Morgunblaðið - 24.02.1981, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981
HÖGNI HREKKVÍSI
ást er...
... aö sleikja frímerkin á
allan jólapóstinn hennar.
TM R«q U.S. P«t. Off. — aH nghts fwwvxl
• 1978 Los AngQ— T>m— Syndtcaf
Þú munt finna jafninKÍa þinn í
stórri fílahjörð!
COSPER
Við þurfum ekki að óttast að sú Kamla komi okkur hér i opna
skjöldu, vina!
Heimilistrygg-
ingin bætir
ekki tjónið
G.J. hringdi og kvaðst vilja
koma á framfæri ábendingu til
fólks og vara það við að skilja
eftir þvott á snúrum yfir nótt.
Dagvistarstofnanir:
Góð menntun
aldrei ofmetin
— Nágrannakona mín varð
fyrir miklu tjóni um daginn,
þegar hún lét það henda sig að
geyma til morguns að taka inn
þvottinn. Þegar hún ætlaði að
fara að tína spjarirnar af snúr-
unum, var hvert einasta stykki
horfið. Tjón hennar er tilfinn-
anlegt og hún er búin að ganga
úr skugga um það, að heimil-
istryggingin tekur engan þátt í
að bæta tjónið, vegna þess að
þvottinum var stolið að nóttu
til, en látið vera að taka hann
inn um kvöldið.
Hvað eigum
við marga
þingmenn?
Móðir skrifar:
„Ég er móðir tveggja bana sem
bæði hafa verið á dagvistarheimili
frá því að þau voru 2ja ára og til 6
ára aldurs.
Það er skoðun mín að líf þeirra
hafi orðið ríkara vegna þess að
þau fengu að vera á dagvistar-
heimili. Eg tel það hafi verið þeim
ómetanlegt að vera innan um fólk
sem skildi þroska þeirra og at-
hafnaþörf og kenndi þeim margt
sem ekki verður kennt á fámennu
einkaheimili. Tíminn á dagvistar-
heimilinu var þeim góður skóli og
engu síður nauðsynlegur en sá
skóli sem þau eru í nú.
Góð aðstoð við foreldra
Ég hef þá skoðun að hæfilegur
tími á dagvistarheimili, t.d. 4—6
tífnar, sé mjög góð aðstoð við
foreldra. Reyndar tel ég dvöl á
dagvistarheimili nauðsynlega
fyrir börn sem koma frá fámenn-
um heimilum þar sem t.d. eru
aðeins tvö systkini og foreldrar.
Venjuleg heimili veita börnum
ekki þá örvun sem þau þurfa til
þess að nýta hæfileika sína eins og
hægt er. Þar getur uppeldisfræði-
lega menntað fólk hjálpað til.
Lengi býr að fyrstu gerð
Ég tel nauðsynlegt að hlúð verði
að því fólki sem hefur tekið yfir
stóran hluta af uppeldi barna á
forskólaaldri. Góð menntun verð-
ur aldrei ofmetin. Það er nauðsyn-
legt að á dagvistarstofnunum
starfi vel menntað fólk sem skilur
börn og hefur þá þekkingu til að
bera sem þarf til þess að nýta
þennan dýrmæta tíma sem for-
skólaaldurinn er. Því lengi býr að
fyrstu gerð.“
Mikið var
ég' g löð
4216-6154 hringdi og sagði: —
Hvað eigum við marga þing-
menn, Reykvíkingar? Er Albert
okkar eini þingmaður? Enginn
annar hefur a.m.k. séð ástæðu
til að hreyfa mótmælum við
skrefatalningunni, sem ætlunin
er að koma á hér á höfuðborg-
arsvæðinu. Ég er búin að bíða í
15 mínútur eftir að ná sam-
bandi við þig, Velvakandi.
Hvernig hefði þetta litið út
fyrir mig, ef skrefatalning væri
komin á? En er það ekki þetta,
sem koma skal, að taka fullt
gjald af símnotendum meðan
þeir bíða, oft til einskis, eftir að
ná sambandi við rétta aðila?
Nei, þetta er tvímælalaust skref
afturábak, hvernig sem á málið
er litið. Símamál dreifbýlisins
verður að leysa á annan hátt en
að telja niður þjónustu hér á
höfuðborgarsvæðinu. Og ég
spyr enn og aftur: Hvað eigum
við marga þingmenn?
Kemur ekki til
greina
Elín Sigurðardóttir hringdi og
sagði að sér fyndist ekki koma til
greina að hafa — kriki sem seinni
hluta í nöfnum gatna á Öskjuhlíð-
arsvæðinu eins og rætt hefði verið
um. — Hins vegar kæmi til greina
að hafa í stað þess t.d. -hæð. Mér
finnst það að minnsta kosti falia
betur að aðstæðum þarna. Ekki
satt.
Húsfreyjan á Kiðafelli skrifar:
„Velvakandi.
Sjáðu hvað blessuð litla rjúpan
er falleg. í tvö skipti hafa rjúpur
komið inn í garð til mín. í fyrra
skiptið var það fyrir fjórum árum,
snemma að vorlagi. Og svo þegar
ég leit út um gluggann minn í gær,
sá ég hvar tvær yndislegar hvítar
rjúpur voru þar á vakki.
Mikið var ég glöð yfir að þær
skyldu sleppa frá drápsfýsn
mannanna síðastliðið ár.“