Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Síða 79

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Síða 79
79 ur af því dóti, sem verið er að kenna í hinum svokölluðu skólum. ► Jafnframt landvarnarstarfinu bæri að nota þetta tækifæri til þess að hafa bætandi áhrif á siðferði og andlegt viðhorf æskulýðsins í þá átt, sem ég sagði áðan, og hafa þetta starfs- skeið sem eins konar þjóðskóla í manndyggðum og því, sem öllu öðru námi er æðra. í þessum efnum er þjóð vor, því miður, hörmulega á vegi stödd. Ekki er unga fólkið aðeins of fátækt að kurteisi og kunnáttu í réttri hegðun eða siðfágun, heldur og því rniður án siðalærdóms og vitundar um hvað sé rétt eða rangt, góðum manni samboðið eða ósæmilegt, og lætur um of stjórnast af dýrslegum sjónarmiðum og skepnu- legu ófélagslyndi, enda er æskulýðurinn, að því er mér sé kunnugt, alinn upp án nokkurrar leiðbeiningar í þessum þýðingarmestu efnum fyrir velferð hans og velferð þjóð- félagsins. Egvil ekki blanda kristindómi inn í þetta mál. F.n meðan Helgakver var kennt til fermingar, fólst í því ekki svo lítill kristinn siðalærdómur. En þegar því var hætt, var ekk- ert látið koma í staðinn, og sjást þess nú allt of glögg merki í breytni manna og dagfari. Einhverjir kunna að gera sér litlar vonir um mannbætandi áhrif slíks þjóðskóla á æskulýð landsins. En þeim vil ég svara: Það fer alveg eftir því, hvernig á þessum málum verður hald- ið, en á þessu æviskeiði eru menn móttækilegir fyrir áhrifum. Vér ráðum því alveg sjálfir, hvort vér viljum láta æskulýðinn verða fyrir áhrifum eða ekki, svo og hvort þau áhrif eigi að niiða til góðs eða ills. Og er þá vissulega vert að liafa skáta- félagsskapinn í huga, við skipulagningu þessara hersveita vorra til baráttu gegn eyðingu landsins og til upprætingar þeirra ódyggða, ómennsku og siðleysi, sem nú hrjáir þjóð vora og byrgir henni sólarsýn. Það er stórum betra og nauð- synlegra að þroska skapgerð manna og mannkosti en að troða í þá svokölluðum skólalærdómi, sem oftast er til lítils gagns eða einskis nýtur án hins.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.