Morgunblaðið - 08.04.1983, Side 39

Morgunblaðið - 08.04.1983, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1983 39 Stykki Um tvö íslenzk leikverk í Iðnó — eftir Guörúnu Jacobsen, rithöfund Mér er að detta í hug hve sam- valinn starfshóp Iðnó hefur á að skipa, þegar ég hafði mig upp frá bókalestri — því eigi er gott að maðurinn sé mikið einn — og brá mér á vit Thalíu að skoða síðustu sýningar á tveim íslenzkum leik- ritum eftir Kjartan Ragnarsson, SKILNAÐ OG JÓA Þegar saman fer velskrifað handrit og afburða flutningur, er eitt víst. Slíkt tilfinningatengsl skapast milli gefanda og þiggj- anda, að maður bæði hlær og grætur inni í sér, líkt og á beztu myndum Chaplins. Ég tei ekki upp nöfn á einstök- um leikendum — eigi er hollt að oflofa manninn, enda væri það eins og að plokka út laufin á fjög- urra blaða smára. Laufin eru fleiri í Iðnó, bara misjafnlega stór. SKILNAÐUR Er lífið svona? „Já. Lífið er sona og allt í kring- um okkur. Miðaldra eiginkona sem maður- inn vill skilja við vegna yngri konu, fá sér nokkursskonar and- litslyftingu á sína vísu. Ungling- urinn í vandamálaskóginum og svo drykkfelldi ofbeldisseggurinn, ektamaki húshjálparinnar. Það ku vera heilt legíó af drullu- hölum í þjóðfélaginu, sem útpíska konunni til borðs eða sængur. Ekki þarf annað en lesa fréttina um kvennaathvarfið eða einka- máladálka Dagblaðsins-Vísis til að komast að raun um það. Sumir menn fá aldrei fylli sína í skepnu- skap gagnvart sínum nánustu. Til að mynda má daglega lesa auglýsingar eitthvað á þessa leið: sos Eldhress giftur maður á bezta aldri, óskar eftir kynnum við kon- ur á öllum aldri, giftar eða ógift- ar... Ekki er sona úthaldskræfur kall plagaður af vinnuþrælkun í þágu kellu og krakka. Krossberar heim- ilanna mega því miður ekki velta húsbóndanum upp úr tjöru og fiðri og kveikja í. Hinsvegar er aldrei að vita, nema samkvæmt svari við auglýsingu, lendi steggurinn með skrautfjaðrirnar einn góðan veð- urdag í lúkunum á eldhressri rauðsokku, sem mergsýgur úr honum náttúruna í eitt skifti fyrir öll. Meistaraverk eins og SKILN- AÐUR má helzt ekki fara fram hjá sjónvarpinu fremur en STUNDARFRIÐUR Guðmundar Steinssonar. JÓI Jæja, og þá er það blessaður drenginn hann JÓI. Teikning af einstaklingsíbúð í fyrirhugudum raðhúsum. eða hvort hér væri um fyrirbrigði að ræða í framhaldi af „ári aldr- aðra“. Það er greinilegt að fyrir hendi er víðtækur áhugi á málefnum aldraðra og ég er þess fullviss að hér er ekki um tímabundinn áhuga að ræða. Á Akranesi sýna bæði einstaklingar og félagasam- tök þessum málum mikinn skiln- ing og áhuga. T.d. hafa frjáls félagasamtök í bænum boðið öldr- uðum að jafnaði einu sinni í mán- uði yfir vetrartímann til skemmti- funda og hefur það notið mikilla vinsælda. Hvort hér er um að ræða áhrif frá „ári aldraðra", skal ég láta ósagt, en þá fengu þessi mál mikla umfjöllun sem á eftir að koma þessu fólki til góða á næstu árum, sagði Hörður Pálsson að lokum. Þess má geta að á Dvalarheimil- inu Höfða er starfsmannafjöldi sem svarar til 19 stöðugilda. For- stöðumaður er Ásmundur Ólafs- son. J.G. Ja, hvort maður kannast ekki við hann Jóa, þetta þroskahefta, hjartahreina barn náttúrunnar, sem langar svo mikið til að ná eitthvað áieiðis uppí súpermann- inn þann sem meira kann og meira getur. En hefur það samt sjálfur til brunns að bera, sem meira er virði en allt annað í líf- inu, að vaxa aldrei frá foreldri sínu til að særa það eða aðra. Ég á einn svona þroskaheftan einstakling þó annarsskonar sé, sem á sér engann öruggan sama- stað í tilverunni hér í Reykjavík. Það er hún Tobba, hundurinn í húsinu. Ekkert hefur hún unnið sér til saka annað en að vera til. Labbi ég með þennan þolin- móða, lítilþæga heimilisþegn í ein- hverjum almenningsgarðinum, kemur eftirlitsmaður hlaupandi og hótar lögreglu. Núnú, haldi barn í hundinn við verzlun í mið- bænum — ja þá er lögreglan þar. Læðist