Morgunblaðið - 07.04.1981, Page 26

Morgunblaðið - 07.04.1981, Page 26
2 6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 Fólk og fréttir í máli og myndum • „Brigðult er veður, þótt blítt sýnist.“ En Koða veðrið hélst alla helgina, og svo gott var það að Jóhann (Jonni) Vilbergs- son, hinn kunni skiðakappi, lét sig ekki muna um að fara úr (peysunni.) Hér nýtur hann aðstoðar dóttur sinnar, Auð- ar, við brautarlagningu, en Jonni var brautarstjóri Reykjavíkurmótsins. • Broshýrir Reykjavikurmeistarar. Þau Dýrleif Arna Guðmundsdóttir og Kristján Valdimarsson urðu þrefald- ir Reykjavíkurmeistarar í alpagreinum. • „Betur mega tveir en einn.“ Baldur Ómar (Bóbó) aðstoðar Einar Þorkelsson mótsstjóra við tilkynningu úrslita að loknu móti. Þeim á hægri hönd eru þeir feðgar Gunnar, Pétur og Karl Maack. Reykjavíkurmót unglinga fór fram í Skálafelli dagana 28. og 29. mars sl. Veðrið var mjög gott og var keppnin bæði spennandi og skemmtileg. Urslit mótsins hafa þegar verið birt, en á meðfylgjandi myndum sem ljósm. Mbl. Ágúst Baldursson tók, má sjá bæði keppendur, starfsmenn og fleiri. Skíðasvæði KR-inga 6 skíðalyftur eru nú í Skálafelli KR-ingar hafa byggt upp mjög gott skíðasvæði i Skálafelli. Þar eru nú 6 skíðalyftur, ásamt góðum skála og nú i vetur reistu þeir 120 fermetra hús við lyftur 5 og 6. Þar er gert ráð fyrir hreinlætisaðstöðu svo og aðstöðu þar sem fólk getur neytt ncstis. Mun sá skáli væntanlega verða tekinn i notkun nú um páskana. Eitt af framtiðaráformum þeirra KR-inga er að komið verði upp lýsingu við lyftur 5 og 6. Nú er brekkan við lyftu 1 (þ.e. við eldri skálann) upplýst, en með lýsingu við iyftur 5 og 6 verður aðstaðan til skíðaiðkunnar i Skálafelli stórbætt. Og ekki verður aðstaðan þar siðri er lyfta sú er þegar hefur fengist opinbert leyfi fyrir, og er i daglegu tali kölluð „lyftan á toppinn" verður komin i gang. Ráðgert er að hefja vinnu við hana sumarið 1982. Lyfturnar 6 sem i Skálafelli eru nú, eru þrennskonar: 3 diskalyftur, þ.e. lyfta 1 við eldri skálann, (gilið) og lyftur 5 og 6 sem eru samsiða, 2 spjaldalyftur og 1 kaðallyfta sem er kjörin fyrir byrjendur af yngri kynslóðinni. Hér á eftir fara nokkrar gagnlegar uppl. um skiðasvæðið. Lyftur eru í gangi frá kl. 10.00 á morgnana til kl. 18.00 og lengur ef veður leyfir. Boðið er uppá kennslu fyrir almenning í Skálafelli og þjálfun fyrir keppendur. Brekkur eru véltroðnar. Verð á lyftukortum: Dagkort fullorðinna kr. 35.00 Dagkort barna kr. 18.00 10 ferðir fulorðnir kr. 35.00 10 ferðir börn kr. 18.00 Árskort fullorðinna kr. 500.00 Árskort 13—16 ára kr. 280.00 Árskort 12 ára og yngri kr. 190.00 Aðgangur er ókeypis í kaðallyftu. Aætlunarferðir laugardaga og sunnudaga: Kl. 9.30 Kaupf. Hafnfirðinga Miðvangi. Kl. 9.35 Kaupf. Hafnfirðinga Garðaflöt. Kl. 9.40 Arnarneshæð. Kl. 9.50 Mýrarhúsaskóli. Kl. 9.52 KR-heimilið. Kl. 10.00 BSÍ Umferðarmiðstöð. Kl. 10.05 Shell Miklubraut. Kl. 10.10 Vogaver. Kl. 10.15 Shell Norðurfelli. Kl. 10.17 Fellaskóli. Kl. 10.20 Straumnes. Kl. 10.25 Breiðholtskjör. Kl. 10.40 Þverholt Mosfellssveit. Æfingaferðir Miðvikudaga: Kl. 17.00 Kaupfélagið Garðaflöt. Kl. 17.15 KR-heimilið. Kl. 17.25 BSÍ Umferðarmiðstöð. Kl. 17.40 Fellaskóli. Kl. 17.42 Straumnes. Kl. 17.45 Breiðholtskjör. Kl. 18.00 Þverholt Mosfellssveit. Símsvari Skíðasvæðisins i Skálafelli er 66099, en beint samband við KR-skála 66095. • Þeir eru ungir að árum, KR-ingarnir hér að ofan. En samt farnir að láta að sér kveða í skíðaíþróttinni. Talið f.v. Hrafn Rögnvaldsson, Sveinn Rúnarsson, Guðjón Þór Mathiesen, Bjarni Pétursson, Arnór Arnason og Einar Ásbjörnsson. Þau hlutu verðlaun á Reykjavík- urmótinu. Talið frá vinstri Dýr- leif Arna Guðmundsdóttir, Rósa Jóhannsdóttir, Heiga Stefáns- dóttir, Steingrímur Birgisson, Þór Ómar Jónsson, Tryggvi Þorsteinsson, Erling Yngvason, Kristján Valdimarsson, örnólfur Valdimarsson, Baldvin B. Valdi- marsson og Haukur Þorsteins- son. Frá skíðasvæði KR-inga í Skálafelli. 'I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.