Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Blaðsíða 9
II. STÖRFIN HEFJAST
í 2. grein félagslaganna er mörkuð stefnuskrá þess, en hún
hljóðar svo: Tilgangur félagsins er: 1) Að láta gera nauðsyn-
legar tilraunir til jarðræktar á Norðurlandi. 2) Að útbreiða
meðal almennings þekkingu á öllu því, sem að jarðrækt lýt-
ur, og líkindi eru til að geti komið að gagni. Og í 3. gr. var
það fyrst talið af framkvæmdum félagsins að koma á fót til-
raunastöð á Norðurlandi.
Þannig var það ákveðið í lögum, hvert verða skyldi fyrsta
verkefni hinnar nýju stjórnar, en það var að fá land fyrir til-
raunastöð, ráða til hennar framkvæmdarstjóra og hefja þar
vinnu. Sigurður Sigurðsson tók þegar að sér framkvæmdar-
stjórnina, enda mun honum hafa verið ljóst frá upphafi, að
hann yrði að bera hita og þunga starfsins í fyrstu. Var hann
síðan framkvæmdarstjóri til 1911, og stýrði jafnframt skólan-
um á Hólum. En ýmsa aðstoðarmenn hafði hann á þessum
árum, bæði við verkstjórn og skrifstofuhald, enda hefði hon-
um verið ókleift að sinna þessum störfum báðum án þess.
Leitað var til bæjarstjórnar Akureyarr um land fyrir til-
raunastöðina. Tók hún því máli greiðlega, og samþykkti á
fundi 17. júní að gefa Ræktunarfélaginu 10 dagsláttu land í
og við Naustagil og 15 dagsláttur uppi á brekkunum fyrir
sunnan Naustatún. Var landgjöf þessi kvaðalaus með öllu,
að öðru en því, að landið skyldi tekið til notkunar samkvæmt
tilgangi félagsins innan 5 ára, að öðrum kosti félli það aftur
til bæjarins. Ennfremur ef félagið verði rofið „skuli bærinn
eiga kost á að fá landið aftur fyrir sanngjarnt verð.“ Afsal
fyrir landinu fékk félagið að lokinni útmælingu 25. marz
1904. Er full ástæða til að þakka bæjarstjórn rausn hennar
og víðsýni í þessu máli.
Vinna hófst í landinu þegar vorið 1903. Var það þá um
sumarið brotið, ræst og girt og jafnframt hafnar tilraunir