Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Side 39
39
stöður síðar haft mikla þýðingu í íslenzkri grasrækt, en hefur
enn verið minni gaumur gefinn en skyldi.
Sáðmagn og sáðtími. Tilraunir með mismunandi sáðmagn
hófust 1933 og voru reknar í 10 ár. Leiddu þær meðal annars
í ljós, að enginn vinningur væri að nota mikið sáðmagn.
Þannig gaf 20 kg sáðmagn á ha í flestum tilraununum jafn-
góðan eða jafnvel betri árangur en 40 kg á ha. Sáðtímatil-
raunir virtust leiða í ljós, að haustsáning gæfi eins góða raun
og vorsáning, ef réttilega er að farið.
Rœktunaraðferðir. Þegar Rf. hóf starfsemi sína, mátti
kalla, að þaksléttan væri nær eina ræktunaraðferðin, sem
viðhöfð var. Sjálfgræðsla var að vísu lítið eitt notuð, en svo
virðist, að bændur og aðrir, sem við ræktunarmál fengust,
hafi verið vantrúaðir á möguleika sáðsléttuaðferðarinnar,
enda var hún lítt framkvæmanleg sakir skorts á fræi, og
kunnáttu við að undirbúa hana. Lengi vel hélzt vantrúin á
sáðslétturnar, enda þótt sáðsléttur í tilraunastöð Rf. Nl. og
víðar hefðu gefið góða raun. Á árunum 1927—1937 voru í
tilraunastöðinni gerðar umfangsmiklar tilraunir með saman-
burð á þessum þremur ræktunaraðferðum: þaksléttu, sjálf-
græðslu og sáðsléttu, hinn eini, er gerður hefur verið hér á
landi. Samanburður þessi leiddi í ljós svo ótvíræða yfirburði
sáðsléttunnar, að ekki varð lengur efast um gildi liennar. Má
telja líklegt, að sú niðurstaða hafi stutt að því, að sáðsléttan
má nú heita eina ræktunaraðferðin í íslenzkri grasrækt. Að
öðru leyti verða ekki hinar víðtæku tilraunir um ræktunar-
aðferðir, t. d. forrækt o. fl., raktar hér, en vísað til Ársritsins.
Ennfremur hafa verið gerðar tilraunir um einn til 3 slætti
sáðsléttna og uppskerumagn eftir því á 1. ári þeirra, með
leir- og sandþakningu og margt fleira.
5. Áburðartilraunir. Svo mátti heita, að ekki þekktist ann-
ar áburður hér á landi en húsdýraáburður, er Rf. hóf göngu
sína. Nýting hans var víðast hvar léleg, og áburðarskorturinn
var þá og lengi síðan eitt mesta vandamál allra ræktunar-