Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Síða 20

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Síða 20
20 skiptis í sýslunum. Var það framkvæmt eftir föngum fram tii 1931. Flestir voru fundirnir samt á Akureyri, eða 10 talsins, og 1 í Kaupangi. 7 voru haldnir í Þingeyjarsýslum, 5 í Skaga- fjarðarsýslu og 5 í Húnavatnssýslu. Hafa fundarstaðir verið valdir allt austan frá Skinnastað í Öxarfirði og vestur til Hvammstanga. Síðan 1931 hafa allir fundir verið haldnir á Akureyri. Auk aðalfundarstarfanna voru fundir þessir fræðslu- og vakningarsamkomur. Þar voru fluttir fyrirlestrar og rædd landbúnaðarmál, enda sótti þá oft fjöldi manns auk fulltrúa. Voru þeir oftast sannkallaðir hátíðisdagar, og er þeim, er þetta ritar, í fersku minni með hve mikilli hrifningu menn lýstu þeim, er þeir komu heim í sveitirnar að loknum fund- um. Má óhætt fullyrða, að þeir áttu drjúgan þátt í að efla gengi félagsins og auka skilning almennings á starfi þess. Er þess að vænta, að hin nýja skipan félagsins geti orðið til þess að endurvekja að einhverju leyti hina gömlu aðalfundi og gefa þeirn gildi að nýju. b. STJÓRN FÉLAGSINS. Þess er þegar getið, að hina fyrstu félagsstjórn skipuðu þeir Páll Briem, amtmaður, Stefán Stefánsson, síðar skólameist- ari, og Sigurður Sigurðsson, síðar búnaðarmálastjóri. Það mun sjaldgæft að slíkt mannval hafi verið í stjórn sama félags samtímis, enda má þakka það þessum þremur mönn- um, hversu giftusamlega tókst til um að móta störf og stefnu félagsins í upphafi. Páll Briem var þessara manna elztur. Hann var þá löngu þjóðkunnur maður fyrir starfsemi sína á flestum sviðum þjóðlífsins, en einkum hafði hann borið fyrir brjósti rnenn- ingar- og landbúnaðarmál. Hann var einn þeirra ma'nna, sent mest hafði gengist fyrir stofnun Búnaðarfélags Islands, og var sívökull um hvert það mál, sem til heilla horfði í ís-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.