Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.02.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 Simamynd AP Arftaki Haddads Arftaki Haddads majórs hefur nú verið skipaður. Verður hann yfirmaður þess herliðs, sem Haddad réði yfir. Herliðið hefur aðsetur í suðurhluta Líbanon og nýtur stuönings ísraela. Fjölskylda Wallenbergs stefnir Soyétríkjunum Bretland: Lítilsháttar aukning at- vinnuleysis London, 2. febrúar. AP. Atvinnulausum Bretum fjölgaði um hálft prósent í janúarmánuði og er nú hlutfall atvinnulausra 13,4 af hundraði vinnuafls í landinu. Mánuöina þrjá þar á undan hafði atvinnulausum hins vegar fækkað jafnt og þétt. Atvinnuleysingjar í Bretlandi eru nú rösklega þrjár milljónir eða 3,199,678 og fjölgaði um rúm 120 þúsund í janúar. Mest er atvinnuleysið er á Norð- ur-írlandi og í norðurhluta Eng- lands. Thatcher sækir Ungverja heim London, 2. feb. AP. MARGRÉT Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, var væntanleg i opin- bera heimsókn til Ungverjalands í kvöld, en það er í fyrsta sinn sem hún heimsækir ríki í Austur-Evrópu í opinberum erindagerðum. Gyorgy Lazar, forsætisráðherra Ungverjalands, sagði í blaðaviðtali sem birt var í dag að hann vonaðist til að heimsókn hennar yrði til þess að bæta sambúð ríkja í austri og vestri. Frú Thatcher hefur verið nefnd „Járnfrúin" í blöðum í Sovétríkjun- um, og þar er hún talin ósveigjan- legur og einsýnn stjórnmálaleiðtogi. Ungverski forsætisráðherrann kvaðst aftur á móti hafa trú á því að hún væri viðræðugóð, þótt mikill skoðanamunur væri þeirra í milli. Ungverjaland þykir frjálslyndast af ríkjum kommúnista í Austur- Evrópu og hagur almennings góður miðað við lífskjör austantjalds. Tal- ið er að Sovétmenn muni fylgjast af mikilli athygli með því hvernig við- tökur almenningur í landinu veitir henni. Hondúras: Bandarískir her- menn um kyrrt Washington, 2. febrúar. AP. BANDARÍSKA varnarmálaráðuneytiö áætlar, að a.m.k. 7—800 bandarískir hermenn verði áfram f Hondúras í kjölfar heræfinganna, sem þar lýkur síðar í þessum mánuði. Þetta er í fyrsta sinn, sem ráðu- neytið staðfestir opinberlega fréttir um að bandarískir hermenn verði áfram í Hondúras eftir að æfingun- um er lokið. Þá sagði ráðuneytið jafnframt, að svo gæti farið að her- mennirnir tækju þátt í frekari her- æfingum, sem fram eiga að fara í júní. Washington, 2. febrúar. AP. FJÖLSKYLDA Raoul Wallen- bergs, sænska sendifulltrúans sem stóð fyrir björgun eitt hundr- að þúsund ungverskra gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni, hefur fengið lögmann í Philadelphia í Bandaríkjunum til að höfða mál á hendur Sovétríkjunum vegna hvarfs hans. Krafa lögmannsins er sú að annaðhvort verði Wallenberg framseldur af Sovétmönnum, en þeir handtóku hann árið 1945, eða að jarðneskar leifar hans verði afhentar ættingjum hans, ef hann er látinn. Sovétmenn hafa haldið því fram að Wallenberg hafi látist árið 1945. Raoul Wallenberg, sænski auðkýf- ingurinn sem bjargaði ungverskum gyðingum úr klóm nasista í síðari heimsstyrjöldinni. í kröfu lögmannsins, sem rekin er fyrir bandarískum dómstól, er einnig farið fram á að því verði lýst yfir að afskipti Sovétmanna af Wallenberg hafi verið ólögmæt, að allar upplýsingar um afdrif hans verði gefnar og að greiddar verði skaðabætur að upphæð 39 milljónir Bandaríkjadala til fjölskyldu hans. Að sögn lögmannsins, Morris Wolff, er ástæðan fyrir máls- höfðuninni nú þegar liðin eru 39 ár frá hvarfi Wallenbergs sú ákvörðun Bandaríkjastjórnar árið 1981 að gera hann að heið- ursborgara Bandaríkjanna. 