Morgunblaðið - 04.02.1982, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRUAR 1982
PORTÚGAL
Ramalho Eanes, forseti Portúgals, hefur eina ferðina enn ruglað landa sína í ríminu, er hann gaf þá
yfirlýsingu á dögunum að hann myndi segja
af sér embætti, ef völd hans yrðu skert í
nýrri stjórnarskrá landsins, en meiningin er,
að endurskoöun hennar verði lokið með
vorinu.
Eanes hótar
afsögn ef völd
hans veröa skert
Stjórnarskrá sú sem gildir nú var
samin 1975—1976, þegar áhrif
kommúnista voru hvaö mest og
hefur síöan þótt full ástæöa til
aö endurmeta og endursemja
mörg atriöi í henni. Deildar
meiningar hafa veriö um, hvort
draga ætti úr völdum forsetans,
en nú hefur Eanes kveðiö uþþ úr
meö þaö í eitt skipti fyrir öll:
Hann ætlar ekki aö una því ef
svo veröur.
Eanes er vinsæll og virtur og nú
eru aö veröa liöin tvö ár af
seinna kjörtímabili hans. Þótt
skoöanir hans þyki íviö meira til
vinstri en æskilegt er sýnist ekki
leika á því vafi, aö hann er
Portúgölum ákveöiö sameining-
artákn á þessum erfiöu tímum,
sem veriö hafa í landinu síöan
1974.
Eanes hefur meira aö segja látið
aö því liggja aö hann myndi
stofna sinn eigin stjórnmála-
flokk og bjóða sig fram í þing-
kosningum og sækjast eftir
starfi forsætisráöherra. Þing-
menn Alianca Democratica og
sumir fulltrúa PS-flokks Mario
Soares, sem styöja breytingar á
EANES
stjórnarskránni er hníga aö því
aö draga úr völdum forsetans,
hafa kallaö yfirlýsingu Eanes
örgustu kúgun. Þess má og
vænta aö stjórnmálaforingjar
heföu töluverða ástæöu til aö
hafa áhyggjur ef Eanes geröi al-
vöru úr hótun sinni. Eins og allir
vita hefur veriö umhleypinga-
samt á sviöi portúgalskra
stjórnmála þessi fáu ár sem liöin
eru frá því Portúgalar veltu af
sér fimmtíu ára einræöisstjórn.
Rikisstjórnir hafa komið og far-
iö, ég man ekki í svipinn hvort
þrettán eöa fjórtán hafa setiö
viö völd þessi átta ár, en síðan
Eanes var kjörinn forseti áriö
1976 hefur honum tekizt aö
veröa þjóöinni býsna mikilsvert
sameiningartákn eins og fyrr
sagði.
Þaö er athyglisvert aö Eanes hlaut
kosningu þá vegna þess aö
hann kom upp um valdaráns-
samsæri kommúnista, en þegar
hann var kjörinn ööru sinni
studdu hann kommúnistar og
sósíalistar, og reyndar hlaut
hann verulegt atkvæöamagn frá
hægri og miöjumönnum, vegna
lítillar ánægju meö frambjóö-
anda Alianca Democratica,
Soraes Carneiro.
Friðrik Sophusson í útvarpsumræðum:
Niðurgreiðslur
eru pappírslausn
Hér fer á eftir karli úr rteðu þeirri,
sem Friðrik L. Sophusson, varafor
maður Sjálfstaðisflokksins, flutti í
útvarpsumræðum sl. fimmtudags-
kvöld.
Haustið 1979, eða nánar tiltekið
hinn 28. nóvember, birtist í Morg-
unblaðinu ágæt grein um niður-
greiðslur. I henni segir orðrétt
með leyfi forseta: „Bændur sjálfir
og samtök þeirra hafa látið i ljós,
að niðurgreiðslur megi helzt ekki
verða meiri en mismunur á fram-
leiðsluverði og söluverði. Þessar
miklu niðurgreiðslur skekkja verð-
lag og draga úr hvöt til að ráðast í
nýjar búgreinar. Þær bjóða heim
hættu á misnotkun og spillingu.
Þær leiða til þess, að þeir ríku fá
meira í sinn hlut úr ríkissjóði en
þeir snauðu. Þegar dregið verður
úr niðurgreiðslum, á að bæta lág-
launafólki það upp með tekju-
tryggingu, fjölskyldubótum og af-
námi á tekjuskatti, þannig að
kaupmáttur þessa fólks minnki
ekki.“
I þessari grein er fjallað með
vitrænum hætti um þá gífurlegu
galla, sem fylgja niðurgreiðslum
og bent á aðrar og betri leiðir.
Eftir að hafa hlýtt á boðskap
forsætisráðherra hér áðan um
stórfelidar niðurgreiðslur, verður
það eflaust erfitt fyrir marga að
trúa því, að hann sé sjálfur höf-
undur þeirra orða, sem ég vitnaði
til hér áðan.