einmana gamalmenni út að kvöldi með huldudýrið sitt í bandi, er aldrei að vita nema lögreglubíll skrensi snarlega, og velti úr sér nýskóluðum lögregluhvolpum, sem hóta öllu illu sé ekki farið með hundinn uppí sveit, eða borg- aðar fimm þúsund krónur. Renna þær í lögreglukórssjóðinn? Það er nú fátt eftir í rassvasa verkalýðsins í þessari óðaverð- bólgu, nema ef vera skyldi virðing- in fyrir hundinum í húsinu! Þarna snæðir hún með smáfugl- unum og lassarónum götunnar, uppflosnuðum heimilisköttum í ævintýraleit, sem gefið er á garð- ann. Gæði hundsins hafa jafnvel gengið svo langt, að þótt ár sé liðið síðan hún átti hvolpa og sé spraut- uð í bak og fyrir, fór hún að mjólka móðurlausum kettling. Geri löghlýðnir borgarar betur! Mér finnst að löggjafarvaldið ætti frekar að leggja eyrun eftir hinum hógværu í landinu en gelti þeirra heimsku kröfuhafa, sem þola ekki einu sinni fuglatíst á svölum í blokk. Þá langar mig að enda þetta leikhússpjall á nokkrum orðum um ástina í leikgerð nútímans. Það er eins og farið sé að halla undan fæti fyrir henni. Ástin er orðin svo matarkennd, að minnir á sælkerapistla Sigmars B. Hauks- sonar og kó. Þarna hvolfir makinn gapandi skoltunum líkt og soltinn úlfur, yfir hálft andlitið á elskunni sinni, um leið og hann hamast við að kreista og hræra á henni aftur- endann, eins og hann sé að hnoða deig í pítu, eða þá elskan sezt klofvega ofan á hann. ímyndunaraflið er að komast í algleyming hjá manni. Ég sé elsk- una með ár í hvorri hendi á leið til marhnútaveiða útá Selvogsbanka, þegar barnsrödd gellur við frá ein- um áhorfendabekknum: Móðir góð, er þetta leikfangahesturinn konunnar? Takk fyrir mig. Guðrún Jacobsen, rithöfundur. Rættist úr skíðafæri Húsavfk, 5. aprfl. LÍTILL skíðasnjór hefur verið í vet- ur og þar af leiðandi lítið um gesti á hótelinu í sambandi við skíðaiðkan- ir. Fyrir páskana hafði Hótel Húsavík fullbókað en þar sem enginn snjór var hér á pálma- sunnudag hættu margir við að koma, en svo brá við að á þriðju- dag og miðvikudag setti niður það mikinn snjó, að bezta færi sem komið hefur í vetur var í fjallinu um páskana og nutu þeir sem komu góðs veðurs og voru hinir ánægðustu með dvölina, en þeir urðu færri en skyldi. Fréttaritari Eskifjörður: Innbrot og skemmdarverk Eskifirði, 6. apríl. ÓVENJl! mikið hefur verið um það að brotist hafi verið inn í verslanir hér í vetur. Hefur verið brotist inn hjá Pöntunarfélagi Eskfirðinga, bæði í matvöruverslun og járnvöruverslun og í söluskála. Einnig í Verslun Elísar Guðnasonar og Hlíðaskála. Þá hefur einu sinni verið farið inn í íþróttahús- ið. Innbrotsmennirnir hafa stolið fjármunum og valdið miklum skemmdum þar sem þeir hafa farið inn. Þá fóru nokkrir unglingar inn að bænum Seli, sem stendur hér innan við bæinn og útgerðarfélagið Friðþjófur á, og brutu rúður og skutu sundur hitaofna og skemmdu fyrir stórfé. Upplýst er hverjir voru þar að verki, og einnig hverjir brut- ust inn í Verslun Elíasar, en minna er upplýst af hinum innbrotunum. Enn hefur bílum verið stolið hér og þeir skemmdir. — Ævar Lensidælur Lensi- og sjódælur fyrir smábáta með og án flot- rofa. 12 og 24 volt. Einnig vatnsdælur (brunndælur) fyrir sumarbústaði, til að dæla út kjöllurum o.fl. 220 volt. Mjög ódýrar. Atlas hf Armúla 7. sirni 26755, Reyk)avik Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! ALLTAF Á LAUGARDÖGUM íslenzkar áherzlur og ítónun Halldór Halldórsson prófessor leggur orö í belg um rangar áherzlur og önnur erlend áhrif á talmál. Portlandshúsið og Michael Graves Graves er meðal frægustu arkitekta nútím- ans og meö þessu tiltekna húsi þykir hann hafa markaö tímamót. Kvikmyndahátíðin í Berlín Karl B. Blöndal skrifar um þessa stórveizlu í kvikmyndaheiminum, þar sem færi gefst á aö sjá meira en 500 nýjar kvikmyndir. Vönduð og menningarleg helgarlesning AUGLVSINGASTCFA KRISTlNAfl HF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.