Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Side 12
12
dreifing kraftanna. Þá var fjárveitingunni svo háttar, að hún
var veitt Búnaðarfélaginu, sem síðar galt hana til Ræktunar-
félagsins. Hélzt sú skipan síðan. Enda þótt minna fé hefði
fengizt en ætlað hafði verið, má þó fullyrða, að enn lakari
liefðu úrslitin orðið, ef ekki hefði notið Stefáns Stefánssonar
á Alþingi. Því að í þessu máli, eins og svo oft endranær, kom
fram alger skilningsskortur þingmanna á sérstöðu landshlut-
anna, og yfirleitt, að nokkuð bæri að gera utan Reykjavíkur.
Þeir gerðu sér alls ekki ljóst, að Ræktunarfélagið ætlaði að
taka upp sérstakt starf, þ. e. ,,að gera vísindalegar tilraunir
og útbreiða þekkingu meðal almennings.... og leiða vís-
indin inn á heimili hvers einasta jarðyrkjumanns á Norður-
landi“ eins og Páll Briem kemst að orði i Arsriti Rf. Nl.
1903. Skylt er þó að geta þess, að Þórhallur Bjarnarson, síðar
biskup, sem þá var formaður Búnaðarfélags Islands, mælti
eindregið fram með styrknum til Ræktunarfélagsins, og
sýndi í hvívetna fullan skilning á sérstöðu þess og nauðsyn á
sjálfstæðu tilraunastarfi á Norðurlandi, eins og vænta mátti
af þeim vitra og víðsýna manni.
III. SKIPULAG OG STJÓRN
a. SKIPULAG.
í síðasta kafla var rakin stefnuskrá félagsins eins og hún
birtist í 2. gr. félagslaganna. Sú grein hefur engum efnis-
breytingum tekið fyrr en á síðastliðnu ári, er breyttar að-
stæður knúðu fram breytta stefnu. Hins vegar hafa stjcúnar-
hættir og skipulag félagsins tekið mörgum og gagngerðum
breytingum, svo sem nú skal rakið.
Samkvæmt 5. gr. félagslaganna frá 1903 var Ræktunar-
félagið félag einstaklinga, sem annað hvort greiddu 2.00 kr.