Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Qupperneq 39

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Qupperneq 39
39 stöður síðar haft mikla þýðingu í íslenzkri grasrækt, en hefur enn verið minni gaumur gefinn en skyldi. Sáðmagn og sáðtími. Tilraunir með mismunandi sáðmagn hófust 1933 og voru reknar í 10 ár. Leiddu þær meðal annars í ljós, að enginn vinningur væri að nota mikið sáðmagn. Þannig gaf 20 kg sáðmagn á ha í flestum tilraununum jafn- góðan eða jafnvel betri árangur en 40 kg á ha. Sáðtímatil- raunir virtust leiða í ljós, að haustsáning gæfi eins góða raun og vorsáning, ef réttilega er að farið. Rœktunaraðferðir. Þegar Rf. hóf starfsemi sína, mátti kalla, að þaksléttan væri nær eina ræktunaraðferðin, sem viðhöfð var. Sjálfgræðsla var að vísu lítið eitt notuð, en svo virðist, að bændur og aðrir, sem við ræktunarmál fengust, hafi verið vantrúaðir á möguleika sáðsléttuaðferðarinnar, enda var hún lítt framkvæmanleg sakir skorts á fræi, og kunnáttu við að undirbúa hana. Lengi vel hélzt vantrúin á sáðslétturnar, enda þótt sáðsléttur í tilraunastöð Rf. Nl. og víðar hefðu gefið góða raun. Á árunum 1927—1937 voru í tilraunastöðinni gerðar umfangsmiklar tilraunir með saman- burð á þessum þremur ræktunaraðferðum: þaksléttu, sjálf- græðslu og sáðsléttu, hinn eini, er gerður hefur verið hér á landi. Samanburður þessi leiddi í ljós svo ótvíræða yfirburði sáðsléttunnar, að ekki varð lengur efast um gildi liennar. Má telja líklegt, að sú niðurstaða hafi stutt að því, að sáðsléttan má nú heita eina ræktunaraðferðin í íslenzkri grasrækt. Að öðru leyti verða ekki hinar víðtæku tilraunir um ræktunar- aðferðir, t. d. forrækt o. fl., raktar hér, en vísað til Ársritsins. Ennfremur hafa verið gerðar tilraunir um einn til 3 slætti sáðsléttna og uppskerumagn eftir því á 1. ári þeirra, með leir- og sandþakningu og margt fleira. 5. Áburðartilraunir. Svo mátti heita, að ekki þekktist ann- ar áburður hér á landi en húsdýraáburður, er Rf. hóf göngu sína. Nýting hans var víðast hvar léleg, og áburðarskorturinn var þá og lengi síðan eitt mesta vandamál allra ræktunar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.