Morgunblaðið - 17.05.1983, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 17.05.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1983 15 Jazzvakning: Lionel Hampton í Háskólabíói 1. júní Hinn heimskunni bandaríski jazzleikari, Lionel Hampton, mun koma hingað til lands og halda tónleika í Háskólabíói hinn 1. júní næstkomandi, að því er Jónatan Garðarsson, einn forsvarsmanna Jazzvakningar, tjáði blaðamanni Morgunblaðsins í gær. Jónatan sagði Hampton koma með 17 manna hljómsveit með sér, en hann væri nú á hljómleikaferð um Evr- AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA HF ópu, líklega þá síðustu sem hann færi. Sagði Jónatan það aðeins vera fyrir áhuga Hamptons á íslandi, og velvilja umboðsmanns hans í Hol- landi og einstakan velvilja Flug- leiða hf., að mögulegt reyndist að halda þessa tónleika nú. Lionel Hampton er einn hinna gömlu meistara jazztónlistarinn- ar, og er oft nefndur í sömu andrá og hinir miklu snillingar Louis Armstrong, Duke Ellington, Benny Goodman og Count Basie. „Hampton er kominn á áttræðis- aldur, heilsan tekin að bila og hann ferðast um með hjúkrun- arkonu, og hann er hættur að gera samninga langt fram í tím- ann,“ sagði Jónatan. „Þrátt fyrir það eru tónleikar hans engu líkir, hann leggur bókstaflega allt í söl- urnar fyrir góðan konsert. Áður fyrr kom það fyrir að hann lengdi tveggja tíma hljómleika um 10 klukkustundir, og enn á hann það til að framlengja þá um einn eða tvo tíma, fái hann góðar undir- tektir og líki honum við land og þjóð þar sem hann leikur." Trygging hf. Viöskiptamenn Tryggingar hf. Laugavegi 178 athugið, að á tímabilinu frá 16. maí til 1. sept. nk. verður aðalskrifstofan Lauga- vegi 178 opinfrá kl. 8:00-16:00. Utan þess tíma er viðskiptamönnum bent á upplýsingar í símaskránni á bls. 263. Laugavegi 178, sími 21120. ”Gáfnaljósin” Kertastjakar úr hreinum og tærum kristal frá Kosta. Stúdentagjöfín í ár • . v. "VjV t> ■ £»• ■ ■ ^ "*~***..V,? Vj * Sendum í póstkröfu. Bankastræti 10, sími 13122

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.