Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Blaðsíða 2
9
sviði atvinnuhátta. Um tvo tngi ára höfðu menn þá horft
á nær óslitinn fólksstraum úr landi, vestur um haf til nýs
landnáms á sléttum Kanada og Bandaríkjanna. Og vafa-
laust hefur mönnum verið orðið það ljóst, að sá straumur
yrði ekki stöðvaður með öðru en bættum lífsskilyrðum hér
heima.
Sjávarútvegurin hafði tekið verulegum framförum síðustu
áratugi 19. aldarinnar, með þilskipaútveginum, og með 20.
öldinni er vélaöld hans að ganga í garð. Allt hafði gengið
hægar með landbúnaðinn. Búnaðarskólarnir höfðu að vísu
starfað í nær tvo áratugi, og lítill vafi er á, að vakning frá
þeim hefur verið tekin að orka á hugi manna í sveitum
landsins um aldamótin. F.n við ramraan reip var að draga.
Fjármagn skorti tilfinnanlega, og verkleg kunnátta öll af
gamla skólanum, og jafnvel ríkti alltof víða sá hugsunarhátt-
ur, að allt nýjabrum í búnaðarháttum væri hættulegt, eða að
minnsta kosti til einskis gagns.
Ymsar tilraunir liöfðu verið gerðar til búnaðarsamtaka
víðs vegar um sveitir landsins á síðari hluta 19. aldar, og
einkum voru mörg búnaðarfélög stofnuð á árunum 1880—
1900, þrátt fyrir illt árferði til lands og sjávar. Og loks hafði
Búnaðarfélag íslands verið stofnað 1899, og um leið komið
fastri skipan á Búnaðarþing.
Á Norðurlandi var búnaðarfélagsskapurinn allgamall í
sumum sveitum. Elzta félagið var Búnaðarfélag Bólstaðar-
hlíðar og Svínavatnshrepps, sem stofnað var 1842, og síðustu
tvo tugi aldarinnar risu búnaðarfélög á legg í miklum meiri
hluta af hreppum fjórðungsins. Samband milli þeirra var
ekkert, og þær tilraunir, er gerðar höfðu verið til að mynda
sýslusambönd búnaðarfélaganna, höfðu allar að engu orðið.
Hreppabúnaðarfélög þessi voru flest fámenn og þróttlítil til
átaka eins og vænta mátti, og um sameiginlegt stefnumið
þeirra var ekki að tala. En eitt það sem allra mest skorti var
tilrauna- og rannsóknargrundvöllur, sem treysta mætti á um