Eg vona, og ég er reyndar per-
sónulega sannfærður um, að.for-
sætisráðherra sé sömu skoðunar
og hann var fyrir tveimur árum,
þótt það hafi orðið hlutverk hans
hér í kvöld að lesa þá moðsuðu,
sem greinilega er samin af Fram-
sóknarmönnum og kommúnistum,
en þeir eru hvort tveggja í senn,
úrræðalausir og innbyrðis sundur-
þykkir í skoðunum. Því verður
a.m.k. ekki trúað að forsætisráð-
herra vilji ýta undir „misnotkun
og spillingu", svo vitnað sé til hans
eigin orða.
Ástæðan fyrir því að ríkis-
stjórnin fer þá leið að greiða niður
landbúnaðarvörur í stað þess að
lækka vöruverð með söluskatts-
lækkun, er einfaldlega sú, að
lækkun á söluskatti er samkvæmt.
uppl. Þhs. fjórfalt dýrari aðferð
fyrir ríkissjóð en niðurgreiðslurn-
ar.
Vægi landbúnaðarafurða er svo
rangt metið í vísitölugrunninum,
að hægt er með reikningskúnstum
að láta verðbólguna hjaðna með
því að greiða niður vörutegundir,
sem jafnvel fyrirfinnast ekki í
verziunum.
Hin raunverulega verðbólga
heldur hins vegar áfram að vera
til, því að aðrar vörur hækka og
þær sem ekki eru í vísitölunni
miklu meira en hinar. Þetta
þekkja þeir sem annast innkaup
fyrir heimilin og þurfa að láta
tekjur sínar duga fyrir auknum
útgjöldum.
Lækkun söluskatts er raunveru-
leg verðlækkun, en niðurgreiðslur
eru pappírslausn, sem notuð er til
að lækka laun, þegar laun eru vísi-
tölutengd við verðlag í landinu.
Forsætisráðherra las það úr
skýrslu ríkisstjórnarinnar hér áð-
an, að efnahagsmarkmið ríkis-
stjórnarinnar væru þau sömu og í
efnahagsáætluninni frá gamlárs-
degi 1980 eða: Öflugt atvinnulíf,
hjöðnun verðbólgu og trygging
kaupmáttar — og bætti svo við, að
tekist hefði að ná þessum mark-
miðum. Höfundur skýrslunnar
hlýtur annaðhvort að vera gjör-
sneyddur dómgreind eða gæddur
einstöku skopskyni, þegar á það er
litið, að atvinnufyrirtæki lands-
manna hafa verið rekin með bull-
andi tapi, verðbólgan stefnir í yfir
50 stig og kaupmáttur launa hefur
rýrnað eins og launþegar finna
bezt, þegar þeir verzla í búðum eða
greiða af bankalánum.
Þá og nú
Það vekur sérstaka athygii, þeg-
ar sagt er að markmiðin nú séu
þau sömu og með efnahagsaðgerð-
unum, sem efnt var til í byrjun
síðasta árs, að nú er ekki minnst á
þær leiðir, sem þá voru farrtar.
• Nú er ekkert talað um fast
gengi, eins og gert var í fyrra.
Þvert á móti gefa ráðherrar lof-
orð um gengisfall, gengissig eða
gengisaðlögun.
• í fyrra átti að halda verðlagi
niðri með hertri verðstöðvun.
Núna er það viðurkennt að slík
ákvörðun var gagnslaus og lagt
er til að teknir verði upp nýir
starfshættir, sem vonandi eru í
átt til frjálsari verðlagningar.
• í fyrra voru sett sérstök niður-
Garðabær:
Nýtt bflaverkstædi
BÍLATÍIN — bílastillingastöð, hefur
flutt starfsemi sína úr Sigtúni 3 þar
sem hún hefur verið í átta ár, upp í
Garðabæ í Iðnbúð 4. Þar opnaði eig-
andinn, Kristján Tryggvason, bílastill-
ingastöðina í nýju og stærra húsnæði
en áður og er hægt að gera við fimm
bíla í einu þar en þrír bifvélavirkjar
Á nýja verkstæðinu í Garðabæ.
Frá vinstri: Kristján Tryggvason
eigandi og Örn Jónasson bilvéla-
virki.
koma til með að vinna á verkstæðinu
í Garðabæ.
í samtali við Mbl. sagði Kristján
Tryggvason að húsnæðið væri á
tveimur hæðum, verkstæðið á neðri
hæðinni og væri húsnæðið í allt 360
fm stórt. Sagði Kristján að á verk-
stæðinu væri hægt að vinna al-
mennar bílaviðgerðir fyrir skoðun,
Ijósastillingu og hjólastillingu.
„Þetta er alveg ný þjónusta hér í
Garðabæ, því það var aðeins eitt
verkstæði hér fyrir og er þetta því
alveg óplægður akur,“ sagði Krist-
ján.