Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Qupperneq 22
22
á við það tímabil, sem vcgur þess var mestur og viðfangs-
efnin flest, en örðugleikarnir líka oft hvað mestir. Hann
hafði flestum mönnum meiri kunnugleika á íslenzkum lancl-
búnaði, og áhugi hans á málefnum hans og menningu þjóð-
arinnar var sérstakur. Þá var hann víðkunnur rnaður bæði
hér á landi og erlendis fyrir vísindastörf sín og lærdóm í
grasafræði og varð það til að varpa nokkrum ljóma á störf
félagsins, að slíkur maður færi þar með stjórn. Glæsimennska
hans og lifandi áhugi á öllu, sem til hagsbóta horfði í ís-
lenzku þjóðlífi var félaginu ómetanlegt, til að afla því trausts
og fylgis á gelgjuskeiðsárunum. Eg tel vafasamt að í annan
tíma hafi verið ritað um íslenzkan landbúnað af meiri eld-
móði og skilningi á félagslegu og menningarlegu hlutverki
hans, en þessir tveir formenn Ræktunarfélagsins gerðu.
Ræktunarfélagið kaus hann heiðursfélaga sinn á 10 ára af-
mæli félagsins 1913.
Sigurður Sigurðsson var yngstur þeirra þrímenninganna,
og má raunverulega segja, að hann sé að hefja liið gifturíka
starf sitt í þágu íslenzks landbúnaðar með stofnun Ræktun-
arfélagsins. Og hann átti eftir að lifa athafnasömustu ár ævi
sinnar að þeim samverkamönnum sínum látnum. Þótt Sig-
urður væri ekki formaður félagsins, þá hlaut hann, sakir
menntunar sinnar, að verða sérfræðingur þess, og fram-
kvæmdastjóri var hann fyrstu sjö árin og jafnframt aðal-
grjótpállinn í öllum framkvæmdum þess, og sá maðurinn,
sem mest breiddi út hugsjónir þess og stefnu meðal almenn-
ings. Starfsþrek hans, áhugi og óbilandi trú á framtíð land-
búnaðarins á Islandi var einstætt. Hvar sem hann fór eða
dvaldist, var hann sem leiftrandi eldstólpi, sem hreif alla
með sér og vísaði þeim veginn, hvatti til dáða, fræddi og
framkvæmdi. Þar sem hann var hlaut eitthvað að gerast.
Þessir þrír menn mótuðu félagið með trú sinni, álmga og
þekkingu, með þeim ágætum, að seint mun fyrnast.
Á 10 ára afmæli félagsins var Sigurður kosinn heiðurs-