Morgunblaðið - 26.02.1983, Síða 12

Morgunblaðið - 26.02.1983, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983 leiðtogi Verkamannaflokksins, var forsætisráðherra þegar það var ákveðið fyrir nokkrum áratugum, að á friðartímum skyldu ekki vera kjarnorkuvopn í Noregi. Síðan var málið ekki meira rætt þar í landi og því stungið undir stól í stjórnmála- baráttu. Fyrir fáeinum árum tóku menn að huga að því aftur og það var dregið fram að nýju og reyndist þá hafa stækkað og bólgnað í hvíld- inni. Athygli beindist að vopnunum þegar umræður urðu um það, hvort hafa ætti nifteindarsprengjur í Vestur-Evrópu. Jimmy Carter, Bandaríkjaforseti, fékk nóg af tví- ræðum svörum frá Helmut Schmidt, kanslara Vestur-Þýskalands, og ákvað að hætta við sprengjuna áður en hún leiddi til fjöldamótmæla. En Norðmenn tóku fyrst alvar- lega við sér í desember 1979 þegar utanríkisráðherrar Atlantshafs- bandalagsríkjanna ákváðu að setja upp meðallangdrægar bandarískar kjarnorkueldflaugar í Vestur- Evrópu til að svara hinni nýju SS-20 eldflaug Sovétmanna. í hverri SS-20 eldflaug eru. þrjár kjarnorku- sprengjur og þær vöktu ugg hjá mörgum, ekki síst Vestur-Þjóðverj- um. f desember 1979 var Odvar Nordli forsætisráðherra í eins flokks stjórn Verkamannaflokksins. Nordli tókst með aðstoð Knut Frydenlund, utan- ríkisráðherra, og Thorvald Stolt- enberg, varnarmálaráðherra, að fá forystusveit Verkamannaflokksins til að styðja hina „tvíþættu ákvörð- un“ Atlantshafsbandalagsins. Hún hefur verið kölluð „tvíþætt" því að samhliða ákvörðun um að koma hin- um nýju eldflaugum fyrir var Sovét- mönnum gert tilboð um samninga sem gætu hindrað tilvist þessara sömu eldflauga í Vestur-Evrópu. Verkamannaflokkur viö völd Á meðan Verkamannaflokkurinn var við völd gat hann sameinast um stuðning við „tvíþættu ákvörðun- ina“ með því að leggja áherslu á samningshlið hennar. Forystumenn flokksins viðurkenndu, að erfitt yrði að ná samningum sem útilokuðu með öllu bandarísku eldflaugarnar frá Vestur-Evrópu. Engu að síður töldu þeir rétt að halda í vonina um að ekki þyrfti að setja upp neina nýja eldflaug. Þegar Gro Harlem Brundtland tók við embætti forsætisráðherra af Nordli snemma árs 1981 voru aðeins nokkrir mánuðir til þingkosninga í september sama ár. Henni var kappsmál að flokkurinn væri ein- huga í kosningabaráttunni og því var eldflaugadeilunni innan hans ýtt til hliðar. Til þess var notuð út- smogin formúla. A landsfundi vorið 1981 gerðist það í fyrsta sinn í sögu Verkamannaflokksins að einróma var samþykkt yfirlýsing til stuðn- ings aðildinni að Atlantshafsbanda- laginu. Þennan einhug keypti flokksforystan með því að fallast á tillögu um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Enginn minntist á „tvíþættu ákvörðunina". Viðbrögð helstu bandamanna Norðmanna og þó einkum Banda- ríkjamanna voru skýr og skorinorð. Þeir sögðu í raun, að forysta Verka- mannaflokksins notaði varnar- stefnu Atlantshafsbandalagsins sem skiptimynt í pólitískum hrossa- Noregs í öryggismálum John C. Ausland ritar um eldflauga- vanda norska Verkamannaflokksins Dag nnkkurn seint í nóvember 1982 bað Knut Frydenlund um orðið í norska þinginu. Hann kvað ekki fast að orði frekar en hann er vanur en sagðist vilja bera fram breytingartil- lögu við einn útgjaldalið varnarmála- ráðuneytisins í fjárlagafrumvarpinu fyrir 1983. Þetta hefði tæplega þótt neinum tíðindum sæta á löggjafar- samkundum flestra landa. En í Nor- egi var um sögulegan atburð að ræða. I fyrsta sinn frá því síðari heimsstyrj- öldinni lauk klofnaði stórþingið í tvær svo til jafn stórar fylkingar vegna tillögu er varðaði stefnu Noregs í öryggismálum. Það var táknrænt að Knut Fryd- enlund skyldi vera tillögumaðurinn, af því að ágreiningsefnið snertir áform á vegum Atlantshafsbanda- lagsins, sem hann tók þátt í að móta þegar hann var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokksins — í harðri andstöðu við stóran hóp flokksbræðra sinna. Frydenlund er nú formaður varn- armálanefndar þingsins og því var það í sjálfu sér ekkert merkilegt, að hann flytti breytingartillögu við út- gjaldaliði varnarmálaráðuneytisins. Hann lagði til, að Norðmenn skæru niður framlag sitt til framkvæmda- sjóðs NATO um nokkrar milljónir n.kr., það er þann hluta af framlagi þeirra sem átti að renna til smíði skotpalla undir bandarísku meðal- langdrægu kjarnorkueldflauganna sem ætlunin er að setja upp í Vestur-Evrópu. Jafnvel þótt tillögu ríkisstjórnar Hægriflokksins undir forsæti Káre Willochs hefði verið breytt í þá átt sem Frydenlund vildi, hefði það ekki haft áhrif á smíði skotpallanna. Hins vegar hefði