Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Side 16

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Side 16
16 bændurna um allt félagssvæðið. Er fullvíst, að þessi ráðstöf- un vann landbúnaðinum stórmikið gagn meðan þessi skipan stóð, þótt meira hefði það getað orðið, ef truflun heimsstyrj- aldarinnar 1914—18 hefði ekki komið til sögunnar. Forystu- menn félagsins og aðrir búnaðarfrömuðir hér nyrðra fögn- uðu breytingu þessari. Kemur það ljósast franr í ritgerðum Stefáns Stefánssonar í Arsritinu 1910, þar sem lagabreyting- arnar eru skýrðar, og í afmælisgrein hans um Ræktunar- félagið 10 ára. Skilzt mér af þessum greinum, að þessi skipu- lagsbreyting félagsins hafi verið hans verk öðrum fremur. En þó að starfssvið félagsins hefði aukizt, var tilraunastarf- semin sarnt meginþátturinn í framkvæmdum þess. Var félag- ið þannig í raun réttri orðið tvíþætt, annars vegar tilraunirn- ar, en hins vegar búnaðarsambandið. Þessi tvískipting út- heimti rneira fé en áður var, en tekjurnar uxu ekki að sama skapi. Af þessu leiddi, að þegar kemur fram um 1920, og félagið var í verulegri fjárþröng, fer að brydda á nokkurri óánægju með skipulagið. Var hún einkum af því, að mönn- um þótti félagið leggja minna af mörkum til starfsemi bún- aðarfélaganna en önnur búnaðarsambönd gerðu. En þau ráku yfirleitt litla eða enga tilraunastarfsemi. Stjórn félagsins hélt hins vegar fast við hina upprunalegu stefnu, að rekstur tilraunastöðvarinnar væri höfuðmarkmið félagsins, og dreif- ing þess litla fjármagns, er það hafði til umráða, yrði til þess að lama tilraunastarfsemina, og draga um leið úr gagnsemi félagsins. Eftir að jarðræktarlögin voru sett 1923 virðast raddirnar um stofnun sérsambanda hafa orðið háværari og brátt var far- ið að mynda samtök innan sýslnanna, sem sóttu hvert í sínu lagi um styrki til Búnaðarfélags íslands. Fyrst var stofnað Búnaðarsamband Þingeyinga 1927, og Húnvetninga árið eft- ir. 1931 var samband Skagfirðinga fullstofnað, og jafnframt hlutu sambiind þessi viðurkenningu Búnaðarþings, sem fnll- komin búnaðarsambönd. Var þá einungis Eyjafjarðarsýsla

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.