Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Síða 38
38
ræktina sé ekki mikil, þar sem það gefi ætíð góða grænfóður-
uppskeru, og er hún í því ólík kartöíluræktinni.
Ymsar aðrar tilraunir hafa verið gerðar með ræktun græn-
fóðurs, bæði fóðurmergkál, belgjurtir o. fl.
4. Grasrækt. Langumfangsmestar hafa þó grasræktartil-
raunirnar verið, eins og vænta mátti, þar sem grasræktin
hlýtur að vera meginundirstaða íslenzks landbúnaðar. Engin
tök eru að iýsa hér þessum margbrotnu tilraunum, nema að-
eins drepa á nokkur höfuðatriði. Tilraunirnar hafa skipzt í
afmarkaða flokka, sem reyndir hafa verið jöfnum höndum.
Eru þeir þessir: Tilraunir með samanburð mismunandi teg-
unda og frceblöndur. Tilraunir með sáðmagn og sáðtíma.
Tilraunir með samanburð á rœktunaraðferðum. Ymsar til-
raunir.
Samanburður .tegunda. Fyrstu grasræktartilraunir til-
raunastöðvarinnar snerust einkum um samanburð á hæfni
ýrnissa tegunda til túnræktar. Var þar bæði um að ræða inn-
lendar tegundir og erlendar, grös og belgjurtir. A árunum
1904— 11 voru reyndar yfir 50 tegundir af mismunandi upp-
runa, og mun mega fullyrða, að margar þeirra höfðu aldrei
áður í íslenzka jörð komið. Samanburður 32 tegunda frá ár-
unum 1908—11 leiddi í ljós, að 13 þeirra höfðu svo full-
komna yfirburði umfram hinar, að fræblöndur þær, sem
síðar hafa verið notaðar hér á landi, hafa að verulegu leyti
verið gerðar eftir þeirri niðurstöðu. Einnig voru á þessum
árum gerðar tilraunir með fræblöndur. Annars er það fyrst
eftir 1930 að fyrir alvöru er tekið að gera tilraunir með gras-
fræblöndur, og er þá meðal annars tekin upp sú nýlunda að
reyna þýðingu belgjurta í túnrækt, og afstöðu þeirra til mis-
munandi áburðartegunda og áburðarmagns. Einnig voru þá
gerðar tilraunir með smitun smárafræs og annarra belgjurta.
Margt merkilegt hefur komið fram við tilraunir þessar,
einkum í sambandi við ræktun belgjurta. Geta þær niður-