það flýtt fyrir alvarlegri stjórnarkreppu í Noregi. Við atkvæðagreiðsluna um breyt- ingartillöguna var svo sannarlega mjótt á munum, 77 atkvæði gegn 76 ríkisstjórninni í vil. Svo hart var barist að Káre Kristiansen, formað- ur Kristilega þjóðarflokksins, var kallaður heim úr ferðalagi í Banda- ríkjunum til að greiða atkvæði í stórþinginu. Andstaða gegn Evrópu- eldflaugunum i Verkamannaflokkn- um hafði smitað frá sér inn í Kristi- lega þjóðarflokkinn og Miðflokkinn. Ríkisstjórn Willochs er minnihluta- stjórn og getur ekki náð málum fram án stuðnings þessara flokka. Vantraust á varnarmálaráðherra Hiti í umræðum um eldflaugarn- ar minnkaði ekki við það, að Gro Harlem Brundtland, formaður Verkamannaflokksins, flutti tillögu um vantraust á Anders C. Sjaastad, varnarmálaráðherra. Hún hélt því fram, að Sjaastad hefði ekki gert varnarmálanefnd þingsins nægilega glögga grein fyrir því, hvernig greiðsluskyldu Noregs vegna eld- flauganna væri háttað. Vantrausts- tillagan var felld með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða en hún varð ekki til þess að bæta stirt ands- rúmsloft í samskiptum varnarmála- ráðherra og forystu Verkamanna- flokksins. Það er Sjaastad að þakka, að menn fengu almennt vitneskju um það, að Noregur átti að leggja fram fé til smíði eldflaugaskotpallanna. Hann birti tölur því til staðfest- ingar í fjárlagafrumvarpinu. Til þessa hafa útgjaldaliðir ekki verið jafn sundurgreindir og nú. Sjaastad segist vera að sinna upplýsinga- skyldu við almenning með þessari sundurliðun útgjalda. Sumir for- ingjar Verkamannaflokksins segja, að hann hafi aðeins gert þetta til að koma þeim í vanda. Hvað svo sem fyrir Sjaastad vakir er ljóst, að allt fram á síðustu ár hefur verið talið óhugsandi að ganga til atkvæða með þessum hætti í stórþinginu. Þar hefur verið samstaða um öryggismálastefnuna meðal allra flokka nema Sósíalíska vinstriflokksins. Samstaðan breiddi hins vegar yfir þá staðreynd, að inn- an flokka og þá einkum Verka- mannaflokksins voru menn misjafn- lega áhugasamir um Atlantshafs- bandalagið. Þetta „áhugaleysi" hef- ur ekki síst gert vart við sig þegar kjarnorkuvopn eru annars vegar. Kjarnorkuvopn dregin fram John C. Ausland, gerinarhöfundur. Hann var fyrr á árum í bandarísku utanríkisþjónustunni og vann meðal annars að undirbúningi fyrri SALT- viðræðnanna og mótun kjarnorku- vopnastefnu Bandaríkjanna. Eftir að hafa starfað í bandaríska sendiráðinu í Osló settist hann þar að og ritar um norsk málefni, einkum varnarmál og olíumál, fyrir fjölda blaða. Einar Gerhardsen, hinn aldni kaupum innan eigin flokks; í varn- arstefnunni fælist að til kjarnorku- vopna kynni að verða gripið ef ekki reyndist unnt að verjast Sovét- mönnum með venjulegum vopnum. Þeir héldu því einnig fram, að tillag- an um kjarnorkuvopnalaust svæði veikti samningsstöðuna gagnvart Sovétmönnum um niðurskurð með- allangdrægra eldflauga. í nýlegri endurminningabók sinni Lille land — hva ná? segir Knut Frydenlund, að Alexander Haig, utanríkisráðherra Bandaríkj anna, hafi lagt „þunga áherslu" á mein- bugi tillögunnar um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum þegar þeir hittust í New York í júní 1981. Enn kveður Frydenlund ekki of fast að orði, því að Haig sprakk og sparaði víst ekki stóru orðin. Þetta var óskemmtileg reynsla fyrir Frydenlund en ekki án kaldhæðni. Frydenlund bað nefnilega um fund- inn í von um að geta talið Haig hughvarf og fengið ríkisstjórn Ron- ald Reagans ofan af harðri andstöðu við tillögur um kjarnorkuvopna- laust svæði. Verkamannaflokkur án valda Þegar Verkamannaflokkurinn lenti í stjórnarandstöðu eftir kosn- ingarnar í september 1981, var það skoðun margra kunnugra manna, að flokksforystan gæti tæplega staðist þá freistingu að hverfa frá stuðn- ingi við „tvíþættu ákvörðunina". Þetta þótti þeim mun líklegra sem norsku hreyfingunni „Nei við at- ómvopnum" óx ásmegin. Stóryrtar yfirlýsingar Reagans voru aftur á móti byr í segl hreyfingarinnar. Tillögur Reagans í nóvember 1981 léttu dálítið á spennunni. Hann bauðst til að hætta við að koma hin- um nýjum eldflaugum fyrir í Vest- ur-Evrópu, ef Sovétmenn tækju niður allar meðallangdrægu eld- flaugarnar sem miðað var á skot- mörk í Vestur-Evrópu. Þessi tillaga hefur verið kölluð „núll-lausnin“. Strax og forsetinn kynnti tillöguna var ljóst að hún dygði ekki nema að litlu leyti til að minnka ólgu á Vest- urlöndum vegna eldflauganna. Þegar norskir andstæðingar bandarísku eldflauganna komust að raun um það vorið 1982 að norska ríkið ætti að leggja fram fé í skot-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.