23 Reit nafn morðingjans með eigin blóði Wbite PiaiiLs, New York, 2. febrúar. AP. FANGAVÖRÐUR í fangelsi í New York hefur upplýst, að orð, sem deyjandi fangi reit á klefagóifið hjá sér með eigin blóði rétt áður en hann skildi við, hafi orðið tii þess að upp- lýsa hver varð honum að ald- urtila. Atvikið gerðist eftir að Isaac Waddell hafði séð um dóm- gæslu í leik á milli tveggja körfuknattleiksliða fanga. Öðru liðinu fannst á sig hallað og einn leikmanna þess, Gary Taylor, sem hafði viðurnefnið „Love“, kom dómaranum fyrir kattarnef. Þegar komið var að Waddell í klefa hans var gólfið útatað blóði, en með því að hreinsa það varlega af mátti sjá hvar hann hafði skrifað „Love“ á gólfið á þremur stöð- um. Er gengið var á Taylor ját- aði hann morðið á sig. Fimmburar í Mexíkó Morelia, Mexikó, 2. febrúar. AP. ÞRÍTUG kona, Josefina Mor- eno de Lanusa, eignaðist fimmbura á fæðingardeild hér- aðssjúkrahússins í Morelia í morgun. Fimmburarnir eru allir að vonum smávaxnir og vógu aðeins um 6 merkur hver við fæðinguna. Þeim heilsast öllum vel, sem og móðurinni. de Lanusa og maður hennar áttu fjögur börn fyrir. Grænlend- ingar á skel- fiskveiðum kaupmannahöfn, 2. febrúar. Frá Niels Jörgen Brnun, Grænlandsfréttaritara Mbl. GRÆNLENSKT fyrirtæki hef- ur með góðum árangri hafið veiðar og vinnslu á hörpudiski og krabba, sem fram til þessa hafa ekki verið veiddir við Grænlandsstrendur. Mikið er af þessum dýrum á hafsbotnin- um við landið. Tilraunaveiðar hófust í fyrrasumar og gáfu góða raun. Til þessa hafa 10 tonn af krabbakjöti verið unnin og framleiðslan verið seld innan- lands og í Danmörku. Þá hafa veiðst um 150 tonn af hörpu- diski, en nýtingin á aflanum er aðeins um 8%, þar sem ekki hefur enn fundist markaður fyrir hina mjög svo kalkríku skel. Fiskurinn hefur einkum verið seldur í neytendaumbúð- um til Kanada. Fjöldi mót- mælir dómum yfir prestum Stokkhólmi, 2. febrúu. AP. MEIRA en 130.000 manns hafa skrifað undir mótmælas.kjöl, sem hanga uppi fyrir utan kirkjur í Litháen. Mótmælin eru vegna dóma yfir tveimur kaþólskum prestum, sem sak- aðir eru um and-sovéskan áróður. Margir þeirra, sem skrifað hafa undir mótmæla- skjölin, hafa verið sektaðir af yfirvöldum og almenningur hefur verið varaður við því í sjónvarpi og útvarpi að skrifa nafn sitt á skjölin. Slíkt geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þó hafa skjölin ekki verið tekin niður og fólk er enn að skrá sig á þau að sögn talsmanna samtaka, sem berjast fyrir sjálfstæði ríkis- ins. u Hart sótt að Wörner vegna Kiessling-hneykslisins: „Eg var of trúgjarn - sagði varnarmálaráðherrann eftir að hershöföinginn fékk uppreisn æru Bonn, 2. febrúar. AP. MANFRED Wörner, varnarmálaráðherra Vestur-Þýskalands, sem viður- kennt befur að uér hafi orðið á mistök er hann vék Giinter Kiessling hershöfðingja úr embætti, segist ekki telja að Kiessling-málið muni valda Vestur-Þýskalandi álitshnekki erlendis. í viðtali við vestur-þýska sjón- hálfan annan áratug og væri þar varpið sagðist Wörner hafa meiri áhyggjur af því að hneykslismál þetta kunni að valda einhverjum vandræðum innan þýska hersins. „Ég leyni því ekki,“ sagði hann í viðtalinu, „að ég hef örðið fyrir áfalli í sambandi við þetta mál, og kannski hefur virðing hersins líka beðið tjón.“ Wörner kvaðst hins vegar vera sannfærður um að sér tækist endurvinna traust á hernum, hann hefði starfað fyrir herinn í gagnkunnugur. Hann sagðist hafa boðist til að segja af sér ráðherradómi vegna þess að hann bæri ábyrgð á brottvikn- ingu Kiesslings eins og öðrum ákvörðunum sem teknar væru í varnarmálaráðuneytinu. „Ég viðurkenni að ég var í sumu tilliti of trúgjarn í þessu máli, og hugleiddi kannski ekki nægilega vel þær upplýsingar sem mér bárust," sagði hann enn fremur. Manfred Wörner varnarmálaráö- herra Vestur-Þýskalands Ákvörðun Kohls kanslara að láta Wörner sitja áfram hefur verið harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðunni, og nú hafa tveir forystumenn Frjálsra demókrata, sem er stjórnar- flokkur, tekið undir þá gagnrýni. Þau Hildegard Hamm-Brúcher og Burkhard Hirsch sögðu í við- tali við dagblað í Hannover í dag að Wörner mundi aldrei losna úr skugga Kiessling-hneykslisins og ætti að víkja. Aðgerð Kohls kanslara væri kattarþvottur og hann bæri á endanum pólitíska ábyrgð á því ef hitnaði í kolun- um innan hersins vegna fram- vindu og endaloka málsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.