Morgunblaðið - 04.02.1982, Side 3

Morgunblaðið - 04.02.1982, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1982 3 Enginn gegnir störfum upp- lýsingafulltrúa FINNUR Torfi Stefánsson lög- fræðingur, sem undanfarin ár hef- ur gegnt stöðu upplýsingafulltrúa sem fyrst var kallaður umhoðs- maður hjá dómsmálaráðuneytinu, lét af störfum um síðastliðin mánaðamót, og enn hefur enginn tekið við stöðu hans. Baldur Möller, ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði, þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að ráðið yrði í starfið aftur og það sennilega auglýst von bráðar. Kvað Baldur, að starf upplýsingafulltrúa væri ekki eingöngu bundið við að leiðbeina fólki um rétt þess og stöðu gagnvart dómsvaldinu í iandinu, heldur þyrfti hann ekki síður að vísa fólki veginn í stjórnkerfinu, sem oft gæti reynst flókið fyrir þá sem ekki þekktu til. Sagði Baldur, að því væri ekki ósennilegt að ráðinn yrði maður í starfið, sem þekkti vel til í stjórnsýslu landsins. Til dæmis: Ríkisstjórnin: Frestadi afgreiðslu hækkana Á FIINDI ríkisstjórnarinnar í fyrrakvöld, var frestað að taka ákvörðun um fyrirliggjandi verð- hækkunarbeiðnir á gjaldskrám Landsvirkjunar, Rafmagnsveitu Keykjavíkur, Hitaveitu Reykjavík- ur og Strætisvagna Reykjavíkur. Ríkisstjórnarfundur er boðað- ur í dag, fimmtudag, og er búist við að þar verði umræddar verð- hækkanir afgreiddar, að því er Magnús Torfi Ólafsson, blaða- fulltrúi ríkisstjórnarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Lesendaþjónusta Morgunblaðsins: Spurt og svarad um skattamálin LESENDAPJÓNUSTA Morg- unblaðsins, Spurt og svarað um skattamál, er veitt dagana fram að skilafresti skattframtals ein- staklinga, sem er miðvikudag- urinn 10. febrúar nk. Geta les- endur hringt í síma Mbl. 10100 kl. 13 til 15 mánudaga til föstu- daga og borið upp spurningar um skattamál, sem Skattstofan í Reykjavík svarar. Eru svörin ásamt spurningunum birt í blaðinu að nokkrum dögum liðnum. Síminn er 10100 kl. 13 til 15 virka daga. Stóru togararnir: Nefnd kanni mannafækkun RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í fyrrakvöld, að verða vio ríkissáttasemjara, um að skipa nefnd tii ÍÖ h?nna hugsanlega fækkun í áhöfnum stóru togaranna. Ekki hefur þó enn verið skipað í nefndina, og ekki ljóst hvernig hún verður samansett, né hver verður formaður hennar. ★ Dömu-ullarbuxur ★ Dömu-gaberdine-buxur ★ Herra-flannelsbuxur ★ Herra-gaberdinebuxur ★ Háskólabolir m/hettu og venju- legir Herrapeysur — Mikið úrval Dömupeysur — Mikið úrval ★ Barnapeysur — Bolir — Buxur — Skyrtur ★ Úlpur o.fl. á börn ★ Kápur — Kjólar — Prjónakjólar ★ Öll föt m/vesti 15% afsláttur Dömu-ullarkuldajakkar Skyrtur — Blússur Ennþá er mikið til af stórgiæsilegum fatnaði, allt nýjar og nýlegar vörur Austurstr**t. ?? Sim. »ra skiptiborði 8505S

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.