Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Qupperneq 19
19
ir áfram meðan þær eru til, en ekki verður bætt við nýjum
ævifélögum. Jafnframt var ákveðið að hætta að senda ævi-
félögum Ársritið ókeypis, en fá skyldu þeir það við lægra
verði en aðrir.
Samkvæmt hinum nýju lögum er tilgangur félagsins sá, að
styðja alls konar tilraunir og framfarir í landbúnaði á Norð-
urlandi. Að vera tengiliður milli húnaðarsamhandanna í
Norðlendingafjórðungi, og að útbreiða meðal almennings
þekkingu á öllu því, er að landbúnaði lýtur og líkindi eru
til að geti komið að gagni. Eins og gefur að skilja verður
starfsemi félagsins því einkum fræðslustarfsemi, enda þótt
verið geti, að það geti veitt einhvern fjárhagslegan stuðning
til annarra hluta, ef vel gengur. Meginþáttur starfseminnar
hlýtur því að verða útgáfa Ársritsins, svo og fræðsla á náms-
skeiðum, í skólum og annars staðar, þar sem henni verður
við komið.
Eins og fyrr fer aðalfundur með æðstu völd félagsins, en
fulltrúar á honum verða nú búnaðarþingsfulltrúar úr Norð-
lendingafjórðungi og auk þess einn fulltrúi frá hverju sam-
bandi. Ennfremur fulltrúar ævifélagadeilda, meðan þær
starfa.
Aðeins eitt ár er liðið síðan þessi nýja skipan var gerð, og
ekki hafa öll búnaðarsamböndin enn gefið svör um, hvort
þau vilji að henni ganga. Hún hefur því ekki verið fram-
kvæmd til fulls. Framtíðin ein getur úr því skorið hversu
hún muni gefast. F.n það er trú þeirra, sem að henni hafa
starfað, að með henni megi Ræktunarfélagið enn um langan
aldur verða fróðleiksgjafi og vekjari í íslenzkum landbúnaði,
og fylla það hlutverk, sem því var í öndverðu ætlað, að flytja
búvísindi inn á heimili hvers bónda í fjórðungnum
Áður en skilizt er við þenna kafla, þykir mér hlýða að geta
að nokkru aðalfunda félagsins, sem fram um 1930 voru mik-
ilvægur þáttur í starfi þess.
Svo var ákveðið í lögum, að fundirnir skyldu haldnir til