Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Síða 42
42
sótt námsskeið Ræktunarfélagsins. Er þannig auðsætt, að Rf.
hefur átt góðan þátt í að efla kunnáttu landsmanna í garð-
rækt og jarðyrkjustörfum. Einkum þegar þess er gætt, að
nemendurnir hafa verið hvaðanæva af landinu. A heimsstyrj-
aldarárunum síðari, virtist sem áhugi fólks á að sækja náms-
skeið þessi dvínaði stórlega. Þannig var tala þátttakenda árin
1940—46 einungis 14 alls, og 1942 sótti enginn um nárns-
skeiðið. Athuganir, sem gerðar liafa verið síðan, á möguleika
þess, að taka aftur upp garðyrkjunámsskeið í tilraunastöð-
inni, hafa leitt í ljós, að sem stendur sé ekki grundvöllur fyrir
hendi í þeim efnum.
Þá hefur Rf. átt þátt í nokkrum bændanámsskeiðum, stutt
matreiðslunámsskeið og fleira í þá átt, að því ógleymdu, að
það hefur frá öndverðu haldið uppi fræðslu um búnaðarmál
með fyrirlestrum víðs vegar um félagssvæðið, og síðustu árin
hefur sú nýbreytni verið tekin upp að flytja fræðsluerindi
um landbúnað í norðlenzkum skólum, Menntaskólanum á
Akureyri, gagnfræða- og héraðsskólum. Hafa þáu hvarvetna
vakið mikla athygli, og eru mikilsverð tilraun til að hefja
atvinnufræðslu í skólum og vekja nemendur þeirra til hugs-
unar um hagnýt efni.
Fyrirlestrastarfsemi þessi hefur nær eingöngu mætt á
framkvæmdarstjórum félagsins, og hefur Olafur Jónsson
einkum verið athafnasamur í því efni. Hefur hann flutt
nokkur hundruð fræðsluerinda á vegum félagsins víðs vegar
um Norðurland.
2. Leiðbeiningastarfsemi. Þegar á fyrstu árum félagsins tók
það upp víðtæka leiðbeiningastarfsemi meðal bænda um
félagssvæðið. Voru til þess fengnir færustu menn, er völ var
á hverju sinni, bæði framkvæmdarstjórar félagsins og aðrir.
Var þetta því nauðsynlegra, sem ráðunautastarfsemi í ís-
lenzkum landbúnaði var þá enn af skornum skammti. Fóru
umferðakennendur þessi rum félagssvæðið og leiðbeindu
bændum um jarðrækt, áveitur, garðyrkju, girðingar og ann-