtímis að gæta þess, að krefjast ekki meira, en það fær í té
látið. Þá er hann tekinn að stunda rányrkju, og liún hefnir
sín grimmilega. Old vor hefur breytt íslenzkum landbúnaði
frá rányrkju til ræktunar, og til þess hefur Ræktunarfélagið
lagt drjúgan skerf. Mikið skortir þó enn á, að markinu sé
náð. Oft heyrum vér deilt um málefni íslenzks landbúnaðar
og hlutverk hans í þjóðfélaginu, og margt er þar sagt af furðu
litlum skilningi. En um eitt verður ekki deilt, að bæði hér á
landi og annars staðar er þjóðarskútunni stefnt að strandi,
þar sem landbúnaður fer í handaskolum. Og sú hætta er því
meiri, sem landið er harðbýlla, og meiri lagni þarf að leita til
þess að láta það bera ríkulegan ávöxt. Vel rekinn verður
landbúnaðurinn aldrei án ræktunar, en ræktun landsins
fylgir einnig ræktun lýðsins. Jarðyrkjan er flestum, ef ekki
öllum, störfum fremur menningarstarf. Hún er samstarf við
móður vora, náttúruna, hún eykur skilning á lífinu, hún
þroskar þann, sem að henni vinnur, andlega og líkamlega,
jafnframt því, sem hún malar gull í heildarbú þjóðarinnar.
Um nær hálfrar aldar skeið hefur Ræktunarfélag Norður-
lands unnið á virkan hátt að því að skapa þekkingargrund-