Morgunblaðið - 17.05.1983, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1983
Rætt um félagsaðstöðu
unglinga í Seljahverfi
Undanfarin misseri hefur farið
fram umræða um félagslega aðstöðu
fyrir unglinga í Seljahverfi í Reykja-
vík. Æskulýðsráð Reykjavíkur,
skólamenn, starfsmenn Útideildar
og fleiri hafa reynt að finna framtíð-
arlausn á þessu máli.
Á sl. vetri náðist samkomulag
samstarfsnefndar æskulýðsráðs
og fræðsluráðs annars vegar og
skólastjóra Seljaskóla hins vegar,
um sameiginlega byggingu á fé-
lagsaðstöðu fyrir Seljaskóla, sem
nýtist bæði fyrir hefðbundið fé-
lags- og tómstundastarf skólans,
svo og sem félagsmiðstöð með
áþekku formi og aðrar félags-
miðstöðvar á vegum Æskulýðs-
ráðs Reykjavíkur. Þessari félags-
aðstöðu er ætlað að þjóna öllu
Seljahverfi fyrst um sinn.
Samkvæmt lögum ber ríkisvald-
inu að greiða hluta af byggingar-
kostnaði fyrir félagsaðstöðu nem-
enda á móti viðkomandi sveitarfé-
lagi. Uppbygging á viðbótar-
kennsluhúsnæði fyrir Seljaskóla
hefur ekki fengið hljómgrunn hjá
ríkisvaldinu og þar af leiðandi
ekki heldur bygging á félagsað-
stöðu fyrir skólann.
Æskulýðsráð Reykjavíkur boð-
ar til hverfafundar um æskulýðs-
og tómstundamál með íbúum
Seljahverfis miðvikudaginn 18.
maí nk. kl. 20.00 í Ölduselsskóla. Á
fundinum verða þessi mál til um-
fjöllunar, bæði uppbygging félags-
aðstöðu við Seljaskóla ásamt
bráðabirgðatillögum í félags- og
tómstundastarfi barna og ungl-
inga í Seljahverfi næsta vetur.
Dagskrá fundarins verður sem
hér segir:
Fundarsetning og ræða: Kol-
beinn Pálsson, formaður Æsku-
lýðsráðs Reykjavíkur. Ræða: Bogi
Árnar Finnbogason, talsmaður
Foreldrasamtaka Seljaskóla.
Ræða: Jes Einar Þorsteinsson,
talsmaður Foreldrafélags Öldu-
selsskóla. ómar Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Æskulýðsráðs
Reykjavíkur, kynnir hugmyndir
borgaryfirvalda um félagsaðstöðu
í Seljahverfi. Ávarp fulltrúa
nemendaráðs Ölduselsskóla.
Ávarp fulltrúa nemendaráðs
Seljaskóla. Ræða: Markús Örn
Antonsson, borgarfulltrúi og
formaður Fræðsluráðs Reykjavík-
ur. Almennar umræður. Fundar-
stjóri verður Áslaug Friðriksdótt-
ir, skólastjóri, og fundarritari
Þórunn Gestsdóttir, fulltrúi í
Æskulýðsráði Reykjavíkur.
Geðhjálp með
fund um streitu
GEÐHJÁLP, félag geðsjúkra, að-
standenda þeirra og velunnara
gengst fyrir mánaðarlegum fyrir-
lestrum um geðheilbrigðismál og
skyld efni. Fyrirlestrarnir eru haldn-
ir á geðdeild Landspítalans í
kennslustofu á III. hæð.
Næsti fyrirlestur verður
fimmtudaginn 19. maí 1983 kl. 20.
Ingólfur Sveinsson, geðlæknir, tal-
ar um streitu í daglegu lífi. Fyrir-
lestrarnir eru bæði fyrir félags-
menn svo og alla aðra, sem áhuga
kynnu að hafa. Aðgangur er
ókeypis. Fyrirspurnir og umræður
verða eftir fyrirlestrana.
Símaþjónusta
AA-samtakanna
AA-SAMTÖKIN hafa byrjað starf-
rækslu símaþjónustu. Þangað geta
þeir hringt, sem eiga við áfengis-
vandamál að stríða og leitað ráða.
Sömulciðis aðstandendur þeirra.
Símanúmer þessarar þjónustu er
16373 og er símaþjónustan opin alla
daga frá klukkan 17 til klukkan 20.
Foringjanám-
skeið skáta
BANDALAG íslenzkra skáta gengst
fyrir flokksforingjanámskeiði að
Úlfljótsvatni dagana 26. maí til 1.
júní næstkomandi.
Námskeiðið er ætlað skátum 13
ára og eldri, en miðað er við 24
þátttakendur. Þess má geta að
ákveðið hefur verið að fella niður
vikuhaustnámskeið.
Ölduselsskóli í Breiðholti.
.TTnvrnKFTRS
Gegnheilt (massíft) gólfparket.
- Vönduö vara, þykkt: 22 mm. og 12 mm.
Full lakkað og tilbúið til lagningar.
Áratuga ending sannargæðin.
Auðvelt í lagningu, auðvelt í þrifum.
EGILL ÁRNASON H.F.
HUSA5MIÐJAN HF.
aIa Timburverzlunin
Völundur hf.